Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 46

Félagsbréf - 01.04.1958, Blaðsíða 46
34 FELAGSBREF hlið sér inn í litla bjálkahúsið. Pasternak er ekki rússneskur í útliti eða háttum. Andlit hans er iang't, nefið stórt og munnurinn svolítið hörkulegur, hárið þykkt og hrokkið, skipt í annarri hlið, klæðaburðurinn ailur glæsilegri og snotrari en venja er meðal Rússa nú til dags — ailt ber þetta fremur svip af Vestur-Evrópumanni, maður gæti jafnvel sagt Engilsaxa. Það eru aðeins hin dökkleitu augu hans, sem fela í sér í senn svip heitrar ástríðu og dapurleika, er bera vitni um uppruna hans. Þetta eru augu manns, sem orðið hefur að þola mikið mótlæti í lífinu og á að baki sér bitra reynslu, og hefur jafnframt geymt eitthvað af þessari reynslu í svip sínum. Kona hans og ungur sonur snæddu með okkur kvöldverð, en Pasternak neitaði að vera túlkur minn og talaði einungis á frönsku (sem hann talaði raunverulega fremur illa). Ekki er hægt að segja að aðalumræðuefnið hafi verið mjög uppörvandi: Pasternak ræddi um sjálfsmorð rithöfundarins Alex- anders Fadejevs, sem gerzt hafði ekki löngu áður, og tvö sams konar atvik, er fræg eru orðin og áttu sér stað fyrir allmörgum árum, sjálfsmorð í-úss- nesku skáidanna Yessenins og Mayakovskys. Enda þótt Pasternak segði ekki mikið um Fadejev, minnir mig, að hann hafi talið ástæðurnar fyrir dauða hans þær sömu og komu Mayakovsky til að stytta sér aldur á fyrstu árum sovétstjórnarinnar. Ástæðan til þess að hinn síðar nefndi valdi þennan kost- inn, var sú, að stefna Stalíns í bókmenntum og listum hafði raunverulega hrundið honum út í algera einangrun. Á hinn bóginn framdi Fadejev sjálfs- morð sökum þess að þeir, sem brutust undan hinni rígbundnu stefnu og járn- aga Stalíns, eftir að Krústjoff hélt hina frægu „leyniræðu“ gegn einræðis- herranum, höfðu rekið Fadejev út í sams konar einangrun. Með öðrum orðum bar dauðdagi beggja þessara rithöfunda áþreifanlegt vitni því þrönga þjóð- félagi, sem nú byggir Sovétríkin og íaunverulega er hneppt í verstu spenni- treyju, þar sem hver og einn verður annaðhvort að vera „sósíalistiskur" eða hætta að vera til. Hvað við kom Yessenin, sem kannski var bezta ljóðskáld Rússa að Alex- ander Blok undanteknum, þá gaf Pasternak sannfærandi en allundarlega skýringu á dauða hans. Yessenin hafði ávallt haldið fast við tryggð sína við sveitina og bændafólk, þrátt fyrir það, hve mjög hið nýja sovétfélag helgaði sig iðnvæðingunni, og ástæðan fyrir sjálfsmorði hans var sú, að hann gat ekki fundið sjálfum sér neinn stað í þessu nýja þjóðfélagi vélanna. „Yessenin var barn“, sagði Pasternak, „og hann drap sig á barnalegan hátt, eins og hann væri að leika, jafnvel eins og hann hefði á laun verið þess fullviss að hann yrði vakinn til lífsins aftur þegar í stað ....“. „Ég hef sagt að samtalið hafi ekki verið mjög uppörvandi", heldur Moravia áfram, „en ástæðan var ekki aðallega sjálfsmorð þeirra manna, sem við ræddum um, heldur öllu fremur hinar óhugnanlegu orsakir, er lágu að baki þessum atburðum og leitt höfðu þessa listamenn til þess að svipta sig sjálfu lífinu — erfiðleikar þeir, sem þessir rithöfundar urðu fyrir á vissu tímabili í starfsferli sínum og gerðu þeim ókleift að lifa í því þjóðfélagi, er örlögin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.