Félagsbréf - 01.04.1958, Síða 31

Félagsbréf - 01.04.1958, Síða 31
FÉLAGSBRÉF 19 „Vínrjóðar stjörnurnar stíga dans, stormdrukknar hneigja þær sig og beygja þær sig og sveigja i krans af skjálfandi rósum------“ Jóliann Hjálmarsson er yngstnr skáldanna sem hér kynna verk sín, um tvítugt. Ljóð hans eru tær og björt, lífsglöð og bamslega bjartsýn. Öðmliverju er ltann dálítið angurvær, einkum í ástaljóðunum. í ein- staka ljóði örlar á baráttuvilja, en liugsjónirnar bera skáldskapinn hvergi ofurliði einsog títt er um umbótaskáld. Ljóð Jólianns em full af myndum, en mér finnst margar þeirra vanta þá táknrænu merkingu sem ég gat um bér að framan. Sem dæmi má tilfæra ljóðið „Lómatjörn“: „Rauð lómatjörn Og fuglarnir koma svifandi ldáir og gulir Og fákarnir á sléttunni japla grænt safaríkt grasió og bregða á leik í sólskini júlídagsins“. Hér er ekki sú táknræna dýpt í myndinni sem geri liana annað og medra en fallegt ,,málverk“. Við sjáum ekki hvað skáldið er að gefa í skyn með henni. f öðram ljóðum er þessu liinsvegar ekki til að dreifa, og skal liér bent á nokkur dæmi: „Við vorum náttúran sjálf nakin og sterk og i grænum skógi lékum við strengi frjóseniinnar Og dagar okkar voru gleðitár og urðu að tærri lind sem allir vildu drekka“ °g „Ðagarnir koma hlaupandi útúr skóginum og drukkna í vatninu“ og „Og lítið barn kemur gangandi eftir veginum með vorið í böndunum"

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.