Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 32
A llir geta farið á hestbak, líka þeir sem eru í hjóla- stól. Við erum með sérút- búna hnakka og hesta sem eru bæði blíðlyndir og geðgóðir. Þeir hafa meira að segja þolað að keyrt sé óvart á þá í rafmagns- hjólastól og þeir haggast ekki,“ segir Berglind Inga Árnadóttir sem sér um hestanámskeið fyrir fatlaða á vegum reiðskólans Hestamennt og Hesta- mannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ. Aldrei eru fleiri en fimm í hverjum hópi og sem stendur eru fimm hópar á nám- skeiði. Níu ára sonur Berglindar er á einu þeirra. „Hann er einhverfur með þroskaskerðingu og ég ákvað að skrá hann núna á námskeið. Hann hefur auðvitað oft verið með okkur fjölskyld- unni á hestbaki en ég held að hann hafi líka gott af því að vera í hópi þar sem hlutirnir ganga svolítið öðruvísi fyrir sig heldur en þegar bara við erum saman,“ segir hún. Hver hópur er samsettur á ólíkan hátt en aðeins einn fjölfatlaður er í hverjum tíma til að jafna þörf fyrir að- stoðarmenn. „Hingað kemur öll flóran, sumir eru mikið fatlaðir en aðrir eru með smá þroskaskerðingar,“ segir Berglind þar sem hún tekur á móti mér í reiðhöllinni í Mosfellsbæ. Daglega fær hún afnot af hálfri reiðhöllinni fyrir klukkustundar langt námskeið. „Þeir sem geta stjórnað sjálfir gera það en aðrir fá aðstoðarmenn sem þá teyma hestinn eða halda við þá. Námskeiðið er útfært fyrir hvern og einn þannig að allir fái sem mest út úr þessu. Ef það er gott veður förum við út, förum jafnvel í fjöruna eða á grýttan veg sem ekki er hægt að fara á hjólastól og maður sér hvað þetta gleður þau.“ Í Fræðslunefnd fatlaðra sem stofnuð var innan hestamannafélagsins Harðar var lögð áhersla á að námskeiðin væru skemmtun en ekki bara lögð áhersla á þjálfun því flest ungmennin eru þegar mikið hjá sjúkraþjálfurum. „Þetta er gert til þess að hafa gaman þó allir fái líka þjálfun. Fyrir þá sem eru í hjólastól veitir hreyfingin í hestinum þjálfun fyrir allan líkamann.“ Fékk hest í fermingargjöf Berglind er dóttir hinnar þekktu hesta- konu Lillu, Herdísar Hjaltadóttur, og byrjaði ung í hestamennsku. „Ég fékk minn fyrsta hest í fermingargjöf og hef verið á fullu síðan,“ segir Berglind. Þrettán ára gömul byrjaði hún í sumar- vinnu hjá Gunnu í Dalsgarði, sem er sveitungum í Mosfellsdalnum að góðu kunn og hélt hesta við Reykjalund. „Ég fór þá með sjúklingana á bak. Það gerði fólki ótrúlega gott að fara á hestbak því það snýst ekki aðeins um nálægð við dýr og útiveru heldur styrkir það líkamann á margvíslegan hátt.“ Þegar frá leið tóku aðrir við rekstrinum, vegna fjárskorts breytti Reykjalundur samningi sínum og sjúklingar gátu að- eins farið á hestbak hálfan daginn, en til að halda starfinu gangandi var farið að taka við fötluðum börnum af sam- býlum eftir hádegi. Þegar Berglind var um tvítugt tók hún að fullu við rekstr- inum og var þá einnig búið að bæta við hefðbundnum reiðnámskeiðum fyrir ungmenni til að ná endum saman. „Það kostar auðvitað sitt að halda námskeið fyrir fatlaða því það þurfa að vera mun fleiri aðstoðarmenn. Á hefðbundnu reiðnámskeiði eru gjarnan 10 manns og tveir kenn- arar en á námskeið fyrir fatlaða eru kannski 10 kennarar með fjóra.“ Það hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig að halda starfinu úti. Þegar framkvæmdir hófust við Reykja- lund með tilheyrandi raski flutti hún reiðskólann í hesthúsahverfið í Mosfellsbæ. „Við vorum þá komin nær byggðinni þannig að krakkar í bænum gátu komið sér sjálfir á staðinn. Við vorum með vistmenn á Reykjalundi fyrir hádegi þrisvar í viku, fötluð ungmenni tvisvar í viku og almenn reiðnámskeið alla daga eftir hádegið. Ég réð fleira starfsfólk og um tíma var helmingur þeirra sem voru hér á námskeiði fatlaðir og helmingur ófatlaðir.“ Þegar byrjað var að byggja reiðhöllina í Mos- fellsbæ í hesthúsahverfinu um 2009 fylgdi því aftur rask og Berglind hætti með námskeiðin fyrir fatlaða. „Eins þægir og hestarnir mínir eru þá treystir maður þeim ekki alveg með fatlaða krakka þegar fram- kvæmdir standa yfir, og svo var það auðvitað áframhaldandi fjár- skortur. Ég var endalaust að skrifa bréf og sækja um styrki en það gekk misvel.“ Hrossaræktin Koltursey Berglind var þá þegar byrjuð í hrossarækt ásamt manni sínum, Elíasi Þórhallssyni, og eru þau með ræktunina Koltursey ásamt systur Elíasar, Þórhildi Þórhallsdóttur og Pétri Jónssyni, manni hennar. Um 25 hross eru á járnum í hesthúsi í Mos- fellsbæ en um 70 til viðbótar eru á jörðinni Miðey í Austur-Landeyjum. „Mágkona mín á þar jarðarskika sem við nefndum ræktunina eftir, Koltur- sey, við erum þar með hrossin í upp- eldi og þetta gengur vel. Við erum ung ræktun og þegar komin með nokkur fyrstu verðlauna hross. Við höldum bara ótrauð áfram,“ segir Berglind en hún rekur reiðskólann Hestamennt ásamt mágkonu sinni þó sú starfi ekki lengur við skólann. Mikið var áfram hringt í Berglindi frá sambýlum og dagvistunum með fötluð börn en það var ekki fyrr en kona í hestamannafélaginu, sem átti fatlaðan dreng, fór að spyrjast fyrir að hjólin fóru að snúast á ný og haustið 2010 var stofnuð sérstök Fræðslunefnd fatlaðra innan hesta- mannafélagsins. Berglind tók sér leyfi frá kennslu sem íþróttakennari við Varmárskóla til að koma starfinu á legg í nýrri reiðhöll en svo fór að hún sneri aldrei aftur í grunnskól- ann. „Ég hef bara verið í þessu síðan, ásamt því að temja ræktunarhrossin mín. Við erum búin að fjölda þátt- Framhald á næstu opnu Berglind Inga Árnadóttir ásamt syni sínum Rökkva sem er með þroskaskerðingu og einhverfu. Ljósmyndir/Hari Ég var alltaf meðvituð um þann möguleika, því af hverju ætti ég ekki að eign- ast fatlað barn eins og einhver annar. Berglind Inga Árnadóttir byrjaði 13 ára gömul að fara á hestbak með sjúklinga á Reykjalundi og hefur um árabil haldið reiðnámskeið í Mos- fellsbæ fyrir fatlaða þó það hafi á tímum verið erfitt vegna fjárskorts. Þegar hún varð ólétt var hún með- vituð um að hún gæti, rétt eins og aðrir, eignast fatlað barn. Sonur hennar, Rökkvi Dan, er með þroska- skerðingu og einhverfu. Hann er byrj- aður á reiðnámskeiði hjá móður sinni. Berglind er viss um að starfið hennar sé það alskemmtilegasta í heimi. Kemur fötluðum á hestbak 32 viðtal Helgin 4.-6. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.