Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Side 17
DV Helgarblað föstudagur 12. október 2007 17 Fyrirsætur Það þykir löstur á tískuheiminum að hafa gert þær kröfur til fyrirsætna að þær væru ofur- mjóar. Fyrirsætur lögðu heilsu sína að veði til að passa í réttu stærðirnar og umheimurinn mótmælti. Anórexíuútlit hefur þótt flott allt frá því að ofurfyrirsætan Twiggy birtist á tísku- ljósmyndum fyrir þrjátíu árum. Við fengum Sverri Björnsson, hönnunarstjóra í Hvíta hús- inu, sem hefur unnið við auglýsingagerð í áraraðir, til að skoða með okkur tískuljósmyndir frá síðustu þremur áratugum og segja okkur hvort eitthvað hafi breyst og þá hvað. fyrr og nú 1967: KynBomBu- úTliTið VíKur „Þetta er greinilega frænka twiggyar, sem var fyrsta mjónumódel heimsins. Á þessum tíma var þrýstið kynbombulúkk rokktímans að víkja fyrir því sem líkist meira því sem er í dag. retróið, þar sem tískan gengur aftur, á nokkurra áratuga fresti, er alltaf í gangi og kjóllinn gengi á hvaða bar sem er í dag.“ AnórexíuTrendið „Þetta módel er dæmi um anorexíutrendið sem hefur ríkt í bransanum undanfarin ár en sem betur fer eru merki þess nú að menn hafi fengið nóg af þessari misnotkun á módelum. kröfur um lágmarksþyngd og aldur módela koma nú upp í hverju landinu á fætur öðru – gott mál.“ ímyndunArAFl HönnuðA „New wave-tíska. tískan hefur aldrei verið fjölbreyttari og margar skemmtilegar tilraunir í gangi hjá hönnuðum. Þetta kemur fram á tískusýningum sem eru oft hönnuð sjó í stað hefðbundinna tískusýninga.“ FrægT FólK BeSTA AuglýSingin „frægt fólk er ein aðalauglýsing/módel fyrir hönnuði eins og sést á öllum útsendingum frá rauða dreglinum þar sem fyrsta spurningin er: Who are you wearing? díana hefði eflaust átt glæsilegan feril sem módel ef hún hefði viljað það.“ – Mynd frá 1994. Vindur, Vindur „Pricilla Presley er gott dæmi um hvernig módel mörg hver halda áfram sem leikkonur. Vindvélin er á fullu á þessari mynd frá 1980 eins og tíðkaðist á þeim tíma og diskólegur fílingur í myndinni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.