Félagsbréf - 01.04.1958, Qupperneq 35
FÉLAGSBRÉP
23
sem koma hér fram. Það sem ég hef sagt gefur enganveginn rétta mynd
af hverju skáldi. Ég hef dregið fram þessi dæmi til að sýna eina hlið
á skáldskap yngri mannanna, en þau eru hvorki tæmandi um mynd-
sköpun þeirra né heldur leiða þau í ljós ýmsar aðrar hliðar á skáldskap
þeirra sem vert væri að ræða nánar, t. d. máltilfinningu þeirra (að öðru
leyti en fram kemur í dæmunum), lirynjandi og formsköpun. Þetta
síðasta, arkítektúrinn í nútímaljóðagerð, er svo veigamikið atriði að
um það mætti tala langt mál.
Það er atliyglisvert í ljóðum yngri skálda yfirleitt að bæði í hrynj-
andi og orðfæri eru þau miklu nær eðlilegu mæltu máli en flestir fvrir-
rennarar þeirra, og það er útaf fyrir sig stórt skref frá ónákvæmu og
fölsku skrúðmáli margra eldri skálda sem svínbeygðu eðlilegt tungu-
lak undir kröfur stuðla og ríms og misþyrmdu í raiui réttri málinu.
Það er líka vert íhugunar að myndir og frumlegt táknmál er mun al-
gengara og skýrara í þeim ljóðum imgu skáldanna sem eru óhefð-
bundin.
Ég hygg að öll yngri skáldin séu sér meðvitandi um samhengi íslenzkr-
ar menningar og séu í lífssambandi við fortíðina. Þau eru að leggja
nýja vegi, en þeim er fullljóst að nýir vegaspottar koma að litlu haldi,
séu þeir ekki tengdir vegunum sem fyrir voru.
Allar listir eiga sér bemskuskeið, blómatíma og hrörnunarskeið. Þeg-
ar ákveðið listform fer að liröma verður að veita nýju hlóði í líffæri
þess, endurnýja það. Það er þetta sem ungu skáldin liafa verið að gera
— og með merkilega góðum árangri. Þau hafa neitað að láta fyrirber-
ast í þeim hægindum sem sigrar forfeðranna liöfðu búið þeim, vitandi
að í slíkum liægindum veslast menn upp. Það er sannleikur sem aldrei
verður of oft ítrekaður að þegar menn hætta að þreifa fvrir sér hefur
dauðinn setzt að.
Ég held að við lifum nú hernskuskeið skáldskapar sem á eftir að
verða menningu okkar lyftistöng. Bemskunni fylgja jafnan einhver
afglöp og árekstrar, en það er hollt hverjum manni að reka sig á. Það
hefur ævinlega þótt merki manndóms þegar börn eru mikil fyrir sér.
Ungu skáldin eru að vinna menningunni þjónustu sem seint verður
fullþökkuð. Ráðamenn þjóðarinnar eru einsog endranær glámskyggnir
á þetta; skáldin lifa flest við sultarkjör og em hornrekur þeirrar menn-
ingar sem þau gefa hjartablóð sitt. En það er gömul saga og heldur
eflaust áfram að vera grimmilega sönn.
Nú kynni einhver lilustenda minna að vilja spyrja: Er ljóðið þá
ekki annað en þessar sundurlausu myndir sem þú liefur tínt úr ljóða-