Félagsbréf - 01.04.1958, Page 42

Félagsbréf - 01.04.1958, Page 42
30 FÉLAGSBRÉF þessi yrði gefin út. Og hann gerði sig ekki ánægðan með að hafa stöðvað útgáfu bókarinnar í Sovétríkjunum. Hann tók sér ferð á hendur til Mílanó á Ítalíu. Þar hélt hann á fund Feltrinellis og bað hann einnig um að hætta við fyrirætlanir sínar um útgáfu bókarinnar þar í landi. Haft er fyrir satt, að samtal þeirra hafi einkennzt af bænum og hótunum. Surkov bað Feltrinelli að hugsa til persónulegrar velferðar og framtíðar Pasternaks. „Ég hef aðr- ar skoðanir á stöðu og framtíð mikilhæfra rithöfunda í Sovétríkj- unum“, á hinn kommúnistíski, ítalski útgefandi að hafa sagt. Sur- kov á einnig að hafa minnt Feltrinelli á, hvað fyrir hann gæti komið, ef sendiför hans til Italíu mistækist. Feltrinelli lét þetta einnig sem vind um eyrun þjóta. Loks gerðu tveir háttsettir leið- togar í ítalska kommúnistaflokknum ítrekaðar tilraunir til að fá útgefandann ofan af ráðagerð sinni „í nafni flokksagans". Feltrinelli hélt ótrauður áfram framkvæmd sinni. í stuttri skil- greiningu, sem hann lætur fylgja fyrstu útgáfu bókarinnar, lætur hann þess getið, að „höfundurinn hafi beðið um, að handritinu yrði skilað aftur, svo að hann gæti gert nokkra endurskoðun á því, en þessi beiðni barst ekki fyrr en prentun bókarinnar var komin svo langt áleiðis, að ekki var unnt að snúa við og því ekk- ert annað hægt að gera en framkvæma samninginn ....“. Útgef- andinn segir að lokum: „Vér erum þeirrar skoðunar, að þessi út- gáfa af Zhivago lækni sé ekki aðeins höfundi bókarinnar til sóma, heldur og öllum heimi bókmenntanna, sem hann er hluti af“. Sannleikurinn er án efa sá, að þessi bók er mannlegasta og ein- lægasta skáldverk, sem frá Sovétríkjunum kemur á margra ára- tuga tímabili, er Isaiah Berlin hefur nefnt „þögnina miklu í menn- ingarsögu Rússlands". Hefði bókin verið gefin út í Moskvu, eins og upphaflega var ráðgert, hefði birting hennar orðið rússneskum nútímaskáldskap til mikils heiðurs. Á Vesturlöndum mundu flestir hafa ályktað sem svo, að eftir 40 ár á veldisstóli væri Sovétstjórnin nú loks svo örugg um sig, að hún gæti leyft dáðum rithöfundi og skáldi (sem aldrei hefur verið talinn bolsévikki) að láta frá sér fara skáldverk, sem byggðist á arfleifð þeirra Tolstoys, She- kovs og Alexanders Bloks um frjálsa og óháða gagnrýni. Sú áræðni, sem fælist í því að heimila útkomu verks, er hlýtur að

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.