Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 26

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 26
að vera að einhverju getið í rituðum heimildum, en svo virðist ekki. Þó kemur Norður-Jótland mjög við sögu í stórpólitískum átökum, eins og ljóst er af frásögnum Heimskringlu. En vegna legunnar má gera ráð fyrir, að töluverð verzlun hafi átt sér stað í þorpinu. Limafjörður var á þessum öldum opinn út á Norðursjó og greið- fær siglingaleið smáum skipum yngri járnaldar. Oftar en einu sinni er hans getið sem orustuvettvangs og siglinga- leiðar víkingaflota. við vitum minna um gildi hans sem verzlunarleiðar. Hver var aðalbjargræðisvegur þorps- búa? Þeirri spurningu er að sjálfsögðu ekki hægt að svara fvrr en uppgreftri er lokið, en sitthvað hefur þó komið í Ijós um þetta atriði. All mikinn vefnað. smíðakunnáttu og verzlunar- sambönd við fjarlæg lönd. það sýna fundirnir þegar, og loks liöfum við staðfestingu á akuryrkju þorpsbúa. Akurspilda, sem menn bvrjuðu að grafa upp árið 1956, kann að vera sýn- ishorn víðtækrar akuryrkju, og er ckki ósennilegt að fleiri akrar kunni að finnast. Þó er jarðvegur í kringum Lindholm Höje fjarri því að vera vel fallinn til kornræktar, moldarlagið er víðast ör])unnt, og undir því tekur við jökulaldarmöl, leir og grjót. En það sannar, að menn hafa tekið sér ból- festu á hæðinni vegna góðra varnar- skilyrða öðru fremur. TJmræddur ak- ur er sunnan við grafreitinn (mynd nr. 10). Húsgrunnur frá 11. öld stend- ur á 30 cm. þykku sandlagi á akur- lendinu, og hefur þessi foksandur ver- ið álíka þykkur annars staðar. TJm allan akurinn liggja djúpir. samhliða skorningar niður úr moldinni, en henni hefur verið rutt upp í beð, sem eru metersbreið að jafnaði. Víða sjást plógreinar og för eftir herfi. Beðin voru til þess gerð að nýta sem bezt hið þunna moldarlag og auk þess hafa þau hrint af sér vatni og festi þá síð- ur klaka í moldinni. í húsgrunnin- um fannst peningur frá 11. öld. og ýmis ummerki í sandlaginu renna stoðum undir þá tilgátu mag. Ram- skous, að akurinn hafi horfið undir sand um árið 1000. Veguriim, sem sést all vel á myndinni, hefur Iagzt niður eftir að sandfok ágerðust, en upp frá því hafa menn ekið yfir akurlendið, eins og hjólför sýna. Við því má bú- ast, að plöntufræðingar geti sagt okk- ur, áður en langt um líður, hvaða korntegundir hafi einkum verið rækt- aðar á þessum akri, en sennilega voru það tegundir, sem nú eru algengar í Danmörku, því veðrátta liefur lítið breytzt. Yngri járnöld Danmerkur er illa þekkt, þótt hana beri við dagsbrún skráðrar sögu. Hún er tiltölulega snauð af fornminjum, einkum eitt tímaskeið hennar, svonefnd germönsk járnöld (frá 600 til 800 e. Kr.). Þeg- ar dr. Johannes Bröndsted gekk frá síðasta bindinu af „Danmarks Old- tid“, árið 1940, höfðu fundizt alls sex grafir frá germanskri járnöld í allri Danmörku að frátöldum Borgundar- hólmi, og þeim fylgdi Iítið sem ekkert haugfé. Grafreiturinn á Lindholm Höje fyllir því í stóra eyðu í þessu tímabili yngri járnaldar, og á því er enginn vafi, að þeir sérfræðingar, sem nú vinna þar, hafa í höndum hin nýti- legustu gögn um fjölmörg önnur at- riði. 24 PAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.