Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Side 48

Fréttatíminn - 04.04.2014, Side 48
fermingar Helgin 4.-6. apríl 201448 F ermingarbörn úr 64 sóknum í öllum landshlutum gengu í hús í nóvember síðastliðnum og söfnuðu til vatns- verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví, Úganda og Eþíópíu. Í fermingarfræðslunni eru börnin frædd um starf Hjálparstarfs kirkjunnar á vettvangi og þróunarsamvinnu. „Þau fræðast um það hvernig verkefnin eru framkvæmd, kostnaðinn sem liggur að baki, um það hvernig hægt er að safna rigningar- vatni og grafa brunna sem veita hreint vatn sem gjörbreyta lífinu til hins betra,“ segir Kristín Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýsinga- Fermingarbörn söfnuðu 8,3 milljónum Ár hvert ganga þau börn sem fermast á vegum Þjóðkirkj- unnar í hús og safna til verkefna Hjálpar- starfs kirkjunnar. Í ár söfuðust tæplega 8,3 milljónir sem fara til vatnsverkefna í Malaví, Úganda og Eþíópíu. Ár hvert banka fermingarbörn upp á hjá almenningi og safna til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar. Nú í ár var safnað til vatnsverkefna í Malaví, Úganda og Eþíópíu. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum eru um 783 milljónir fólks í heiminum sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni. Í fermingarfræðslu fræðast tilvonandi fermingarbörn um starf Hjálparstarfs kirkjunnar og hvernig aðgangur að hreinu vatni gjörbreytir lífinu til hins betra. Veitingar við öll tækifæri veisluþjónusta RESTAURANT- BAR Tapas barinn Tapas snittur, spjót og tapas í boxi. Girnilegir smá-borgarar og eftirréttir. Kíktu á tapas.is, sendu línu á tapa@tapas.is eða hringdu í síma 551 2344. Við hjálpum þér að gera þína veislu ógleymanlega. Sumarbúðir á Spáni fyrir unglinga. Alþjóðareynsla í öruggu umhverfi. Spænsku og leiðtoganámskeið. Búið er hjá fjölskyldum þar sem er unglingur á sama aldri. Nánari upplýsingar hjá margret@mundo.is Öðruvísi fermingargjöf fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Sam- kvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru um 783 milljónir manna í heiminum sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni og segir Kristín að með söfnuninni fái fermingarbörnin tækifæri til að láta til sín taka og gefa Íslendingum tækifæri til að leggja sitt af mörkum til aðstoðar. Þau börn sem fermast í vor gengu í hús í nóvember síðastliðnum og söfnuðu 8.283.633 krónum. „Það er ómetanlegur stuðningur sem Hjálpar- starf kirkjunnar er fermingarbörnum og almenningi þakklátt fyrir,“ segir Kristín. Síðustu fimmtán ár hafa ferm- ingarbörn gengið í hús og safnað fyrir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar og hafa safnað samtals rúmlega 80 millj- ónum. Að sögn Guðrúnar Karls Helgu- dóttur, prests í Grafarvogskirkju, eru fermingarbörnin flest mjög áhugasöm um að taka þátt í söfnuninni ár hvert. „Eftir á eru þau alltaf mjög stolt og for- vitin að vita hversu mikið safnaðist. Söfnunin er líka áþreifanleg fyrir börn- in því við getum sagt þeim til dæmis að upphæðin sem þau hafa safnað nægi fyrir tveimur brunnum,“ segir hún. Á nokkurra ára fresti kemur fólk í heimsókn í fermingarfræðsluna frá þeim löndum þar sem Hjálparstarf kirkjunnar vinnur og segir frá aðstæð- um sínum. „Við fáum þá heimsóknina í sömu viku og söfnunin fer fram og ég finn að þá eru börnin enn ákveðnari og duglegri við að safna.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.