Félagsbréf - 01.04.1958, Qupperneq 53
BÆKUR
Ólafía Jóhannsdóttir:
RIT I—II. Hlaðbúð 1957.
IT Ólafíu Jóhannsdóttur eru ekki
mikil að vöxtum. Hún samdi
tvær bækur, hvoruga stóra, og eru
bær hér gefnar út í prýðilegasta bún-
ingi. Sjálfsævisagan „Frá myrkri til
ljóss“ er, svo langt sem hún nær,
merkileg heimild um andlega sögu
stórrar sálar, auk þess sem hún geym-
ir margar verðmætar myndir af per-
sónum og úr þjóðlífi liðinnar tíðar.
Og bókin „ Aumastar allra" er einstæð
í íslenzkum bókmenntum. Sviðið er
útlent en veruleikinn alþjóðlegur,
myndirnar dregnar af miklu listfengi
og að segja má með hjartablóði höf-
undar. Þessi bók er meðal þeirra
verka, sem munu standa, þegar veður
tímanna hafa sorfið í salla margan
hnarreistan tind.
Inngangur Bjarna Benediktssonar
að þessari útgáfu er í ýmsu tilliti
mjög mikils verður. Þar er drepið á
ýmis atriði, sem varða sögu og gerð
Ólafíu og geymzt hafa í minni ná-
kunnugs fólks, og um persónu og innri
sögu hennar er fjallað af nærfærnum
skilningi og samúð.
Eftirsjá er að því, að Ólafíu skyldi
ekki endast ævi til þess að rita fram-
hald sögu sinnar, eins og hún hafði
áformað. Nafn þess framhalds var
ráðið. Það átti að heita „T skóla trú-
arinnar", og svo heitir mmningarrit-
ið um hana, sem vinur hennar og
samstarfsmaður hér heima, séra Sig-
urbjörn Á. Gíslason, gaf út árið 1927.
Má gera ráð fyrir því, að Ólafía
hefði skýrt nánar frá ýmsum atrið-
um trúarsögu sinnar, ef henni hefði
auðnazt að segja sögu sína lengra.
Nú tjósr ekki um þetta að sakast, en
hitt má segja, að þessi stórvandaða
útgáfa hefði enn vaxið að gildi, ef
með hefði fylgt úrval blaðagreina
eftir hana og bréfa. Hún var barn
þeirrar aldar, þegar menn lögðu
nokkuð af sál sinni í bréf sín og bæði
einkabréf hennar og pistlar, sem birt-
ust í blöðum, bera henni skýrt vitni,
árvekni hennar, hugðum og hjarta-
hita.
Saga Ólafíu Jóhannsdóttur er saga
stórgáfaðrar konu, sem vex upp í ís-
lenzku menningarumhverfi, eins og
það var traustlegast og frjóast á of-
anverðri síðustu öld. Hún er fóstruð
á grónu höfðingjasetri við sérstakt
ástríki fágætrar úrvalskonu. Síðan er
hún í skjóli móðursystur sinnar, hins
einstaka skörungs, á heimili, sem
flestum fremur var í brennidepli at-
burða og áhugamála samtímans. Hún
dvelst á fyrii-myndarheimili útvegs-
bænda. Hún mótast af djarfhuga trú
á framtíð þjóðarinnar og til þeirrar
afstöðu, að henni sé skylt að þjóna
lífinu, landinu, þjóðinni, mönnunum,
án tillits til annars en þess, að sem
mest gott megi af leiða og án þess að