Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Page 42
Föstudagur 12. október 200742 Helgarblað DV Bláberjabúðingur 4 bollar brauðmolar ¼ bolli smjör eða smjörlíki í bitum ²∕3 bolli strásykur ¼ tsk. salt 2 bollar fersk eða frosin bláber, vel hreinsuð og þurrkuð ¼ bolli vatn 2 msk. ferskur sítrónusafi rjómi blandið saman brauðbitunum, smjöri, sykri, salti, bláberjum, vatni og sítrónusafa. setjið blönduna í vel smurt ferkantað eldfast form. sjóðið bláberjabúðinginn við 180 gráðu hita í um það bil 40 mínútur. berið búðinginn fram heitan eða kaldan með þeyttum rjóma. U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s &Matur vín Nýtið gamla brauðið! Það er algjör óþarfi að fleygja brauðið þótt það sé orðið dagsgamalt eða meira. Nýtið það í brauðmola í salatið á þennan hátt: skerið brauðið í teninga. setjið þá í plastpoka ásamt bráðnu smjöri eða smörlíki. bindið fyrir og hristið pokann þar til brauðmolarnir eru þaktir vökvanum. kryddið eftir smekk með því kryddi sem ykkur þhykir best, s.s. laukdufti, hvítlauksdufti, steinselju, oregano, papriku, salti og pipar. Veltið brauðbitunum á heitri pönnu þar til þeir hafa brúnast og eru orðnir harðir. geymið í ísskáp í lofttæmdum umbúðum. Fúlegg Í gamla daga hömstruðu húsmæður egg, en nú er komin dagsetning á endingartíma þeirra. egg á að vera hægt að geyma í ísskáp í tvo til þrjá mánuði, en stundum kemur skarð á skurnina og þá skemmist eggið. Það finnst á lykt skurnarinnar hvort eggið er farið að fúlna. setjið fúleggið í plastpoka og fleygið - hin eggin í bakkanum hafa ólíklega „smitast“... Reyniberjahlaup Við gáfum hér uppskrift að reyniberja- safti um daginn en það má búa til fleira úr reyniberjunum en saft. reyniberja- hlaup þykir til dæmis alveg jafnast á við rifsberjahlaup með villibráðinni. Þrjú kíló af reyniberjum rúmlega eitt og hálft kíló af eplum. brytjið eplin, blandið berjunum við og sjóðið við vægan hita í mauk. síið maukið í gegnum taupoka. gott er að láta síga yfir nótt. Mælið hvað komið hefur mikið saft og sjóðið í um 5 til 6 mínútur. Potturinn tekinn af og á móti hverjum lítra af safti er bætt í 750 g af sykri blandan er nú soðin í um 1 til 2 tíma eða þar til hún verður að hlaupi. Hunangsgljáð andabringa með smágrænmeti og mangó- appelsínusósu. uppskrift fyrir 2 Öndin 1 stk. andabringa, skorið í fituna, krydduð með salti og pipar og síðan stökksteikt á pönnu. Látin hvíla en svo er hunangi makað á öndina og hún sett í ofn í 4 til 6 mínútur við 180°C. grænmetið l 1 box villisveppir l 8 stk. kirsuberjatómatar l 10 stk. smágulrætur l 10 stk. snjóbaunir l 1 stk. mangó l 2 msk. ólífuolía l Lótusrót Villisveppirnir eru steiktir á pönnu upp úr ólífuolíu og 15 grömmum af smjöri. Smakkað til með salti og pip- ar.Kirsuberjatómatarnir eru skornir í tvennt og þeim velt upp úr ólífuolíu, salti og pipar. Settir í ofn og bakaðir við 150°C í 15 mínútur. Smágulrætur og snjóbaunir eru forsoðnar í söltu vatni í 2 mínút- ur. Gulræturnar er þar næst veiddar upp úr og kældar í köldu vatni, hit- aðar upp í potti með ólífuolíu eða smjörklípu. Mangóið er skrælt og skorið í strimla og því bætt út í villisveppina. Lótusrót (fæst í sælkerabúðinni Nings) er skorin þunnt og djúpsteikt, þerruð á pappír, krydduð til með salti og pipar. salatblanda l 1 búnt af dilli l 1 poki klettasalat l ½ box af jarðarberjum l 25 gr af hnetum l öllu blandað saman og dressað með salatdressingu. KartÖflugratín l 4 stk. bökunarkartöflur l ¼ l rjómi l 3 hvítlauksgeirar l ostsneiðar Aðferð: Rjóminn er soðinn niður um ⅓ með hvítlauknum. Kartöflurnar eru skrældar og skornar þunnt, því næst er þeim rað- að í eldfast mót kryddaðar með salti og pipar á milli laga og rjómanum hellt yfir. Því næst er ostsneiðunum raðað ofan á og bakað í ofni við 170- 180°C í 25 mínútur. appelsínusósan l 1 skallotlaukur l 1 lítil gulrót l 3 hvítlauksgeirar l 1 lítri appelsínusafi l 2 dl vatn l anda- og kjúklingakraftur eftir smekk l 1 msk. púðursykur l smá sojasósa (má sleppa) l sósulitur (má sleppa) l 40 gr smjör l Maizena til að þykkja Aðferð: Grænmetið er hitað í potti. Svo er bætt í appelsínusafan- um sem er soðinn niður um helm- ing og sigtað í annan pott, öllu bætt í nema þykkingarefninu. Látið malla í 5 mínútur. Bætið smjörinu við og þykkið með maizenan. Smakkað til með salti og pipar. Viktor Örn Andrésson lærði á Grillinu á Hótel Sögu og útskrifaðist sem matreiðslu- maður frá Hótel- og veitinga- skólanum í maí 2005. Eftir útskrift vann Viktor á Grillinu í nokkra mánuði þar til hann hélt til Frakklands og dvaldi þar í eitt og hálft ár. Í Frakk- landi vann Viktor á einnar stjörnu Michelin-veitingastað þar sem hann bjó í smáþorpi rétt hjá Lyon. Þar æfði Viktor líka fyrir Bocuse d‘or keppn- ina 2007 en í henni var hann aðstoðarmaður Friðgeirs Inga Eiríkssonar. Viktor kom heim í febrúar, fór að vinna á veitingastaðnum Domo, Ingólfsstræti 6, undir leið- sögn Ragnars Ómarssonar og er nú orðinn aðstoðaryfir- kokkur hans. Hunangsgljáð andabringa með smágrænmeti og mangó-appelsínusósu Viktor Örn Andrésson, matreiðslumaður á Domo Meistarinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.