Félagsbréf - 01.04.1958, Page 24

Félagsbréf - 01.04.1958, Page 24
12 PÉLAGSBRÉF Ég þarf naumast að vekja athygli á hinni afburðasnjöllu samlíkingu vélbyssunnar og ritvélarinnar. Hér er bæði um að ræða orðaleik (vél- liyssa, véZrita) og skírskotun til hljóðsins sem bæði þessi verkfæri gefa frá sér. En myndin sjálf felur svo í sér hina alvöruþungu spurningu, sem er í rauninni summan af spumingum þessarar aldar. í annarri hendingu í sama ljóði segir skáldið: „augnatóftir tækninnar gráta blóði lierjanna". í ljóðinu „Fjötrar“ stendur þetta: „í fangelsi tungunnar hefur hláturinn fjötraft geðshræringarnar ineð samúðarskorti livítur kynþáttur fangaverðir sem falla dauðir eða særðir cins og skemmdar tennur“. í kvæðinu „Sólarlag“ er þetla: „með grafartungl í gcislatjörnum grætur sólin vetrarstjörnum“. Mattliías Johanncssen er nýliði í liópi tmgskálda. Fyrsta ljóðabók lians er í prentun og kennir út innan skamms. Hann er fyrst og fremst skáld borgarinnar og viðbragða æskunnar við henni. Það er í senn æskuljómi og söknuður fullorðinsáranna yfir Reykjavíkur-ljóðum hans. Hann er í ríkara mæli en nokkurt yngri skáldanna rödd borgarbams- ins, og víða tekst honum ágætlega að túlka reynslu þess. Myndir hans eru ekki sérlega fjölbreytilegar, en ntargar þeirra em minnis- stæðar. Hér em nokkrar: „Hafið dansuði í sandinum þegar hros dagsins vaknaði á vörum þcr eins og blóm sem teygir sig upp i sólina“. Og „Ást þín var livilur jólasnjór sem féll á hjarla mitt þegar við gengum saman eftir götum liorgarinnar'1.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.