Félagsbréf - 01.04.1958, Page 25

Félagsbréf - 01.04.1958, Page 25
félagsbréf 13 Og „Hún hló inn í augu þín og fór höndum um hár þitt eins og vindur um rauðar greinar eins og vindur um nótt“. En Matthías Joliannessen er barn nútínians í meir en einum skiln- ingi. Hann lifir reynslu samtímans og tekur þátt í þjáningum mann- kynsins ekki síður en sumir skáldbræður lians, en mér finnst liann tjá hluttöku sína á listrænni liátt en flest ungskáldanua. Bezta dæmið er hið magnaða ljóð „Þið koniuð aftur“. Þar er t. d. þessi látlausa en rnælska mynd: t „... og við reyndum að fela okkur í rústunum sem rauk úr eins og af heitu brauði sera þið höfðuð lofaö okkur ...“ Einar Bragi er vaxandi skáld. í fyrstu bók lians „Eitt kvöld í júní“ eru ljóðin mikið til myndlaus og heldur litlaus. Hann yrkir þar eink- um um sjávarþorpið í þreytandi tilbreytingarleysi. Eina eftirtektar- verða myndin sem ég sá í þeirri bók er í ljóðinu „Brostin augu“: „ársólin liefur kveikt í verksmiðjureyknum sem veltur gegnum húsasundin eins og loðinn rauður risi“. I næstu bók „Gestaboð um nótt“ tekur liann sér margbreytilegra vrkisefni og rís hærra. Beztu myndirnar eru í ljóðinu „Ljósin í kirkj- unni“: % „Hikandi ljós þukla syfjuðum gómum um kvöldþvala veggi þegjandi steinkirkju“. °g „Yfir dottandi byggð hljóma kólfslögin dimmu við' málmhöttinn kalda i brothættri kyrrð“. í þessari bók og þeirri síðustu, „Regn í maí“, eru nokkrar athyglis- verðar tilraunir með prósaljóS. Bezt þeirra finnst mér „Danskvæði“ í liinni síðarnefndu:

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.