Félagsbréf - 01.04.1958, Page 41

Félagsbréf - 01.04.1958, Page 41
PÉLAGSBREP 29 sem unnt var, til að gera skýran greinarmun á skáldverkinu sjálfu og þ\í, sem blöðin höfðu nefnt „Pasternakhneykslið". Og í raun íéttri getur íhugull, óvilhallur lesandi ekki komizt hjá því að veiða áþreiíanlega var við muninn á hinum rósama stíl og æsinga- lausu skrifum skáldsins annars vegar, og á hinn bóginn því magn- þi ungna og æsimettaða andrúmslofti, er skapaðist við útkomu bók- ai, sem skrifuð var með leynd og í algerri þögn, en birtist nú loks oftir tíu ára einveru höfundarins og íhugun heillar mannsævi. Hvorki rússneski höfundurinn eða hinn ítalski útgefandi hans sóttust eftir söluárangri, sem byggðist á útbásúneringu blaðanna og „hneyksli", er þau höfðu að mestu leyti búið til. Eigi að síður hefur þetta tryggt geipimikla sölu bókar, sem ekki er auðvelt lestrarefni nema fyrir þá, sem kunnugir eru meginstraumum rúss- neskra bókmennta. Og enn er útgefandinn, Giangiacomo Feltri- nelli, félagi í ítalska kommúnistaflokknum. Hann er sonur auðugs kaupsýslumanns, og fjölskylda hans hefur gert allmikið til efling- ar bókmenntum og félagsfræðirannsóknum. Ekki hvílir nein leynd eða hula yfir því, á hvern hátt handritið að skáldsögu hins rússneska skálds er komið til Ítalíu, og það átti sér ekki stað með neinum brögðum eða samsæri. Um það leyti sem undirritaður var samningur við Pasternak (hann fól einnig i sér rétt til útgáfu bókarinnar í öllum öðrum löndum utan Rúss- lands) hafði rússneska útgáfustofnunin „Gozlitizdat" hugsað sér að taka bókina til útgáfu. Rússneska tímaritið Znamya hafði þegar liii-t nokkur ljóð úr bókinni, sem höfundurinn eignar aðalpersónu sögu sinnar, Zhivago lækni. Rússnesk blöð og útvarp höfðu til- kynnt, að innan skamms tíma væri von á nýrri skáldsögu eftir höfund, sem í þrjátíu ár hafði aðeins látið frá sér fara fáeinar, litlar ljóðabækur og nokkrar þýðingar. En fljótlega, eftir því sem „þíðan“ í rússnesku menningarlífi fór aftur að stirðna og kólna, tók að bera á ýmsum erfiðleikum. Rússnesku útgefendurnir báðu hinn ítalska starfsbróður sinn að »,fresta“ útgáfu bókarinnar á Italíu. Og er hér var komið sögu, kom framkvæmdastjóri rússneska rithöfundasambandsins, Alexei Surkov, brátt fram fyrir tjöldin. Hann hafði þegar látið frá sér fara álitsgerð, þar sem hann mælti eindregið gegn því að skáldsaga

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.