Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Side 6
föstudagur 12. október 20076 Fréttir DV Sandkorn n Ógöngur Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar sem náðu hámarki í gær voru aðeins toppurinn á ísjakanum á litríkum ferli hans í borgarstjórastóli. Eitt af fyrstu verkum Vil- hjálms sem borgarstjóri var að úthýsa fyrirtækinu Háspennu úr Mjóddinni en það rekur spilakassa. Borgin keypti húsnæðið fyrir 92 milljónir króna en Háspennu var úthlutað lóð við Starhaga í staðinn. Vilhjálm- ur sagði að lóðin væri 30 milljóna króna virði en Háspenna græddi 20 milljónir þegar fyrirtækið seldi lóðina fyrir 50 milljónir króna. n Söngstjarnan Ruth Reginalds er í klandri ef marka má Séð og Heyrt sem lýsir nágrannaerjum hennar í blokk á Kleppsvegin- um. Tveir nágrannar stjörnunn- ar segja ekki stundlegan frið í stiga- ganginum þar sem Ruth sé daglangt með óhljóð- um og hendandi til húsgögnum þegar hún deilir við barnsföður sinn Joseph Leo Moore. Stjarnan er síður en svo ánægð með um- fjöllunina og mun hafa hug á að kanna réttarstöðu sína. n Fótspor skókonungsins Óskars Axels liggja víða en hann hefur stýrt stórveldi í framleiðslu á tískuskóm sem sleg- ið hafa víða í gegn þótt reksturinn hafi garið á hliðina. Séð og Heyrt segir frá því að Óskar hafi nú haslað sér völl á nýjum vettvangi en hann er orðinn verslunarstjóri hjá Domino‘s þar sem hann afgreiðir pitsur af sömu elju og hann áður seldi skó. GLÆSIBÆ S: 553 7060 MJÓDDINNI S: 557 1291 www.xena.is Stærðir yfir kálfa: S-M-L-XL-XXL N ý s e n d in g a f sk ó m & t ö sk u m Mjóddinni & Glæsibæ Sérverslun með Guðfinnur Halldórsson bílasali hefur áratuga reynslu af bílasölu. Hann segir ekki sjálf- gefið að góðir andar séu í bílum en minnist þess að hafa eitt sinn selt líkbíl sem greinilegt var að góðir andar voru í. Sala mikið notaðra bíla hefur tekið kipp eftir að útlendingar komu hingað til vinnu í meiri mæli svo Guðfinnur hefur alveg gefið upp á bátinn áform um að flytja notaðar druslur til Afríku líkt og hann gerði fyrir nokrum árum. Þú ert aldrei einn í líkbílnum Guðfinnur Halldórsson bílasali og eigandi Bílasölu Guðfinns segir til- komu erlends verkafólks hafa breytt miklu fyrir markað notaðra bíla hér á landi. Fyrir fáum árum tók Guð- finnur á það ráð að senda um tíu notaða og verðlitla bíla með flutn- ingaskipi til Vestur-Afríku og seldi þá þar. En með tilkomu erlenda verkafólksins er vandamálið við að selja gamla bíla algjörlega úr sög- unni. „Íslendingar eru ekkert að pæla í þessum gömlu bílum, svo við fórum eina ferð, en þetta var erfitt og flutningskostnaðurinn var mik- ill, þannig að þetta borgaði sig ekki alveg,“ segir hann og bætir við: „Bíl- ar sem hafa verið á Íslandi hafa það fram yfir marga bíla að þeir eru lítið keyrðir og lítið slitnir. Tíu ára gamlir bílar hér á landi eru oft ekki keyrðir nema um 70 þúsund kílómetra. Það er rétt búið að keyra þá til.“ Strákar á Range Rover Guðfinnur segir mikla breyt- ingu hafa orðið á bílavali Íslend- inga á síðustu árum. „Ég sé að það eru margir af þessum ofboðslega dýru og flottu bílum á háum lán- um að seljast. Þá er ég að tala um bíla á fimm til átta milljónir króna og það sem ég undrast mest er að þetta eru mikið ungir strákar sem búa heima hjá mömmu sem eru að kaupa svona bíla. Íslendingar eiga fleiri Range Rover-jeppa miðað við höfðatölu en Sádi-Arabar.“ Þegar mjög há bílalán eru tekin geta þau valdið kaupendum vandræðum því afskriftir nýrra bíla eru oft mjög miklar. Guðfinnur segir það hins vegar mjög sjaldgæft að fólk lendi í því að missa bíla vegna ógreiddra skulda. „Margir þessir strákar eru mjög duglegir og eru í góðri vinnu þannig að þeir greiða alltaf á réttum tíma. Þetta eru einfaldlega hörku- gæjar.“ Og Guðfinnur heldur áfram að ræða um erlenda vinnuaflið. „Við finnum það að Pólverjar og Portú- galar eru að verða nokkuð fyrir- ferðarmiklir á markaðnum, en þeir eru upp til hópa mjög skynsamir og kaupa frekar bíla sem þeir hafa efni á. Þeir staðgreiða frekar bíl- ana heldur en að taka há lán.“ Til að mæta þessari eftirspurn hefur hann nú ráðið til sín pólska stúlku sem aðstoðar við sölu þegar samlandar hennar eru annars vegar. Guðfinn- ur segist viss um að þessi viðbót hafi hjálpað mikið. „Ég held að þeir komi jafnvel frekar til mín af því að hjá mér er pólskur starfsmaður.“ Ert þú ennþá á lífi? Eftir áratuga starf í bílasölu hefur Guðfinnur upplifað margt misjafnt. Hann minnist þess með hlátur í huga þegar hann svaraði eitt sinn í síma á bílasölunni með þessum orðum: „Bílasala Guðfinns, góð- an dag!“ Í símanum var kona sem hljómaði eins og hún væri nokkuð hissa á að vera að tala við Guðfinn sjálfan. „Nú, er Guðfinnur ennþá lifandi?“ spurði hún þá í símann. Hann segir hana hafa fljótt áttað sig á því að hún væri jafnvel að tala af sér. Hún hafi því reynt hvað hún gat til að bjarga sér fyrir horn. „Jæja, vinur, ert þú kannski sonur hans?“ rifjar hann upp að konan hafi sagt og hlær. Önnur saga sem Guðfinnur hef- ur gaman af að segja er um mann sem hafði mikinn áhuga á að kaupa forláta svartan skutbíl sem Guð- finnur hafði til sölu. Það sem mað- urinn vissi ekki strax var að bíllinn var líkbíll frá Kirkjugörðum Reykja- víkur. Guðfinnur seldi honum bíl- inn og þakkaði honum viðskipt- in með þessum orðum: „Þú verður aldrei einn í þessum bíl.“ Hann tek- ur þó fram að mjög góðir andar hafa verið í líkbílnum góða. „Þessi bíll reyndist alltaf mjög vel og það var greinilega gott í honum. En það er ekki sjálfgefið því stundum eru ein- hverjir slæmir andar í bílum,“ seg- ir hann hálfhikandi og snarþagnar. „Æ, þetta er eiginlega of viðkvæmt mál til að ræða í blöðum. En það sem mestu máli skiptir er að lífið er yndislegt og það eru forréttindi að hafa fæðst í þessu landi.“ ValGEiR ÖRn RaGnaRSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is „Margir þessir strákar eru mjög duglegir og eru í góðri vinnu þannig að þeir greiða alltaf á réttum tíma. Þetta eru einfaldlega hörkugæj- ar.“ Guðfinnur Halldórsson „Með tilkomu erlenda verkafólksins er vandamálið að selja gamla bíla algjörlega úr sögunni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.