Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Page 15
DV Fréttir Föstudagur 12. október 2007 15 Íranar vilja innrás með stoppi í fjallaþorpinu Aby- aneh og héldu áfram för sinni um landið. Þeir enduðu í borg- inni Ahvaz en þeir voru ekki lengi að flýja þaðan. „Það voru opn- ar olíuborholur inni í miðri borg og mikill sóðaskapur. Við gistum í litlum fallegum bæ fyrir utan borgina í staðinn.“ Verslanir í Íran eru opnar frá morgni og langt fram eftir kvöldi því fólk sér þann kost vænstan í von um að geta selt fyrir salti í grautinn. Arnar segir að skipt- ingar á verslanagötum í Íran séu mjög sérstakar. „Við fórum til dæmis niður eina götu en þar var bara hægt að kaupa tjöld. Þar var fjöldinn allur af verslunum sem seldu kúlutjöld og fjölskyldutjöld. Í annarri götu var síðan bara hægt að kaupa þvottavélar. Þetta þótti okkur mjög sérstakt en um leið mjög sniðugt.“ Kynskiptaaðgerðir vinsælar Arnar segir að margt hafi kom- ið honum spánskt fyrir sjónir í ferðinni. Það sem kom honum hins vegar einna mest á óvart var hversu mikið var um einstaklinga sem gengið höfðu í gegnum kyn- skiptaaðgerðir, eða kynleiðrétt- ingaraðgerðir, eins og Íranir kalla það. „Hommar eru í raun ekki til í Íran heldur er þetta álitið veiki eða fæðingargalli sem hægt er að leiðrétta með slíkum aðgerðum. Þannig er hægt að réttlæta það að fordæma samkynhneigða en um leið gefa grænt ljós á kynskipta- aðgerðir.“ Arnar segir að hvers kyns lýta- aðgerðir séu einnig mjög vinsæl- ar. Þannig hafi það varla brugðist að sjá mann eða konu úti á götu með plástur á nefinu eftir nefað- gerð. Strákar leiða stráka Arnar segir að það hafi einn- ig komið honum mjög á óvart að sjá tvo vini leiðast úti á götu. „Þetta er mjög algeng sjón í Íran að strákar leiða stráka og stelpur leiða stelpur. Það er frábært að sjá hvað vináttan er sterk. Íbúar Írans eru að langstærst- um hluta múslímar en samkvæmt opinberum tölum eru 98 pró- sent þegna landsins múslímar. Þar af eru síta-múslímar í mikl- um meirihluta eða 89 prósent á móti 9 prósentum súnní-mús- líma. Arnar segir að hann hafi hitt enskukennara sem kennir í litilli 70 þúsund manna borg við landamæri Íraks. „Hann sagði mér að flestir af sínum vinum væru ekki múslímar. Konan hans er til dæmis mjög ósátt við að þurfa að bera slæðu alla daga því hitinn á þessum stað fer stundum upp í 50 gráður. Þau eiga ellefu ára gamla dóttur sem þau senda stundum út í búð til að kaupa vatn. Þá þarf að klæða hana upp í kuflinn því annars verður þeim refsað. Það er talað um að marg- ir séu í raun ekki múslímar nema að nafninu til vegna þeirrar miklu kúgunar sem ríkir hjá stjórnvöld- um.“ Arnar segir reynslu sína af fólkinu þó vera mjög góða. „Þrátt fyrir vandamál sem herja á þjóðina, ber fólk sig vel og tekur manni fagnandi hvar sem maður er í Íran. „Hello mister“ er kall- að á eftir manni í vinalegum tón og „How are you?“ fylgir oftar en ekki.“ Verðlag lágt Arnar segir að á ferð sinni um Íran hafi hann í heildina eytt um 40 þúsund krónum. Verðlag í Íran er mjög lágt en Arnar segir að þeir hafi borgað um 600 krónur að meðaltali fyrir nóttina á hótelum. Mest hafi þeir borgað um þrjú þúsund krónur en þá lifðu þeir eins og kóngar. „Hótelin voru að vísu misjöfn. Ég man í eitt skipti þegar við gistum á hóteli þar sem rúmið var soðið saman úr nokkrum járnbitum. Það sem átti að vera dýna var í raun örþunn- ur svampur. Hótelstjórinn sýndi okkur rúmið og var bara nokkuð stoltur af herberginu. Við gerðum samt ekki miklar kröfur. Ætli við höfum ekki fengið það sem við borguðum fyrir í þetta skiptið.“ „Það voru opnar olíu- borholur inni í miðri borg og mikill sóða- skapur.” TEHRAN ESFAHAN AHVAZ SHIRAZ ABARQU YAZD MAYBOD KASHAN KHARANAQ SUSH ABYANEH Busla í Esfahan Móðir talar kjark í yngri son sinn meðan sá eldri er blautur upp að hnjám. Á röltinu stelpur og konur taka fatareglum misalvarlega. sumar kjósa að hylja andlitið en aðrar bera létta slæðu yfir hárinu. Mikil umferð Fyrir óvanan er umferðin stórhættuleg. Þó einkennir þolinmæði og tillitssemi umferðina að mestu. Fótboltaþjóð gríðaleg stemming var á fótboltaleik Írana og Japana og voru stúkurnar fullar tveimur tímum fyrir leik. Myndirnar tók arnar á ferð sinni um Íran

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.