Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 57
Vel þykir mér höfundi hafa lánazt að velja
efni til bókar sinnar, svo að hún veiti sem
mestan allsherjar fróðleik um íslenzk handrit.
Hann greinir frá upphafi bókagerðar á Islandi
og þróun hennar fram til 16. aldar, er pappírs-
bækur leysa skinnbækur af hólmi; frá aldri
handrita og aðferðum við að tímasetja þau;
frá gerð skinnbóka og útliti; frá meðferð þeirra
og tortímingu; frá nokkurum hinna merkustu
skinnbóka; frá söfnun handritanna, einkum
starfi Arna Magnússonar; frá aðferðum við að
lcsa handritin og gefa þau út á prent; frá Ijós-
prentun handrita, og loks frá prentuðum hand-
ritaskrám.
Nána þekkingu á fornum handritum öðlast
sá einn sem handleikur þau sjálf að staðaldri,
les þau og hagnýtir. En næst því að sjá þau
og handfjalla gcngur að skoða eftirmyndir
þeirra. Og í Handritaspjalli eru 25 ljósmyndir
af blaðsíðum eða blaðsíðupörtum úr handrit-
um. Sum þessara sýnishorna eru úr mynd-
skreyttum bókum, og eru þá eftirmyndirnar
prentaðar í sömu litum sem frumritin. Flestar
þessara litmynda cru teknar eftir pappírshand-
ritum og heldur bernsklegar að gerð. Hefði
vissulega mátt fá miklu listilegri myndir úr
fornum skinnbókum, svo sem marka má af
Stjórnarmynd þeirri sem birt er andspænis bls.
52. Ég hygg að höfundur hagi vali sínu þannig
ril þess að erta þá menn sem hafa, upptendr-
aðir af þjóðarmetnaði, jafnað saman myndum
í íslenzkum skinnhandritum og sjálfum þeim
hókmenntum sem á skinnið eru skráðar. ís-
lenzk fornrit eru merkustu bókmenntir verald-
ar frá þeirri tíð; en þótt íslenzkar skinnbóka-
myndir séu að jafnaði meiri listaverk en skrípi
þau frá síðari öldum sem Jón Helgason birtir
í bók sinni, þá virðast þær þó heldur lítilmót-
legar ef litið er á erlendar „skrúðbækur", þar
sem bókfellið er „mjallahvítt og prýtt hinum
fegurstu myndum". — Á blaðsíðunni and-
spænis hverri mynd í Handritaspjalli er prent-
uð greinargerð um það sem myndin sýnir, og
eru þá jafnan prentaðar klausur úr texta hand-
ritanna til að koma mönnum á Iag við að lesa
þau. Ég hefði kunnað betur við að prentmál
það sem myndunum fylgir hefði náð niður í
gegn á síðunum, en ráðizt hversu hátt það
teygðist upp á við. Þá hefði þegar í stað verið
ljóst að um innskot er að ræða, en ekki fram-
hald meginmáls bókarinnar.
Jónas Kristjánsson.
Skilur eftir óm
Jóhann Hjálmarsson: Undarlegir fiskar.
Heimskringla, Reykjavík, 1958.
Fyrsta Ijóðabók Jóhanns Hjálmarssonar,
Aungull í tímann, vakti hrifningu margra og
ekki að ástæðulausu. Hún var fersk, Ijóðræn,
ekki ýkja frumleg, en furðu þroskuð um form
og um meðferð máls af unglingsverki að vera.
Hér var auðsæilega ljóðskáld á ferð, en það
verður ekki sagt um einn af tíu, sem gefa út
ljóðabók í þessu landi og kallast skáld á eftir.
Það hvarflar stundum að manni, að ekki veitti
af að lögvernda heitið skáld.
Ekki get ég fullyrt, að önnur ljóðabók Jó-
hanns, Undarlegir fiskar, hafi að öllu uppfyllt
þær vonir, sem fyrsta bók hans vakti. Skáld-
ið slær að mestu á sömu strengi, bregður upp
svipuðum myndum, kemur lesandanum sjald-
an á óvart. Honum hættir nokkuð við end-
urtekningtim og mátti raunar sjá þess merki
þegar í fyrstu bókinni. Ég nefni hér notkun
hans á lýsingarorðum, sem tákna Iit. Fram-
arlega í fyrstu bókinni talar skáldið um gula
og bláa fugla á rauðri tjörn. Þessir þrír litir,
gulur, blár og rauður, eru síðan endurteknir
í hverju Ijóðinu eftir annað. Það er talað um
rauðar nætur, bláa fjöru og gula hörpudiska,
rauða sól, blá fjöll og gula strönd o.s.frv., og
í síðari bókinni er þetta endurtekið í tveimur
Ijóðum, en litirnir rauður, gulur og svartur
koma fyrir í þremur. Jóhann skáld hefur sýnt
það, ekki sízt í þessari nýju ljóðabók, að hann
kann vel þá kúnst að endurtaka orð og setn-
ingar til áherzlu svo að vel fari — gengur
jafnvel svo langt að tvískrifa eitt Ijóðanna, og
hann um það — en þessar lita endurtekning-
ar virðast mér af því tagi, sem frekar er að
vænta af þeim, sem gengnir eru í barndóm en
af þeim, sem nýgengnir eru úr barndómi.
Um mörg Ijóðanna í þessari nýju Ijóðabók
virðist mér mega segja það, sem skáldið segir
um þytinn í einu þessara ljóða:
. . . þyturinn ungi
lifir aðeins einn dag
eins og gleðin
eins og sorgin
en hann skilur eftir óm
í hjörtum skóganna.
DAGSKRÁ
55