Félagsbréf - 01.04.1958, Page 20

Félagsbréf - 01.04.1958, Page 20
8 PÉLAGSBRÉP að. Það er alltaf að hrörna og alltaf að endurnýjast; alltaf að deyja og alltaf að endurfæðasl. Málið sem við tölum þessa stundina er annað en mál forfeðranna. Orð og orðtök sein voru fersk og nýstárleg fyrir nokkrum áratugum eru nú mörg útþvæld og úr sér gengin — og sum þeirra liafa gleymzt. Ný orð og orðatiltæki liafa komið í þeirra stað. Þessi þróun tekur mislangan tíma. Hún liefur orðið ör á þessari öld, sökum þess að íslenzkt þjóðfélag hefur á nokkrum áratugum tekið miklum stakkaskiptum. Ýmis þau orðtök sem áttu rætur sínar í lífi og lifnaðarháttum bóndans, liafa dagað tippi í kaupstöðunum afþví sam- bandiö við upprunann slitnaði. Maður sem er fæddur og uppalinn í kaupstað þekkir ekki nema að takmörkuðu leyti merkingu samlíkinga og orðtaka, sem eru upprunnin lir jarðvegi sveitalífsins. Svipuðu máli gegnir um ýmis orðatiltæki úr sjómannamáli: þau týna.oft merkingu sinni í munni landkrabbans. Þessi þróun er í vissum skilningi eðlileg og ólijákvæmileg. En til er önnur þróun sem er ekki jafneðlileg og alls ekki óhjá- kvæmileg: það er hrörnun tungunnar af völdum hugsunarleysis og vanaþrælkunar. Ég á við það þegar málinu er misþyrmt með ofnotkun, t. d. í alltof hástemmdum skáldskap, í prédikunum, minningarorðuin og vígorðaflaumi stjórnmálamanna. Þeir síðastnefndu eru kannski liættulegustu fjendur tungunnar. Hversvegna? Vegnaþess að þeir gera sér þess sjaldan grein að tungan er lielgur dómur sem fara verður með af ýtrustu nærfærni og virðingu. Þeir nota orð og orðatiltæki eingöngu í praktískum tilgangi, og hlutir sem eru aðeins notaðir í praktísku skyni týna lielgi sinni. Hér er um að ræða misnotkun tungunnar, og þessvegna fellur liún í gengi einsog íslenzka krónan. Ég játa fúslega, að margir okkar blaðainanna eru uudir sömu sök seldir — og því miður einnig ýmsir fræðimenn og rithöfundar, þótt kynlegt megi virðast. Þið liafið væntanlega flest orðið fyrir þeirri dýrmætu reynslu að lieyra bam segja eitthvað með þeiin bætti að það kom ykkur á óvart. Eflaust þótti ykkur málfarið kátlegt — og þið lilóguð að því. En gerðuð þið ykkur ljóst að barnið var að viima tungunni þjónustu: það var að segja eitthvað á sinn eigin liátt — með sínum eigin orðum, en ekki því tillærða og þvæhla orðfæri sem við heyrum dagsdaglega. Þessi þjónusta barnanna skilur sjaldan eftir sig spor í málinu, vegna- þess að liún er ómeðvituS — og oft er tungutakið harla klaufalegt, ekki ber að neita því. En til er stétt manna, ef svo veraldlega má til orða taka, sem innir

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.