Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Page 40

Fréttatíminn - 04.04.2014, Page 40
40 ferðalög Helgin 4.-6. apríl 2014 Ferðumst innanlands VIKURHVARF 6 • 203 KOPAVOGUR • SIMI 557 7720 • VIKURVERK@VIKURVERK.IS • WWW.VIKURVERK.IS Komdu til okkar um helgina og upplifðu stemninguna. Troðfullur sýningarsalur af hjólhýsum við allra hæfi á frábæru verði. Opið laugardag og sunnudag frá 12 til 16.  Skipulag BeSt að hafa vaðið fyrir neðan Sig á ferðalögum Í slenskur ferðamaður sem leitar til læknis í Evrópu er mjög líklega beðinn um að fram-vísa Evrópska sjúkratryggingakortinu um leið og hann mætir á sjúkrahúsið. Ef ekkert er kortið þá þarf að sækja um bráðabirgðaútgáfu á því hjá Sjúkratryggingum Íslands. Í fyrra þurftu um níu hundruð einstaklingar á þess háttar skyndiafgreiðslu að halda samkvæmt upplýs- ingum frá stofnuninni. Það jafngildir því að um þrír íslenskir ferðalangar á dag hafi beðið um bráðabirgðaskírteini á síðasta ári. Það er um það bil tvöfalt fleiri en árið 2012. Tryggingaskírteini koma líka að góðum notum en evrópskir heilbrigðisstarfsmenn eru líklegri til að biðja um hið samevrópska kort. Það er því vissara að hafa það í veskinu næst þegar haldið er í Evrópureisu. Sjúkratryggingakortið veitir margvísleg réttindi en ekki rétt til heimflutnings til Íslands. Það tekur heldur ekki til kostnaðar sem ekki telst vera beinn sjúkrakostnaður sam- kvæmt vef Sjúkratrygginga. Kortið kemur því ekki í stað hefðbundinna ferðatrygginga. Há eigin áhætta Það er ekki óalgengt að bílaleigur rukki aukalega um fimm þúsund krónur á dag fyrir að fella niður alla sjálfsábyrgð á ökutækjum. Á hefðbundnum bíl getur ábyrgðin numið um tvö hundruð þúsund krónum. Upphæðin er þó mismunandi eftir fyrir- tækjum og bílategund. Bílaleigutryggingar eru innifaldar í einstaka kortatryggingum og þarf þá að virkja hana sér- staklega. Í þessum undan- tekningartilvikum ber korthafinn litla eig- in áhættu en ann- ars er leigutakinn ábyrgur fyrir allri sjálfsábyrgðinni. Á vef Túrista (túristi. is/bilaleigubilar) eru upplýsingar um hvernig hægt er að kaupa sér ódýrari niðurfellingu á sjálfsábyrgð. Gjaldþrot flug- félaga Þeir sem eru staddir í útlöndum þegar flug- félagið fer í gjaldþrot verða sjálfir að leggja út fyrir nýjum farmiða og gera svo kröfu í þrotabú fyrirtæksins. Sé ferðin ófarin er andvirði flug- miðans tapað nema kreditkortafyrirtækið geti afturkallað greiðsluna. Haustið 2008 fór flug- félagið Sterling í Danmörku í þrot. Fjölmargir urðu þá strandaglópar og í kjölfarið var flug- félögum, sem starfa í Danmörku, gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa gjald- þrotatryggingu um leið og flugmiði er pantaður frá Danmörku. Kostar hún tuttugu danskar krónur (um 420 kr.) og er Danmörk eina landið í Evrópu sem hefur tekið upp þessa trygg- ingu. Besta leiðin fyrir farþega hér á landi til að tryggja sig fyrir tjóni vegna gjaldþrots flugfélags er að kaupa flugið og hótelið saman, svokall- aða alferð, af aðila með ferðaskrifstofuleyfi. Þá fæst tjónið bætt með skyldutryggingu sem þess háttar fyrirtæki verða að hafa og viðkomandi verður flogið heim án aukakostnaðar.Kristján heldur úti ferðavefnum Túristi.is Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Tryggt ferðalag Það eru sennilega flestir ef ekki allir ferðalangar með ferðatryggingu í gegnum kreditkort eða heimilistryggingu. Það er þó ekki alltaf nóg eins og sjá má á þessum dæmum. Íslenskir ferðamenn sem leita til læknis í Evrópulöndum þurfa að framvísa Evrópska sjúkratryggingakortinu. Það er því vissara að hafa það í vesk- inu. Mynd/NordicPhotos/Getty

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.