Félagsbréf - 01.04.1958, Page 57
PÉLAGSBRÉP
45
Sannleikann, Draum heimsins, Leitir
o. fl. Haust endar þannig:
Leitar skjóllaus maður
að skjóli, myrkur grúfir
yfir hverri vörðu
Titrar þó í brjósti
strengur vona
sprottinna undan fingrum
sumarsins, hrópa raddir
á raddir, tónn á tóna.
Þýtur vindur um upsir.
í einstaka kvæði virðist skáldið dá-
lítið miður sín, og er slíkt varla til-
tökumál. Þannigværi Frelsi mjöggott
kvæði, ef það tapaði ekki festu sinni
í síðustu fjórum línunum. Illa finnst
mér farið með áhrifamikið kvæði,
Borgarljós, að láta það enda á mátt-
lausu já-i. Sömuleiðis er fyrri hluti
ljóðsins Laufin, trén, vindamir, sem
ort er í minningu Magnúsar Ásgeirs-
sonar, sérlega skáldlegur, en síðari
hlutinn sýnu risminni. Og sviplítil
eru upphafsorð ljóðsins Konan —
borin saman við Hávamál, sem þau
minna þó á:
Löndin eru mikil og hugsanir mannanna
litlar
Hávamál:
Lítilla sanda,
lítilla sæva
lítil eru geð guma.
Ég get ekki látið hjá líða að nefna,
að mér finnast tengsli skáldsins
við þjóð sína og íslenzka náttúru eigi
sem skyldi og varla í samræmi við
innlifun hans í suðræna ljóðagerð.
Fátt eitt er hér um náttúrumyndir,
sem eigi gætu átt við önnur lönd
jafnt sem ísland. Leitir og Haust
eru undantekningar. Jafnvel tungl-
skinið hjá J. Ó. fær yfir sig annar-
legan blæ. Fjarlægast finnst mér
skáldið þjóð sinni í ljóðinu Leit að
fegurð, sem í sjálfu sér er einkar
liaglega gert, en yfir því og myndum
þess hvílir ókunnur svipur.
Frágangur bókarinnar er all-sér-
stæður. Geysistórt brot, svartar
myndskreytingar, og hefur hinum
fjöihæfa höfundi þeirra oft tekizt
betur upp. Pappírinn er slæmur, svo
að myndirnar sjást í gegnum hann,
ietur feitt og svart. Er það allt í
nokkru ósamræmi við hófsemi 1 jóð-
anna.
E. H. F.
*
Matthías Jóhannessen:
BORGIN HLÓ. Helgafell 1958.
Matthías Jóhannessen er nýr í ís-
lenzkum skáldahópi, nýliði, sem fagna
ber og gerðar verða kröfur til, því
að hann fer vel af stað. Bók hans
er full af skáldlegum sýnum, þungri
alvöru, en eitthvað skortir stundum
á, að sterkur heildarsvipur náist.
Matthías Jóhannessen og Jón Ósk-
ar eru ólík skáld, en báðir góðir full-
trúar frá yngri skáldakynslóð. Við
samanburð kemur í Ijós, að M.J. er
fjöllyndari, J.Ó. fágaðri listamaður,
enda eldra og reyndara skáld. Báðir
eru alvörumenn gagnvart sjálfum
sér og umhverfi sínu. J.Ó. er draum-
lyndur áhorfandi, M.J. virkur þátt-
takandi. En lífsnautn M.J. er eigi
sterk. Hann yrkir nokkur ljóð um
ástina, en aðeins í einu þeirra, Ást,
virðist mér hún ein ráða heildar-