Félagsbréf - 01.04.1958, Page 33

Félagsbréf - 01.04.1958, Page 33
felagsbréf 21 myndum sem Stefán Hörður og Hannes Sigfússon töfra svo oft fram, en hann er þeim mun öruggari innan þeirra takmarka sem liann setur Ijóðum sínum. Kvæði Hannesar Péturssonar eru heilsteypt afþví þau eru að jafnaði hyggð yfir eina líkingu sem lieldur uppi allri bygging- unni, einsog t. d. í kvæðunum um Hallgrím Pétursson, Þorgeir Ljós- vetningagoða, Gamalmenni og mörgum fleiri. Hér eru nokkur dæmi um myndsköpun hans: „Dveljum ckki lengur hjá mynni fljótsins, risin tr sól við eggjar, í skógimnn renna dýr slungin dögg trjánna og dökkir gjáskuggar flýja inní þil bergsins“. og „Að eiga þín von á kvöldin svalar mér sem göngumanni að leggja hcitar hendur á hreinan og kaldan stein“. Og „Huldur býr í fossgljúfri saumar sólargull í silfurfestar vatnsdropanna". Og „Mér fannst þú oft eins og dimmt kalt hús þar sem ást mín var blátt tunglskin á héluðum rúðum og atlot mín numin eins og þytur vinda um fannharða hurð“. Og „Ævilangt brennur sá eldur, í afli þeim herðir hjarta þitt hendingar sínar, hvert sem þig ber‘“. Stefán HörSur Grímsson er einna lýrískastur ungu skáldanna og mik- ill formsnillingur ekki síður en Hannesarnir báðir. Hann yrkir um fjölbreytileg efni, en ríkast er honum í hug fiskiþorpið og sjávarsíðan. í sunium kvæðum lians gætir nokkurs lífsleiða, en hann er jafnan fersk- ur í máli og mjög myndríkur. Hér eru nokkrar myndir úr Ijóðabókum hans „Glugginn snýr í norður“ og „Svartálfadans“: L

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.