Félagsbréf - 01.04.1958, Síða 28

Félagsbréf - 01.04.1958, Síða 28
16 FÉLAGSBRÉF eiginlegt að draga upp þessar skýru og áþreifanlegu myndir sem eru að mínu viti líftaug nútíina-skáldskapar. Ég get bezt lýst þessu með orðum Sigurðar frá Arnarholti um þunglyndiskvæði Stefáns frá Hvíta- dal. Hann segir m. a.: „Til þess að lesandinn verði að nokkru marki snortinn af þess háttar kveðskap, tjáir skáldinu ekki að tala svona al- mennt, skáldið verður að sýna lesandanum einliverja ákveðna, skýra mynd, sláandi samlíkingu“. Gunnari Dal verður tíðrætt um hin stóru liugtök: líf, dauða, eilífð, sál, örlög, allieim, sannleik o. s. frv. Það þarf djúpa tilfinningu og máttuga liugsuu til að fylla svo stór orð. Mér finnst Gunnari ganga illa að gæða þau lífi. Hann bregður oft fyrir sig líkingum og mynda- máli, en það verður venjulega svo almennt og óljóst að lesandinn er ekki vakinn til ferskrar skynjunar. Hami talar um fætur myrkursins, vanga næturinnar, vængi tímans, mar aldanna, auga eilífðarinnar, and- lit fljótsins, gular grundir vísdóms, silkiliönd tímans, demanta lífsins, lms sannleikans og fák feigra drauma. Oft virðist manni nauðsyn ríms og stuðla ráða vali orðanna, og það segir sig sjálft að erfitt er að gera slíkt orðfæri linitmiðað. Þá er Gunnari Dal tamt að semja allegóríur eða dæmisögur í hundnu máli. Hann sagir t. d.: „hugmyndir vér nefnum þessa þjóð“, „Þessi myrki skógur Maður liét“ og „Öll speki manna er stjarna ein, sem snýst í stórum liring um þig og möndul sinn“. Það er án efa mjög takmarkaður smekkur minn sem ræður því, að mér finnast myndir og tákn missa mikils þegar þau verða lireinar allegóríur. Það er staðfest regindjúp milli sýmbóls og allegóríu, og ljóðlistin græðir aldrei á því að fást við hið síðarnefnda. Gunnar Dal er vel lieima í heimspeki og liefur margt um þau mál að segja, en ég lield lieimspekin sé honum fjötur um fót sem ljóðskáldi. Hún leiðir liann útí háfleygar liugleiðingar og alhæfingar sem eru krabbamein í skáldskap. Þær myndir í ljóðum lians sem komast næst því að vera frumlegar og skýrar eru t. d. þessar: „Á auga stríðsins andar nóttin svcfni--“. °S „Öldubrjóstin bærasl nijúkt og rótt björt og nakin faðnii liiinins í“. °g „Og cngill kvöldsins óð' sinn slær á mánans mandólín“.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.