Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Page 41
Starfsferill Kjartan fæddist í Reykjavík 5.12. 1967 og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1988 og stundaði nám í sagnfræði við HÍ 1990-93. Kjartan var blaðamaður við Morg- unblaðið 1991-99, hefur verið borg- arfulltrúi frá 1999 en auk þess stund- að blaðamennsku og ráðgjafarstörf. Hann var stjórnarformaður Intel- Scan örbylgjutækni 2000-2004. Kjartan sat í stjórn Heimdall- ar 1989-93, var formaður félagsins 1991-93, sat í stjórn Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík 1991- 93, var varaborgarfulltrúi í Reykja- vík 1994-99, sat í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur 1994-2000, í húsnæð- isnefnd Reykjavíkur 1995-98, í heil- brigðisnefnd Reykjavíkur 1996-98, í jafnréttisnefnd Reykjavíkur 1994- 2002, í stjórn Vinnuskóla Reykjavík- ur 1998-2002, í samstarfsnefnd um löggæslumálefni í Reykjavík 1998- 2002, í ÍTR 1998-2005, í þjóðhátíðar- nefnd Reykjavíkur 2000-2006, í sam- göngunefnd Reykjavíkur 2000-2005, í stjórn Alþjóðahússins ehf. 2001- 2003, í hverfisráði Vesturbæjar 2002- 2006, í umhverfisráði 2005-2006, í framkvæmdaráði Reykjavíkurborg- ar 2005-2006, og í skipulagsnefnd 2005-2006. Kjartan situr nú í borgarráði, er formaður menningar- og ferðamála- ráðs, er varaformaður stjórnar Faxa- flóahafna sf., er formaður nefndar um gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Reykjavík 2002-2007 og er vara- maður í stjórn Orkuveitu Reykjavík- ur. Þá er hann formaður Umferðar- ráðs. Fjölskylda Kona Kjartans er Guðbjörg Sigur- geirsdóttir, f. 19.5. 1968, hjúkrunar- fræðingur. Hún er dóttir Sigurgeirs Mons Olsen bifreiðarstjóra og Fjólu Oddnýjar Sigurðardóttur húsmóður. Börn Kjartans og Guðbjargar eru Snæfríður, f. 13.7. 1999; Magnús Geir, f. 30.12. 2001. Bróðir Kjartans er Andrés Magn- ússon, f. 28.4. 1965, blaðamaður við Viðskiptablaðið, en kona hans er Auðna Hödd Jónatansdóttir. Hálfsystir Kjartans er Guðrún Magnúsdóttir, f. 11.2. 1956, húsmóð- ir í Reykjavík, gift Jóhanni Hilmars- syni. Foreldrar Kjartans: Magnús Þórð- arson, f. 6.9. 1932, d. 12.10. 1992, framkvæmdastjóri Upplýsingaskrif- stofu Atlantshafsbandalagsins á Ís- landi, og Áslaug Ragnars, f. 23.4. 1943, rithöfundur. Ætt Magnús var sonur dr. Þórðar, hæstaréttardómara, bróður Andr- ésar, alþm. í Síðumúla í Hvítársíðu. Þórður var sonur Eyjólfs, b. á Kirkju- bóli í Hvítársíðu, bróður Katrínar, ömmu Guðmundar Í. Guðmunds- sonar ráðherra. Eyjólfur var einnig bróðir Magnúsar, prófasts og alþm. á Gilsbakka, föður Péturs ráðherra, föður Ásgeirs, fyrrverandi alþm. og bæjarfógeta. Þá var Eyjólfur bróð- ir Páls, langafa Andrésar Valdimars- sonar sýslumanns, og Geirs Gunn- arssonar, fyrrv. alþm., föður Lúðvíks, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Eyjólfur var sonur Andrésar, hreppstjóra í Syðra- Langholti, bróður Helga í Birtinga- holti, föður Ágústs, alþm., afa Helga heitins leikara og Ólafs biskups Skúlasona. Andrés var sonur Magn- úsar, alþm. í Syðra-Langholti Andr- éssonar. Móðir Andrésar í Syðra- Langholti var Katrín Eiríksdóttir, ættföður Reykjaættar Vigfússonar, og Ingunnar Eiríksdóttur, ættföður Bol- holtsættar Jónssonar. Móðir Eyjólfs var Katrín Eyjólfsdóttir frá Snorra- stöðum. Móðir Þórðar var Guðrún Brynjólfsdóttir frá Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum. Móðir Magnúsar Þórðarsonar var Halldóra Magnúsdóttir, útgerð- armanns í Reykjavík Magnússonar, formanns á Nesi við Seltjörn Guð- mundssonar. Móðir Halldóru var Ragnheiður Guðmundsdóttir, í Of- anleiti í Þingholtunum í Reykjavík Sigurðarsonar, og Ragnheiðar Árna- dóttur, b. í Narfakoti Hallgrímssonar, pr. í Görðum á Akranesi Jónssonar, stiftprófasts á Staðastað Magnússon- ar, bróður Skúla fógeta. Móðir Árna var Guðrún Egilsdóttir, systir Svein- björns rektors, föður Benedikts Gröndal skálds og Sigríðar Böndal, langömmu Sveinbjargar Kjaran, ömmu Birgis Ármannssonar alþm. Áslaug er dóttir Kjartans Ragn- ars, sendifulltrúa í Reykjavík, bróð- ur Ólafs Ragnars, föður Gunnars, fyrrv. framkvæmdastjóra Útgerðarfé- lags Akureyringa en systir Kjartans er Guðrún Ragnars, móðir Sunnu Borg leikkonu. Kjartan er sonur Ragnars Friðriks, stórkaupmanns á Akureyri Ólafssonar, gestgjafa á Skagaströnd Jónssonar. Móðir Ragnars var Val- gerður Narfadóttir, hreppstjóra á Kóngsbakka í Helgafellssveit Þorleifs- sonar. Móðir Kjartans var Guðrún, dóttir Jóns Á. Johnsen, sýslumanns á Eskifirði, bróður Þóru, móður Ás- mundar Guðmundssonar biskups. Jón var sonur Ásmundar, prófasts í Odda Jónssonar og Guðrúnar Þor- grímsdóttur, systur Gríms Thoms- en. Móðir Guðrúnar Jónsdóttur var Þuríður, systir Guðnýjar, langömmu Jónasar Haralz, fyrrv. bankastjóra. Þuríður var dóttir Hallgríms, prófasts á Hólmum við Reyðarfjörð, bróð- ur Benedikts, föður Hallgríms, stór- kaupmanns og alþm., föður Geirs forsætisráðherra. Systir Hallgríms var Sólveig, móðir Kristjáns ráð- herra, Péturs ráðherra og Steingríms alþm. og bæjarfógeta Jónssona auk þess sem Sólveig var amma Haraldar Guðmundssonar ráðherra og lang- amma Jóns Sigurðssonar, fyrrv. iðn- aðarráðherra. Hallgrímur var son- ur Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar Þorsteinssonar. Móðir Áslaugar Ragnars er Ólafía Þorgrímsdóttir skipstjóra Sigurðs- sonar. Móðir Ólafíu var Guðrún Jóns- dóttir, Jónssonar, á Fossi Einarsson- ar. Móðir Jóns var Guðný Jónsdóttir, á Heiði í Mýrdal Jónssonar, skálds og pr. á Bægisá Þorlákssonar. DV Ættfræði Föstudagur 12. október 2007 41 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Ingvar Jónasson fyrrv. aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar áhugafólks Ingvar fæddist á Ísa- firði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi á Ísafirði, prófi frá Samvinnuskólanum 1947, lauk sveinsprófi í prentun á Ísafirði 1947, stundaði nám við Tón- listarskólann í Reykja- vík, lauk burtfararprófi í fiðluleik 1950 en kennari hans var Björn Ólafsson konsertmeistari. Ingvar stundaði nám í fiðluleik í London hjá Henry Holst, 1950-53, spilaði með Sin- fóníuhljómsveit Íslands 1953-55 er hann hélt til Vínarborgar þar sem hann stundaði fiðlunám hjá Ernst Morawic Hann kom aftur heim 1957, hóf þá aftur að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og stundaði auk þess kennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Fjölskyldan flutti síðan til Malmö í Svíþjóð 1972 þar sem Ingvar var fyrsti víóluleikari Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Malmö í níu ár, en lék síðan með Óperuhljómsveit- inni í Stokkhólmi í átta ár. Ingvar flutti aftur heim 1989 og lék þá með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands til 1996. Auk þess kenndi hann við Tónlistarskól- ann til sama tíma. Ingvar, Páll Einarsson jarðeðl- isfræðingur og ýmsir fleiri stofn- uðu Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna árið 1990 og var Ingvar aðalstjórnandi hljómsveitarinnar til 2005 er Oliver Kentish tók við aðalstjórn henn- ar. Ingvar hefur verið einleikari með ýmsum hljómsveitum, einkum á Norðurlöndunum. Þess má geta að Ingvar hefur lagt sig eftir því að koma íslenskri nútímatónlist á framfæri, á Noðurlönd- unum og víðar í Evrópu. Hann var var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar fyr- ir framlag sitt til tónlistarlífs hér á landi. Eiginkona Ingvars er Stella Margrét Sigurjónsdóttir, f. á Siglufirði 1935, húsmóðir og tannfræðingur. Börn þeirra eru Sigurjón Ragnar, f. 1957, prent- ari í Reykjavík; Vigfús, f. 1958 yf- irmaður hljóðtækni hjá SkjáEin- um; Anna, f. 1964, fiðluleikari í Stokkhólmi. Barnabörnin eru nú sjö talsins. Foreldrar Ingvars voru Jónas Tómasson, f. 1881, d. 1967, bók- sali, organisti og tónskáld á Ísa- firði sem stofnaði Sunnukórinn, elsta blandaða kór á Íslandi, og k.h., Anna Ingvarsdóttir, f. 1900, d. 1943, húsmóðir. Ingvar heldur uppá afmælið í faðmi fjöldskyldunnar. Gísli fæddist við Hverfisgötuna í Reykja- vík en ólst upp við Grett- isgötuna. Hann stundaði nám við Iðnskólann, lauk meistaraprófi í skósmíði 1950 og lauk einleiks- prófi í flautuleik við Tón- listarskólann í Reykjavík sama ár, fyrstur manna á tréblásturshljóðfæri. Gísli hefur stundað skó- smíði allan sinn starfs- feril, lengst af í Lækjar- götu 6. Gísli spilaði með lúðrasveitinni Svanur í fimmtíu og þrjú ár og með Sin- fóníuhljómsveit Íslands í þrjú ár. Eiginkona Gísla var Sólrún Þorbjörnsdóttir, f. 1928, d. 2006, húsmóðir. Börn þeirra er Guð- ríður, f. 1954, kennari og flautu- leikari í Noregi; Kolbeinn, f. 1955, skósmiður og stoðtækja- fræðingur í Reykja- vík; Ólafur Haukur, f. 1957, verslunarmaður í Reykjavík; Magnea Auð- ur, f. 1959, ferðaþjón- ustufræðingur í Reykja- vík; Þorbjörn Reynir, f. 1960, framkvæmda- stjóri hjá Eimskipi í Bandaríkjunum; Gísli, f. 1963, blómakaupmað- ur í Reykjavík; Matthías Rúnar, f. 1969, bæklun- arskósmiður. Foreldrar Gísla voru Ferdinand Róbert Eiríksson, f. 1891, d. 1978, skósmíðameist- ari, lengst af á Hverfisgötu 43, og k.h., Magnea Guðný Ólafsdóttir, f. 1895, d. 1981, húsmóðir. Gísli verður að heiman á af- mælisdaginn. Margrét Pála er höf- undur Hjallastefnunn- ar, nýrrar leiðar í skóla- starfi. Hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands 1981, lauk diplóma í stjórnun frá sama skóla 1996 og lauk masters- gráðu í uppeldis- og kennslufræðum frá KHÍ 2000. Margrét Pála er höfundur bóka og fjölda greina um Hjallastefn- una og uppeldismál. Hún hefur haldið fyrir- lestra og námskeið um málefni kynjanna, hér á landi og erlendis, og staðið að þró- un tölvukerfa fyrir leikskóla en rekstrarkerfið Stjórnandinn og vefumsjónarkerfið leikskolinn.is sem Hjallastefnan ehf rekur, eru afurð samvinnu þeirra Matthías- ar Matthíassonar. Margrét Pála hef- ur verið skólastjóri leik- skólans Steinahlíðar, leikskólans Hjalla, leik- skólans Reykjakots og Barnaskóla Hjallastefn- unnar. Þá hefur hún verið formaður Samtaka sjálf- stæðra skóla frá stofnun 2005. Hún hlaut íslensku Jafnréttisverðlaunin árið 1997 fyrir Hjallastefnuna og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2006 fyrir frumkvæði í menntamálum. Maki Margrétar Pálu er Lilja S. Sigurðardóttir, fræðslufulltrúi hjá Hjallastefnunni. Dóttir Margrétar Pálu er Brynja Jónsdóttir. Margrét Pála á þrjú barnabörn. Margrét Pála heldur upp á af- mælið með fjölskyldu sinni er- lendis. 50 ára á laugardag Margrét Pála Ólafsdóttir 60 ára á laugardag Gísli Ferdinandsson skósmíðameistari 80 ára á laugardag 80 ára á laugardag MAÐUR VIKUNNAR Kjartan Magnússon borgarfull- trúi er formaður menningar- og ferðamálaráðs sem hefur haft veg og vanda af gerð frið- arsúlunnar í Viðey og undirbú- ið athöfnina sem þar fór fram er friðarljósið var tendrað á fæðingardegi Johns Lennon á þriðjudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.