Félagsbréf - 01.04.1958, Page 56

Félagsbréf - 01.04.1958, Page 56
44 FÉLAGSBRÉP Drottins, sem vér stöndum, þá er merkið okkar eitt, krossinn, foring- inn okkar einn, almáttugur Guð, iirósunin okkar ein, kross Drottins vors Jesú Krists“. Ólafía leit sjálf á sögu sína sem dásamlega handleiðslu á sér „frá myrkri til ljóss“. Og það, sem mestu varðar um þá sögu, liggur ljóst fyr- ir: Hún gengur Kristi allshugar á hönd og verður eitt hinna sterku, ó- gleymanlegu vitna um hann. Sigurbjörn Eina/rsson. * Jón Óskar: Nóttin á herðum okkar LJÓÐ. Kristján Davíðsson gerði teikningar og sá um út- lit bókarinnar. Víkingsprent. Andinn í ljóðum Jóns Óskars er mótaður af því, að hann veit lífið umhverfis sig, þráir að vera þátttak- andi í rás þess, en er það ekki. Stund- um sér hann það álengdar, og það er þunglyndi í brjósti hans, því að hann dreymir það, sem hann ekki megnar að ná, horfir á það, unz það hverfur hjá og kemur aldrei aftur. Og stundum er hann svo fjarlægur umhverfinu, að honum er byrgð sýn, einmaninn innilokaði, sem endast ekki kraftar, jafnvel ekki við glugga- tjöldin. Hver mun koma og draga þau frá því að þau eru jafnþung og lífið; hver mun koma og rétta mér hjálparhönd, því að mér endast ekki kraftar við gluggatjöld sem eru eins þung og lifið. Annars má segja, að látleysi og listræn hófsemi setji svip sinn á þessa bók. J. Ó. hefur snúið baki við rími, hér er ekkert rímað ljóð. Þeim, sem þann- ig yrkja, er sizt minni vandi á hönd- um en hinum. Órímað ljóð gerir enn strangari kröfur til skilyrðislausrar nákvæmni og snjalls orðalags en bundið. Bundið Ijóðaform krefur skáld sitt um samþjöppun efnis undir viðjar rímsins. Hið órímaða gerir sjálft engar slíkar kröfur. Ef hugsun fer sæmilega í tíu orðum, því þá að þjappa henni saman í fimm? Allt slíkt verður skáld rímleysunnar að eiga undir sjálfu sér. Órímuðu ljóði hættir því fremur til flatneskju en hinu rímaða, og gætir þess nokkuð hjá ýmsum, sem rimlaust yrkja. J. Ó. siglir algerlega fram hjá þeim skerjum. Hann er enginn flat- neskjuhöfundur, utan í einu kvæði, Guatemala, þar sem hann nær sér ekki á strik. Þvert á móti eru flest ljóð hans hnitmiðuð. Hann notar víða endurtekningar með tilbrigðum, e. t. V. fyrir áhrif frá tónlist, en slíkt er vandasamt stílbragð, sem honum tekst vel, t. d. í kvæðinu Leitum. 1 einu ljóði, Um mann og konu, virðast þó heildaráhrifin dofna vegna of mikilla endurtekninga, en í því kvæði eru þó þessar fögru línur: ég rétti þér einn vetur af lífi rétti þér feiminn einn vetur fullan af lifi. Ég sé ekki betur en ýmis kvæði í þessari nýju bók Jóns Óskars séu tær skáldskapur og gædd alvöru og þunga. Svo er t. d. um Ljóðið og heiminn, Hugsað um orð, Haust,

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.