Félagsbréf - 01.04.1958, Side 15

Félagsbréf - 01.04.1958, Side 15
Ritst j órnargremar Skipulagið, nazisminn, inaðnriui. Skipulagssýkittinn hefur komizt í listirnar og sett á þær dauða- mark sitt. Skipulagið stefnir hugarsportinu í beinan voða. Þúfna- bani alhliða þjóðnýtingar hefur stöðugt verið á ferðinni síðustu áratugina. Hér er að skapast velferðarríki, sem ungum höfundum er eins gott að átta sig á, áður en þeir verða því samrunnir. Á þessa leið ritar Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur, í svari við spurningunni: Hver eru helztu vandamál ungs rit- höfundar á íslandi í dag? Svarið í heild birtist í Félagsbréfi 5. Nú lætur að líJcum, að einhverjir hafi undrazt djarflega hrein- skilni hins unga höfundar, sem ræðst gegn því beitta vopni, sem stjórnmálaspekúlantar allra flokka hafa hvað fimlegast brugðið síðustu áratugina. Og verður næstum að teljast vonlegt, að mönn- um verði hverft við að kynnast efasemdum um ágæti andlegra jarðabóta. Þess vegna er ekki nema gott eitt um það að segja, er ritstjóri pólitísks blaðs tekur sér penna í hönd til andsvara. En niðurstaða ritstjórans hlýtur að verða áhyggjuefni. Ekki vegna þess, að hætt sé við, að hún reynist rétt, heldur af hinu, að póli- tískt ofstæki virðist fylgja í kjölfar hins óhæfilega valds, sem stjórnmálamenn hafa meira og minna sameinazt um að ræna þjóð- félagsþegnana og taka í eigin hendur sem andlegir og veraldlegir forsjármenn landslýðsins. Niðurstaða ritstjórans er sú, að skammt muni frá skoðunum Indriða yfir í nazisma, nái ríthöfundurinn ekki „andlegu jafn- vægi“. Með öðrum orðum, sá sem eigi vill þjóna þjóðnýttri menn- ingu og eigi vill vera i andlegu samræmi við velferðarríki vald- hafanna, hann hlýtur að aðhyllast nazisma, vera einræðissinni og gasklefaunnandi. Og þar með er hann endanlega afgreiddur.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.