Félagsbréf - 01.04.1958, Síða 58

Félagsbréf - 01.04.1958, Síða 58
46 fÉLAGSBRÉF svipnum. Ástin verður þar unaður, en engin brennandi nautn. Dýpri drátt í svip fjölmargra ljóð- anna ristir vissan um hverfulleika líðandi stundar og nálægð dauðans. Of sterkt væri e.t.v. að segja, að skáldið gæti einskis notið fyrir þess- ari vissu, en oft er gleðin yfirskyggð af henni, í sælunni leynist broddur dauðans: Áður en þið vissuð af var sólin horfin úr augum ykkar .... (Vindur um nótt). Manstu, þegar æskan sagði skilið við þig og hljóp léttum skrefum inn í borgina, en þú stóðst eftir með tóm augu og gljáandi kollvik .... (Borgin hló). Dagurinn fæðist dimmur og hljóður draumurinn verður aldrei til: náköld þögn yfir Núpufjöllum og nótt sem kemur um hádegisbil. (Dauði). Þessi þungbæra vissa vekur geig, en kallar um leið fram þyngri áhrif en flest annað, stundum jafnvel hina einu fortakslausu fegurð: Hjá þér ég fann i fyrsta sinn að fegurð leynist aðeins þar sem feigðin rikir .... (Hjá Ásmundi). En til er annað skelfilegra vald en dauðinn, djöfullinn sjálfur, sem situr um sálir vorar. í Kirkjusmiðnum á Rein, óhugnanlegu ljóði, kemur hann í líki Finns gamla og heimtar líkið, manni dettur strax í hug kommún- ismi nútímans eða aðrar álíka stefnur. Merkur ritdómari hefur kallað M. J. skáld Reykjavíkur. Um það get ég ekki verið á sama máli. Hann yrkir að vísu allmikið um borg, en sú borg hefur engin sérkenni, á Reykjavík benda einungis nokkur örnefni. Skáld- ið er aðeins borgarbarn og yrkir um sjálft sig í borginni, einhverri borg. M. J. yrkir bæði órímað og bundið. Hann er öi-uggari í bundnu máli, rím- uð Ijóð hans eru heilsteyptari, sum perlur, svo sem við Linditréð hjá Garði, Dauði, Kukkustrengur að ó- gleymdu Hugsað til herra Jóns Ger- rekssonar, sem er líklega bezta kvæði bókarinnar, heilsteypt og áhrifamik- ið, þar sem fallvaltleikinn yfirskygg- ir allt. Af órímuðum ljóðum hans finnast mér bezt Borgin hló og Þið komuð aftur, sem er sterkt ljóð, fullt af skáldlegum myndum og ort af heitri alvöru. Ein lína spillir þó ljóðinu — Það var hræðileg stund. — Hún er of hversdagsleg og máttlítil. í Bónaparti nær skáldið og sterk- um áhrifum. Annars má segja um mörg órím- uðu ljóðanna, að skáldið gæti eigi alltaf þess hófs, sem nauðsynlegt er til áhrifa í kvæði, þau séu eigi nógu gagnorð né markvís. Þannig má nefna t. d. ljóðið Vindur um nótt, sem er með skáldlegum andstæðum, en endirinn verður sviplítill. Matthías Jóhannessen hefur sann- að skáldahæfileika sína ótvírætt með þessari bók. En sú er trú mín, að hann eigi enn eftir að herða tökin, víkka sviðið, dýpka rýnina, því að hann er ferskur og hefur mai'gt að segja. E.H.F.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.