Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Side 31
DV Sport Föstudagur 12. október 2007 31 Ísland mætir Lettum á laugardag. Eyjólfur Sverrisson segir andrúmsloftið gott á meðal leikmanna og að þeir þekki hlutverk sín vel: Íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar tvo leiki í undankeppni Evr- ópumótsins við Letta og Liecht- ensteina á næstu dögum. Leikur- inn við Letta fer fram á laugardag á Laugardalsvelli en hann verður síðasti heimaleikur liðsins í undan- keppninni. Íslenska liðið er vel und- irbúið að mati Eyjólfs Sverrisson- ar landsliðsþjálfara og Eiður Smári Guðjohnsen telur tíma til kominn að liðið standi undir væntingum sem til þess eru gerðar. Okkar að finna glufur á vörn Letta Gera má ráð fyrir því að íslenska landsliðið sæki til sigurs en Eyjólf- ur Sverrisson landsliðsþjálfari tel- ur mikilvægt að vara sig á Lettum. „Það er létt yfir mannskapnum og við höfum reynt að vinna að und- anförnu í því að láta hvern mann þekkja sitt hlutverk í liðinu. Okk- ar markmið er að ná árangri með sterkri liðsheild og það er lykilinn að árangri að okkar mati. Við erum ekki búnir að ákveða leikskipulagið en við vitum að Lettar munu spila aftarlega og sækja hratt. Þannig spiluðu þeir á móti Írum þegar þeir unnu þá 1-0 í síðasta heimaleik. Það er því okkar hlutverk að finna glufur á vörninni en engu að síður verðum við að passa okkur á skyndisóknun- um. Ég á von á því að þetta verði jafn leikur og þeir eru með svipað lið og spilaði í Evrópukeppninni síðast. Við þurfum því góðan leik og gott hugarfar hér í síðasta heimaleikinn. Við hugsum ekkert um fyrri leikinn gegn þeim og við munum einbeita okkur að þeim sigurvilja sem hef- ur einkennt íslenska liðið í undan- förnum leikjum og reyna að byggja Viðar GuðjónssOn blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Tilbúnir í slaginn gott andrúmsloft er meðal strákanna, að sögn eyjólfs sverrissonar landsliðsþjálfara. Til taks á ný eiður smári guðjohnsen segir íslenska liðið stefna á sigur gegn Lettum. Hér er hann að kenna arnari Þór Viðarssyni að sparka út í loftið en arnar var fljótur að ná því enda atvinnumaður fram í fingurgóma. á því.“ Indriði Sigurðsson var kallaður inn í hópinn en Hermann Hreiðars- son er í leikbanni í leiknum á móti Lettum. Eyjólfur segir þá ráðstöfun hins vegar ekki endilega vera hrein skipti maður fyrir mann. „Indriði er búinn að standa sig gríðarlega vel með Lyn í Noregi og hann hefur unnið sér inn sæti með góðri spila- mennsku. Hermann verður í kring- um hópinn og spilar síðan gegn Li- echtenstein. Hann er náttúrlega einn af fyrirliðum þessa liðs og drifkraftur mikill enda mikilvægur fyrir okkur í þessari baráttu,“ segir Eyjólfur Sverr- isson landsliðsþjálfari. Mikilvægt að halda áfram á sömu braut „Standið á mér er ágætt og hnéð er bara nokkuð gott þótt það angri mig smávegis. Ég bíð bara eftir því að fá tækifæri hjá Barcelona og er ró- legur yfir því. Það kemur bara þegar það kemur en á meðan ég er hér ein- beiti ég mér bara að þessum leikjum sem eru fram undan. Þessir leikir við Letta og Liechtenstein leggjast bara vel í mig en þeir eru ólíkir mörgum öðrum að því leyti að nú búast allir við okkar sigri. Það hefur hins veg- ar stundum orðið okkur að falli en það er alveg kominn tími til þess að við stöndum undir væntingum. Það er mikilvægt að halda áfram á sömu braut en síðast náðum við fjórum stigum úr tveimur leikjum og það var nálægt því að vera eins gott og hægt var. Við ætlum að byggja á þeirri stemningu sem myndaðist þar og halda okkur á þessari braut áfram,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, fyr- irliði íslenska landsliðsins. Líklegt þykir að hann byrji inn á í þessum leikjum sem eru fram undan en Eið- ur lék lítið í síðustu landsleikjatörn þar sem hann var við það að koma til baka úr hnémeiðslum sem hafa ver- ið að angra kappann. laugardag? lettar lagðir á Í daG 18:00 BOLTOn - CheLsea 19:40 newCasTLe - eVerTOn 21:20 PreMier LeaGue wOrLd Heimur úrvalsdeildarinnar 21:50 PL CLassiC MaTChes bestu leikir úrvalsdeildarinnar Hápunktarnir úr bestu og eftirminnilegustu leikjum úrvalsdeildarinnar. 22:20 PL CLassiC MaTChes bestu leikir úrvalsdeildarinnar 22:50 GOaLs Of The seasOn öll glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar Úrvalsdeildarinnar frá upphafi til dagsins í dag. 23:50 BOLTOn - CheLsea LauGardaGur 13:55 MasTers fOOTBaLL Coventry Masters gömlu brýnin leika listir sínar, stjörnur á borð við Matt Le tissier, glen Hoddle, Ian Wright, Paul gascoigne, Lee sharpe, Jan Mölby og Peter beardsley. 16:10 PreMier LeaGue wOrLd Heimur úrvalsdeildarinnar 16:40 PL CLassiC MaTChes bestu leikir úrvalsdeildarinnar 17:10 PL CLassiC MaTChes bestu leikir úrvalsdeildarinnar 17:40 GOaLs Of The seasOn öll glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar Úrvalsdeildarinnar frá upphafi til dagsins í dag. 18:40 Man. uTd - wiGan 20:20 arsenaL - sunderLand 22:00 MasTers fOOTBaLL Coventry Masters gömlu brýnin leika listir sínar, stjörnur á borð við Matt Le tissier, glen Hoddle, Ian Wright, Paul gascoigne, Lee sharpe, Jan Mölby og Peter beardsley. sunnudaGur 13:50 MasTers fOOTBaLL Midland Masters gömlu brýnin leika listir sínar, stjörnur á borð við Matt Le tissier, glen Hoddle, Ian Wright, Paul gascoigne, Lee sharpe, Jan Mölby og Peter beardsley. 16:10 PreMier LeaGue wOrLd Heimur úrvalsdeildarinnar 16:40 PL CLassiC MaTChes bestu leikir úrvalsdeildarinnar 17:10 PL CLassiC MaTChes bestu leikir úrvalsdeildarinnar 17:40 GOaLs Of The seasOn öll glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar Úrvalsdeildarinnar frá upphafi til dagsins í dag. 18:40 LiVerPOOL - TOTTenhaM 20:20 BOLTOn - CheLsea 22:00 MasTers fOOTBaLL Midland Masters gömlu brýnin leika listir sínar, stjörnur á borð við Matt Le tissier, glen Hoddle, Ian Wright, Paul gascoigne, Lee sharpe, Jan Mölby og Peter beardsley. ÍÞrÓttaMOlar Tennis TiL sTyrkTar kraBBaMeinsféLGs ÍsLands Á laugardaginn fer fram kvennamót í tennis til styrktar krabbameinsfélagi Íslands. Mótið hefst klukkan 16:30 en skráning hefst klukkan 15:30. um er að ræða tvíliðaleiks skemmtimót. Verðlaun verða veitt fyrir flestar lotur unnar og ýmis önnur skemmtileg verðlaun verða í boði. Þátttökugjald er fimm þúsund krónum og allur ágóðinn rennur til krabbameinsfélags Íslands. Innifalið í verðinu er matur, bolur, leðurveski og fleira. öll vinna í kringum mótið er sjálfboðavinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.