Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Side 48
Föstudagur 12. október 200748 Helgarblað DV xxxxxx „Þetta byrjaði allt í fyrra,“ seg- ir Andrea Maack, umsjónarmaður listahátíðarinnar Sequences. Hátíð- in fer fram í kringum tónlistarhátíð- ina Airwaves og segir Andrea mark- miðið með tímasetningunni að leyfa gestum beggja hátíða að njóta góðs af þeim báðum. „Með því að hafa þessar hátíðir á svipuðum tíma er verið að sameina kosti þeirra beggja, sameina tón- og myndlist.“ Gera listina sýnilegri „Þessi hátíð er afsprengi lista- mannareknu galleríanna,“ en Andr- ea segir að þörf hafi verið fyrir að skapa hátíð sem einbeitir sér ein- göngu að myndlist. „Við erum að hvetja listamenn til þess að hugsa út fyrir galleríin og setja listina fram við óhefðbundnar aðstæður,“ en Andrea segir að þó sé einnig mikið af sýning- um sem eru partur af hátíðinni í gall- eríunum. „Sumar voru til dæmis þar fyrir og verða partur af hátíðinni á meðan á henni stendur. Önnur gall- erí verða með opnanir á meðan á há- tíðinni stendur en við erum auðvitað einnig að hvetja fólk til þess að fara í galleríin og skoða þá list sem þar er í boði þótt við séum að lífga upp á hátíðina með óhefðbundnum stað- setningum,“ en allt í allt sýna um 140 listamenn verk sín á Sequences. Andrea segir hlutverk umsjónar- manna hátíðarinnar að hjálpa lista- mönnunum að gera listina sýnilegri. „Okkar hutverk er líka að láta hug- myndir þeirra verða að veruleika og hjálpa þeim að gera þetta óhefð- bundna sem við erum að fara fram á,“ en Andrea segir að fókusinn sé á að gera listina einna helst sýnilega í miðbænum. „Við einbeitum okkur mest að 101.“ Ókeypis á hátíðina Meðal þess sem Sequences gerir til þess að færa listina nær almenn- ingi er að setja upp sýningar í versl- unum á Laugaveginum. „Til dæm- is er Shoplifter að sýna í Liborius, Katrin Young í Belleville, Siv Stol- dal í Kronkron og Jaqueline Torres í Þrem hæðum,“ en viðburðir verða á fjölmörgum öðrum stöðum svo sem Góða hirðinum, Aðalvídeóleigunni, Hilton Reykjavík Nordica og Nakta apanum. „Við verðum einnig með prógram í Regnboganum 15. og 16. október þar sem fram koma bæði ís- lenskir og erlendir vídeólistamenn. Þá verðum við einnig með þrjú stór kvöld í Tjarnarbíói síðustu dagana þar sem verða gjörningar, uppá- komur og tónlistartengd atriði,“ segir Andrea og tekur fram að ekkert kosti á viðburði hátíðarinnar. „Siggi Egg- erts er hönnuður hátíðarinnar og hann hannar kort sem verður dreift á öllum viðburðum hátíðarinnar þar sem er að finna stað- og tímasetn- ingar.“ Andrea segir að nafn hátíðarinn- ar Sequences komi út frá því að ver- ið sé að einbeita sér að tímatengdum ramma. „Það er markmið hátíðar- innar sem er auðvitað innan ákveð- ins tímaramma að verkin á henni séu tengd því hugtaki,“ segir Andrea að lokum og bendir fólki á að skoða heimasíðuna www. sequences.is til að fá nánari upplýsingar um hátíð- ina. asgeir@dv.is Listahátíðin Sequ- ences fer fram annað árið í röð samhliða tónlistarhátíðinni Airwaves. Andrea Maack, umsjónar- maður hátíðarinnar, segir að markmið hennar sé að sýna list við óhefðbundn- ar aðstæður en kynna um leið sýn- ingar galleríanna. LISTIN Á ÓHEFÐBUNDNUM STÖÐUM Andrea Maack umsjónarmaður listahátíðarinnar sequences. VÉLAKOSTUR OG MÓTORHJÓLA- SINFÓNÍA Sýningin mín á Sequences heitir Vélakostur eða Machinerie,“ seg-ir myndlistarkonan Sara Riel en sýningin fer fram í 101 Gallerí. „Véla- kostur fjallar um samspil nútímatækni og mannverunnar,“ segir Sara og talar um ástar- og haturssamband mann- verunnar og vélanna sem hún hef- ur þróað. „Tækin geta verið hræðileg eins og þau geta verið frábær. Þau geta verið notuð til þess að auðvelda okkur lífið en einnig gerð til þess að stjórna okkur,“ segir Sara en hún einblínir á sjónvarpið, lyftur og flugvélar á sýn- ingunni. Sara, sem er 27 ára og stundaði nám við Kunsthochschule í Berlín, hefur komið víða við á listferli sínum og hefur list hennar oftar en ekki verið fígúratív, „Fígúratív er þegar þú notar persónur eða karaktera í verkum þín- um,“ og segir Sara áhorfandann sinna þessu hlutverki í sýningunni. „Áhorf- andinn í sýningunni er það fígúratíva eða leikur fígúratívan þátt verksins.“ Gunnar Örn Tynes verður með gjörning við opnun sýningarinnar sem Sara segir að verði einstakur. „Gunn- ar ætlar að fremja mótorhjólasinfóníu með hjálp liðsmanna Sniglanna,“ segir Sara að lokum og bendir á heimasíð- una sarariel.com fyrir nánari upplýs- ingar. Sara Riel Verður með sýninguna Vélakostur í 101 galleríi. Ég er með sýningu sem heitir Skín í myrkri skúma skotta,“ segir listakonan Kristín Björk Kristj- ánsdóttir betur þekkt sem Kira Kira. „Verkið er hljóðinnsetning þar sem frumurrið lúrir í hjarta verksins,“ seg- ir Kristín en verkið hefur heldur und- arlega staðsetningu. „Það er er í raun undir 12 tónum á Skólavörðustígnum en ekki í kjallaranum þó.“ Kristín segist hafa unnið mikið með og hafa mikinn áhuga á sviðsett- um draugagangi. „Ætli áhugi minn komi ekki frá því að þegar ég var lítil var lesið mikið fyrir mig af draugasög- um,“ en Kristín segir segir að í verkinu mæti áhorfandinn vissri stemningu sem sé búin að læsa sig í umhverfið. „Ég hef alltaf verið heilluð af þessum heilaga prakkaraskap sem draugar eru þekktir fyrir,“ segir Kristín og tal- ar um að skínandi myrkur sé partur af því. „Ljós skín en svo getur myrkur aft- ur á móti skinið líka. Skínandi myrkur er þegar það er einhver viss glettni á ferðinni sem ég heillast mikið af.“ Kristín er einnig að spila á Airwa- ves en eins og áður hefur komið fram tengjast hátíðirnar óbeint. „Ég spila á fimmtudaginn klukkan hálfníu í Iðnó ásamt sjö manna bandi,“ segir Kristín að lokum. SKÍNANDI MYRKUR Kira Kira spilar á airwaves og sýnir á sequences.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.