Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 10

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 10
bóndabæ. Þetta var fínn maður með gulgráa húð og gullspangargleraugu, hárið farið að þynnast og grána, fíngerðar hrukkur kringum augun og örmjóir drættir um munnvikin, hann var klæddur síðri regnkápu úr gagnsæju efni og nokkuð reikull í spori. Hann brosti við bónda og heilsaði honum með handabandi, sagðist ætíð virða menn sem nenntu að standa í öðru eins sporti og búskapur var núorðið. Svo gekk öll hersingin í stofu og settist kring- um borðið sem var stolt hússins, því það var cina húsgagnið sem var keypt í kaupstaðnum. Maðurinn með gullið í tönnunum og rosa- bullurnar á fótunum skellti viskípelanum á borðið en bóndinn settist uppí rúm, hallaði sér uppað veggnum, dró tóbaksdósir djúpt neðanúr vasa sínum og spurði hvort þeir vildu í nefið. Feiti maðurinn stutti rak upp hrossahlátur og dró upp úr brjóstvasa sínum tvo vindla, fleygði öðrum til bónda með þeim ummæl- um að neftóbak væri ekki handa nútíma- mönnum. Ekki leið langt á tal þeirra unz bóndi varð þess vísari að maðurinn með gullið í tönn- unum var heildsali og verzlaði með undirföt kvenna ásamt ýmsu smádóti sem menn raða í gluggakistur og sófaborð. Sá stutti hafði afturámóti lifibrauð sitt af nokkrum togurum sem sóttu gull í greipar ægis og stjórnarinnar. Sá þriðji var bankastjóri, hann var ennþá syfjaður og sagðist dást að bændastéttinni. Hann var þeirra kurteisastur, brosti í sífellu og hneigði sig fram á borðið. Hann sagðist mundu veita þeim öllum lán og kaupa af þeim endalausa víxla, nógir vrru peningarnir, bara nefna upphæðina. Svo var þeim borið kaffi og þeir helltu allir útí nema bóndinn afþakkaði, hann hafði alla ævi staðið við ungmennafélagsheitið og kunni ekki að drekka brennivín. Útgerðarmaðurinn skellihló og spurði hvað væri ungmennafélag, hvort það væri briss- klúbbur fyrir magaveika. Svo hlógu þeir allir nema bóndinn, hann fitlaði við tóbaksglasið og þrýsti sér lengra uppað veggnum. Honum 8 fannst hann vera óboðinn gestur í sínu eigin húsi og Iét fara scm minnst fyrir sér. Kcndu suður og græddu milljón, sagði nær- fatasalinn og þurrkaði sér um munninn, ég skal koma þér í sambönd. Eg skal kaupa af þér víxla og lána þér, sagði bankastjórinn, hrosti kurteislega og hneigði sig. Nógir eru peningarnir. Það var langt liðið á dag þegar þeir risu á fætur og skjögruðu að bílnum, nærfatasalinn settist undir stýri og þeir kvöddu bóndann með handabandi og gáfu honum handfylli af vindlum að skilnaði og scttu skrautvagninn í gang. Þetta var svartur og gljáandi bíll með silfurlitum röndum eftir endilöngu og hláleit- um gluggum og heyrðist varla í honum þó vél- in væri í gangi. Bóndinn stóð grafkyrr á hlaðinu og kreisti vindlana í lófa sér, horfði á bílinn renna hægt úr hlaði, horfði á hann vagga léttilega yfir ójöfnur vegarins og hreyfa sig svipað og banka- stjórinn væri að hneigja sig. Hann stóð lengi og horfði á bílinn fjarlægjast cinsog þetta væri furðugripur frá ókunnri veröld, í sjálfu sér var ekkert furðulegt að slíkur gripur skyldi vera til, því hóndinn hafði lesið Þúsund og eina nótt þegar hann var strákur og vissi því lengra en nef hans náði, hitt var öllu furðu- lcgra og jaðraði við Ieyndardóminn að slíkur bíll skyldi hafa staðið á þessu bæjarhlaði. Og þó var þctta landnámsjörð . . . Hann vissi ekki hvernig á því stóð að hon- um var svo órótt innan brjósts þegar liann sá bílinn hverfa yfir hæðina og rykskýið á veg- inum eyðast. Þannig hafði honum ekki liðið frá því hann var strákur og faldi sig útundir norðausturhorni kirkjunnar og grét — grét af því pabbi hans vildi ekki lofa honum með sér í kaupstaðarferð . . . Hann sá ekki lengur neinn mun á sinni jörð og öðium jörðum í dalnum. Þó svo þetta ætti að heita landnámsjörð. Hann geymdi vindl- ana í gömlu hvalbeinsskríni inní stofu og tók þá oft í lófann og þefaði af þeim til að finna þungan, framandi ilminn og einu sinni nálægt jólum kveikti hann í einum þeirra og sogaði að sér reykinn. En hann hóstaði svo ákaft að DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.