Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 26
14
FELAGSBREF
„Enginn í salnum lieyrði orð þín Ég elska er hurfu í
hringiðu lagsins umkomulausari en nývaxin hlöð sem næðingar
Iesa lokuðum augum af óþekktum trjám handa fljótunum“.
Mvndirnar í „Con Amore“ í síðustu bók Einars Braga eru með því
bezta sem frá lionum hefur komið, en ljóðið er of langt til að fara
með það hér. Þá bef ég heyrt brot úr óprentuðum Ijóðaflokki eftir
bann, og virðist mér bann þar hafa fundið sinn rétta tón.
Hannes Sigfússon er einna myndríkastur yngri skáldanna, þótt stund-
um tefli hann raunar á tæpasta vaðið í myndsköpun sinni. Tákn hans
verða ósjaldan svo persónuleg, að þau líkjast einna helzt dulmáli eða
öllu lieldur tætlum úr gamalli bók, þarsem sambengi einstakra setn-
inga og mynda hefur glatazt. En myndir lians eru liver fyrir sig frum-
legar og undarlega magnaðar.
Hér eru nokkur dæmi tir seinni ljóðabók bans „Imbrudögum“:
„Eins og gulnað lauf svífa dapurleg orð
og leita athvarfs í lindinni
sem fleytir þeim og vaggar þeim í svefn ...“
Og
„Hægt og liægt opnaðisl röntgcnaugað.
Handan við holdið er heinagrindin.
Hægar og hægar snerist jörðin
unz hún stóð kyrr í kirkjugarðinum“.
og þetta:
„Dagarnir flökta við gluggana líkt og kveikurinn sé þurr“.
í prósaljóðunum aftast í bókinni standa m. a. þessar línur:
„... og vindurinn sleit ópið af vörum mínum og
grýtti því í apalurðina og vafði því að eyrum mín sjálfs“.
Og
„Og ég sá mennina fljóta út líkt og korklappa úr
opnuðum flöskuskeytum“.
„þá byrjaði líkin að reka á fjörurnar líkt og rifrildi
úr gulnuöum sálmi, hlað eftir blað. Við tindum þau
upp en reyndum ekki að hefta þau saman á ný“.