Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Page 18

Fréttatíminn - 04.04.2014, Page 18
 Flottar fermingargjafir - okkar hönnun og smíði PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 06 29 jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Flottar fermingargjafir Trú, von og kærleikur – okkar hönnun Þ ar sem ég vinn fyrir Am-nesty sem er hlutlaus stofn-un get ég ekki tekið einn málstað fram yfir annan, ég verð alltaf að setja manneskjuna ofar málefnunum,“ segir Zoryan Kis, herferðarstjóri Amnesty Inter- national í Úkraínu, þegar við byrjum að spjalla saman. Hann var gestur Ís- landsdeildar Amnesty í lok mars þar sem hann hélt áhrifaríkan fyrirlestur um ástandið í Úkraínu, með áherslu á atburði tengda Maiden torginu í Kiev síðan mótmælin hófust þar þann 21. nóvember síðastliðinn. Zoryan vinnur sem eftirlitsmaður þegar upp koma mótmæli og hans hlutverk er að upplýsa um þau mann- réttindabrot sem hann verður vitni að. Um miðjan mars var hann sendur til Donetsk í austur hluta Úkraínu, þar sem um milljón rússneskumæl- andi íbúar eru margir hverjir hið- hollir samvinnu við Rússa frekar en við vestrið, eða „villta vestrið“, eins og einn viðmælandi Zoryans kallaði það. Vestrænir hommavinir „Ein þeirra ástæðna sem Rússar gáfu fyrir hernámi Krímskagans var að vernda rússneskumælandi fólk í Úkraínu gegn hverskyns mannrétt- indabrotum. Svo við fórum á þetta svæði til að leita að brotlegum at- höfnum Úkraínumanna gegn Rúss- um. Áður en ég lagði af stað reyndi ég að koma mér í samband við rúss- neskumælandi aktivista en enginn þeirra vildi hitta okkur né tala við okkur því þeir litu á okkur sem vest- ræn samtök. Við komum sérstaklega til að vera viðstödd samstöðufund Úkraínusinna á einu torga borgar- innar en því miður var honum frest- að af borgaryfirvöldum því það var talið hættulegt að hittast friðsamlega og flagga úkraínska fánanum.“ Zoryan tók þó nokkra aktivista tali á götum borgarinnar og fann fyrir sterkri andstöðu við Evrópu- samvinnu og öllu því sem vestrænt mætti kallast. Vestrið væri staður þar sem til að mynda samkynhneigð væri talin eðlileg og „ekki viljum við fara í samstarf við hommavini,“ eins og einn viðmælandi hans orðaði það. Zoryan var líka staddur í Donetsk í byrjun mars, þar sem 10.000 manns komu saman til að lýsa yfir samstöðu með Rússlandi. „Það var óhugnan- legt að vera þar. Stuðningsmenn Rússlands gengu ógnandi um torgið og gættu þess að ekki sæist neins- staðar úkraínski fáninn. Það var einn bíll á svæðinu sem var búið að líma á setninguna „Sameinuð Úkraína” sem þúsundir manna hlupu að og reyndu af fremsta afli að brjóta í mél. Þetta er fólk sem bjó saman friðsam- lega fyrir nokkrum mánuðum síðan. Maður bara skilur ekki hvernig þetta gat komist á þetta stig.“ Friðsæl og fögur borg Aðspurður út í tungumálið segist Zo- ryan aldrei hafa fundið til árekstra vegna þess. „Allir eru tvítyngdir og ég hef aldrei upplifað það sem vanda- mál. Á Krímaskaganum hljómar úkraínskan öðruvísi en allir skilja hana og það hefur aldrei að mér vit- andi verið litið niður á fólk sem tal- ar mállýskur eða þá sem nota rúss- nesku sem fyrsta tungumál.“ Zoryan segir Kiev hafa verið frið- sæla og fagra borg og því sé erfitt að horfa upp á fólk berjast sökum pólitískra skoðana. „Þetta var venju- leg borg þar sem borgararnir lifðu sínu venjulega lífi. Fyrir mér hefur Kiev alltaf verið mjög skemmtileg og lifandi borg sem býður upp á allt sem vestrænar borgir bjóða upp á. Hún er stærsta borg Úkraínu, með Mannréttindi eru náttúruleg löngun hverrar manneskju Zoryan Kis, herferðarstjóri Amnesty International í Úkraínu, saknar sinnar friðsælu heimaborgar Kiev, og getur ekki varist því að tárast þegar hann ræðir breytingarnar sem orðið hafa á borginni. Hann segir það hafa tekið mikið á að upplifa von í fyrsta sinn síðan í appelsínugulu byltingunni, aðeins til að finna hana niðurbrotna stuttu síðar. 137 manns létust í óeirðunum í Kiev. Zoryan segir það mikilvægasta réttindamál Úkraínu í dag að þeir seku verði sakfelldir. 3 milljónir íbúa, og margir sækja til hennar því þar hefur verið nóg um vinnu. Borgararnir hafa lifað þar í al- gjörri sátt og samlyndi án nokkurra árekstra, þangað til núna. Þar var al- gjört tjáningarfrelsi og í raun hægt að segja að hún hafi verið heimsborg með mörg menningarbrot sem öll nutu sömu virðingar.“ En það breytt- ist eftir að það var ljóst þann 21. nóvember 2013 að forsetinn, Viktor Yanukovitz, myndi ekki skrifa undir frekari Evrópusamvinnu. Fólk er langþreytt á spill- ingunni Íbúar Kiev byrjuðu að hópast saman við Maiden torgið til að mótmæla. „Því leið eins og það hefði verið blekkt og í raun haft að fíflum af stjórnvöldum. Í undanfara mótmæl- anna hafði umræðan verið þannig, af hálfu stjórnmálamanna, að allt yrði svo gott þegar samkomulag um meiri samvinnu við Evrópu næð- ist.“ Zoryan segir andrúmsloftið vissulega hafa verið Evrópusinnað, fólk líti til nágrannalanda sem hafa gengið í Evrópusambandið og sjái efnahagslegar framfarir sem hafa ekki orðið í Úkraínu. Auk þess sé fólk búið að fá nóg af spillingunni sem gegnsýrir allt kerfið og hefur alltaf gert. „Vonin er sú að spillingin minnki með Evrópusamvinnu,“ seg- ir Zoryan. „Fólk er orðið svo þreytt á því að á pappírunum skuli vera til staðar lög og reglur sem eru ekki viðhafðar í raunveruleikanum. Mik- ill hluti þeirra sem safnaðist saman við torgið til að byrja með voru úr háskólanum, stúdentar og kennarar sem hafa fengið sig fullsadda af spill- ingunni. Eitt dæmi um spillinguna er að þú kemst ekkert áfram innan há- skólans án þess að borga. Þrátt fyrir að vera afbragðsnemandi verður þú að borga háar upphæðir til að fá góð- ar einkunnir.“ Brostnar vonir Ein þeirra sem kom á hverjum degi á Maiden torgið var Eurovision stjarn- an Ruslana. „Ruslana mætti daglega frá byrjun til að sýna stúdentunum stuðning. Hún fékk þá hugmynd að syngja þjóðsönginn á klukkutíma- fresti, alltaf þegar kirkjuklukkan á torginu hringdi. Allir voru bjartsýnir og glaðir og það ríkti góður friðsæll andi á torginu. Ég held að fólk hafi verið sérstaklega glatt yfir því að eitthvað væri að gerast því svo marg- ir höfðu misst vonina eftir appelsínu- gulu byltinguna árið 2004,“ segir Zoryan. Svona gekk þetta í nokkra daga þar til ríkisstjórnin ákvað þann 30. nóvember að hreinsa torgið, en opinber ástæða var sú að rýma þyrfti torgið til að koma fyrir jólaskrauti. „Ég hafði aldrei séð aðrar eins að- farir í Úkraínu. Lögreglan mætti á svæðið eins og jarðýta. Ég var því miður ekki á staðnum en þegar mér voru sýndar upptökur af aðför- unum morguninn eftir brotnaði ég bara saman og grét. Ég bara trúði því ekki að þetta hefði gerst. Eng- inn bjóst við þessu hryllilega ofbeldi. Vonin var bara brotin niður á einu kvöldi,“ segir Zoryan og getur ekki varist því að vökna um augun við til- hugsunina. Ofbeldi lögreglunnar Daginn eftir þessa fyrstu árás lög- reglunnar söfnuðust mótmælendur og særðir saman við lítið kirkjutorg nálægt Maiden, þar sem óeirða- lögreglan var með Maiden torgið á valdi sínu. „Ég sá þetta í sjónvarp- inu og hljóp strax út í búð og keypti kaffi, sykur og brauð til að fara með á torgið. Á leiðinni gekk ég fram á fimmtuga konu sem hafði lent í árás lögreglunnar. Hún var á göngu með fjölskyldu sinni en missti sjónar af henni í gasskýinu af sprengjunum. Þá kom hún auga á tvo liggjandi særða menn og reyndi að rétta þeim hjálparhönd en lögreglan sá það og réðist að henni. Þeir lömdu hana með kylfunum sínum svo hún var öll blóðug, nefbrotin og í dag er hún blind á öðru auganu. Það var mik- ið áfall að upplifa það að lögreglan Zoryan Kis er fæddur og uppalinn í Kiev. Hann segir fólk langþreytt á spilltum stjórnmálamönnum og ofbeldi lögreglunnar. Ljósmynd/Hari 18 viðtal Helgin 4.-6. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.