Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Síða 10
föstudagur 12. október 200710 Fréttir DV
„Þetta er stór dagur í Reykjavík,“
sagði Svandís Svavarsdóttir, nýskip-
aður formaður sameinaðs borgar-
stjórnarflokks F-lista, Framsókn-
arflokks, Samfylkingar og Vinstri
grænna. Svandís verður jafnframt
staðgengill borgarstjóra.
Björn Ingi Hrafnsson, oddviti
Framsóknarmanna í borgarstjórn,
sleit meirihlutasamstarfi borgar-
stjórnar í gær. Hann tilkynnti Vil-
hjálmi Þ. Vilhjálmssyni niðurstöð-
una á hádegisfundi um leið og
hann sagði samkomulag hafa náðst
um myndun meirihluta Framókn-
ar og allra minnihlutaflokkanna,
F-lista, Samfylkingar og Vinstri
grænna. Samkomulagið var hand-
salað klukkan 2 í gær og Dagur B.
Eggertsson, oddviti Samfylkingar-
innar, verður nýr borgarstjóri. Nýja
meirihlutann mynda sömu flokk-
ar og mynduðu Reykjavíkurlistann
að viðbættum fulltrúa F-lista, hefur
heitið REI-listinn þegar heyrst um
nýja stjórnarsamstarfið.
Mikil reiði greip um sig í sam-
félaginu vegna fyrirhugaðrar sam-
einingar dótturfyrirtækis Orkuveitu
Reykjavíkur, Reykjavík Energy In-
vest, REI, við Geysi Green Energy.
Óánægju var að greina meðal al-
mennings og flestra borgarfullrúa.
Efast var um lögmæti sameining-
arinnar, lögmæti eigendafundar-
ins sem samþykkti sameininguna,
kaupréttarsamninga lykilstarfs-
manna og vinnubrögð borgar-
starfsmanna og kjörinna fulltrúa í
aðdraganda sameiningarinnar.
Þetta er í fyrsta sinn sem borg-
arstjórnarmeirihluti fellur í Reykja-
vík og því um sögulegan atburð að
ræða.
Átakamikil saga
Saga Reykjavik Energy Invest
er stutt en afar átakamikil. Mikl-
ar deilur spruttu upp innan borg-
arstjórnar vegna ákvörðunar um
sameininguna og reiðin kraumaði
ekki síst innan raða borgarstjórn-
arflokks Sjálfstæðismanna. Borg-
arfulltrúarnir voru sárir út í Vil-
hjálm borgarstjóra og fengu hann
til þess að bakka með allar áætl-
anir sínar. Svar Sjálfstæðismanna
í borgarstjórn var að selja hlut
Orkuveitunnar í REI.
Fulltrúar minnihlutans svöruðu
að bragði og kölluðu þetta katt-
arþvott, sögðu innanflokksdeil-
ur fórna hagsmunum borgarbúa
og kröfðust afsagnar borgarstjóra.
Vilhjálmur var í öllu moldviðrinu
sakaður um lygar og ósamræmi
í frásögnum. Sigrún Elsa Smára-
dóttir, borgarfulltrúi Samfylking-
arinnar, og Svandís Svavarsdótt-
ir, borgarfulltrúi Vinstri grænna,
leiddu andstöðuna við vinnubrögð
meirihlutans.
Björn Ingi, forseti borgarráðs,
var ekki hrifinn heldur. Hann var
ósammála niðurstöðu borgar-
stjórnarflokks Sjálfstæðismanna
og ákvað á endanum að best væri
að slíta meirihlutasamstarfinu
vegna ágreiningsins. Um tíma
voru bæði Björn Ingi og Vilhjálm-
ur í nauðvörn vegna málsins en nú
stendur hinn fyrrnefndi eftir með
pálmann í höndunum.
Takast í hendur
Nýju samstarfsflokkarn-
ir í meirihlutanum héldu blaða-
mannafund í gær þar sem nið-
urstaðan var kynnt. Dagur
borgarstjóri segir aðdragand-
ann að samstarfinu stuttan og að
flokkarnir ætli að taki sér tíma í að
setja saman málefnaáherslur sín-
ar. Hann segir áherslu meirihlut-
ans vera á fagleg, fumlaus og lýð-
ræðisleg vinnubrögð. Aðspurður
um þátt Björns Inga í deilumálum
undanfarið sagði Dagur hann vera
búinn að gera hreint fyrir sínum
dyrum. „Björn Ingi hefur gert grein
fyrir sínum þætti og var eini mað-
urinn innan borgarstjórnar sem
boðist hefur afsökunar á ákveðn-
um hlutum. Hann hefur lýst því
yfir að hann sé tilbúinn í að vinna
að almannahagsmunum með okk-
ur, segir Dagur.
Svandís tekur í sama streng og
segist þess fullviss að Björn Ingi
eigi heima í nýja meirihlutasam-
starfinu. Hún vonast til þess að
margt jákvætt eigi eftir að koma
út úr samstarfinu til hagbótar fyrir
borgarbúa. „Við þolum að takast á
en við þolum líka að takast í hend-
ur,“ sagði Svandís.
Baðst afsökunar
Björn Ingi segir talsvert hafa
gengið á síðustu daga sem hafi leitt
til þess að hann hafi ekki lengur
séð grundvöll fyrir áframhaldandi
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Hann segir eitthvað mikið að á
þeim bænum. „Undanfarið hefur
komið í ljós áherslumunur milli
þeirra flokka sem mynduðu meiri-
hlutasamstarfið. Margt af því sem
kom fram tók ég mjög nærri mér
en eftir að allt hafði komið í ljós
fór ég vel fyrir málið. Ég tel óein-
inguna innan borgastjórnaflokks
Sjálfstæðisflokksins slíka að erfitt
yrði að starfa með honum áfram,
segir Björn Ingi.
„Samstarf mitt við Vilhjálm var
gott og sömuleiðis við flesta borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Ólgan innan þeirra raða á sér lík-
lega djúpar rætur sem þeir þurfa
að kryfja til mergjar. Ég hef lýst ná-
kvæmlega aðdraganda málsins og
sjálfur tel ég að fleiri hefðu mátt
taka sér það til fyrirmyndar að
segja staðreyndir málsins. Tiltekn-
ir þættir hafa sætt mikilli gagn-
rýnni og ég hef beðist afsökunar á
þátttöku minni þar á. Mér er sagt
að það gerist ekki oft í íslenskum
stjórnmálum og er ánægður að
brjóta þar blað.“
Ekki sannfærandi
Gunnar Helgi Kristinsson, próf-
essor í stjórnmálafræði við Há-
skóla Íslands, segir Björn Inga hafa
verið í lykilstöðu síðustu daga eftir
að ljóst var að borgarstjóri nyti ekki
trausts sinna eigin borgarfulltrúa.
„Á endanum var það í höndum
Björns Inga hvert framhaldið yrði
og á hvað hann væri til í að sættast.
Málið var í höndum Björns Inga og
spurning hvort hann væri tilbúinn
í að éta ofan í sig eða ekki,“ segir
Gunnar Helgi.
Stefanía Óskarsdóttir stjórn-
málafræðingur segir ljóst að
borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð-
isflokks stóð frammi fyrir veruleg-
um vanda. Hún segir málið ekki
hafa verið eins mikið smámál og
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins reyndu að halda fram. „Það
var ljóst að Björn Ingi ætlaði ekki
sömu leið og þeir. Enda hefði hann
þá þurft að lúffa gjörsamlega og
slíkt er væntanlega óásættanlegt í
hans huga þó að borgarstjóri hafi
þurft að gera slíkt hið sama. Það
segir meira um stöðu borgarstjóra
innan síns hóps. Fullyrðingar Sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn að allt
hafi verið í góðu lagi virkuðu alls
ekki sannfærandi,“ segir Stefanía.
Valdarán Margrétar
Frjálslyndir eru æfir út í Mar-
gréti Sverrisdóttur, en hún stofnaði
síðasta vetur Íslandshreyfinguna
ásamt Ómari Ragnarssyni og situr
því ekki lengur í borgarstjórn fyrir
Frjálslynda flokkinn. „Margrét hef-
ur stolið sæti sínu í borgarstjórn og
sækir vald sitt ekki til neins, hvorki
til kjósenda né yfirstjórnar flokks-
ins. Aðgerðir Margrétar eru ekkert
annað en valdarán um hábjartan
dag,“ segir Eiríkur Stefánsson mið-
stjórnarmaður í Frjálslynda flokkn-
um. „Margrét Sverrissdóttir var ein
þeirra sem gagnrýndi Gunnar Örn
Örlygsson hvað harkalegast þegar
hann yfirgaf Frjálslynda flokkinn
og talaði um siðleysi. Nú gerir hún
sjálf það nákvæmlega sama og
staða hennar er þess vegna ótrú-
lega veik. Þetta meirihlutasamstarf
er ekki í okkar nafni,“ segir hann.
Aspurður telur Gunnar Helgi
það hafa verið klókt útspil hjá
Birni Inga að ná meirihlutasam-
starfi með fyrrum minnihluta-
flokkum. Jafnframt telur hann það
klókt að hann hafi ekki tekið að sér
borgarstjóraembættið. „Komandi
úr litlum flokki myndi það virka
ankanalega á kjósendur og því má
ekki gleyma að reiði manna beind-
ist að hluta til líka að honum sem
þátttakanda í ferlinu. Ég held að
það hefði ekki gert sig að lyfta Birni
Inga upp í borgarstjórastólinn. Á
hinn bóginn er það klókt hjá Sam-
fylkingu að setjast ekki í meirihluta
með Sjálfstæðisflokki því flokkur-
inn hefur spilað sig sem mótvægi
við flokkinn,“ segir Gunnar Helgi.
dagur
VErÐur
BOrgarSTJÓrI
Nýr meirihluti tók við
völdum í Reykjavík eftir að
meirihlutasamstarfi Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæð-
isflokks var slitið. Síðustu
daga voru tennurnar
dregnar úr borgarstjóra og
hatrammar deilur innan
Sjálfstæðisflokksins urðu
til þess að flokkurinn situr
nú einn eftir í minnihluta
borgarstjórnar. Dagur B.
Eggertsson, oddiviti Sam-
fylkingarinnar, verður
borgarstjóri í samstarfi
Framsóknar og fyrrum
minnihlutaflokkanna í
borgarstjórn.
„Á endanum var það
í höndum Björns Inga
hvert framhaldið yrði
og á hvað hann væri
til í að sættast. Málið
var í höndum Björns
Inga og spurning
hvort hann væri tilbú-
inn í að éta ofan í sig
eða ekki.“
Oddvitarnir mæta oddvitar listanna
sem mynda nýja meirihlutann gengu að
Iðnó í gær til að kynna nýja samstarfið.
Margrét sverrisdóttir, sem skipar sæti
frjálslyndra og óháðra, svandís
svavarsdóttir vinstri-grænum, dagur b.
eggertsson samfylkingu og björn Ingi
Hrafnsson framsóknarflokki.
Sjálfstæðismenn þöglir borgarfull-
trúar sjálfstæðisflokksins vildu ekkert
tjá sig þegar þeir gengu út úr Höfða.
Þá var ljóst að þátttöku þeirra í
meirihlutasamstarfi í reykjavík væri
lokið. dV-myndir sigtryggur ari Jóhannsson