Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 04.04.2014, Qupperneq 70
Græjaðu fermingargjafirnar! Kláraðu kaupin hér! Hljómskærustu pakkarnir Bose SoundLink Mini hljómtæki Verð: 39.990 kr. Bose SoundLink Mini hljómtæki Verð: 39.990 kr. Sony Bluetooth hljómtæki Tilboð: 15.192 kr. Plantronics RIG heyrnartól Verð: 21.900 kr. Þráðlaus og létt græja. Tengist við snjallsíma. Flott hulstur fylgir. Ótrúlega fínn hljómur sem hægt er að tengja við snjallsíma. Frábær heyrnatól fyrir tölvuleikjasnillinginn. Þráðlaus og létt græja. Tengist við snjallsíma. Flott hulstur fylgir. Ótrúlega fínn hljómur sem hægt er að tengja við snjallsíma. Frábær heyrnatól fyrir tölvuleikjasnillinginn. Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri nyherji.is/fermingar N M 62 01 80 TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opnunartímar 12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi Óli G. Jóhannsson – In Memoriam – 13. mars - 5. apríl 2014 Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur verða fjögur kvöld í næstu viku, mánudag, þriðjudag, miðvikudag og laugardag.  TónlisT VorTónleikar karlakórs reykjaVíkur Kom vornótt og syng Væntanlegt söngferðalag Karlakórs Reykjavíkur til Pétursborgar í Rúss- landi síðar á þessu ári litar dagskrá vor- tónleika kórsins því rússnesk lög munu hljóma í bland við íslensk, skandinavísk, bresk og kanadísk. Tónleikarnir verða haldnir í Langholtskirkju mánudaginn 7. apríl klukkan 20, þriðjudaginn 8. apríl klukkan 20, miðvikudaginn 9. apríl klukkan 20 og laugardaginn 12. apríl klukkan 15. Þá staldrar kórinn við og minnist Jóns frá Ljárskógum en í ár er liðin öld frá fæðingu hans. Jón léði Karlakór Reykja- víkur rödd sína um nokkurra ára skeið á fjórða áratug síðustu aldar og enn þann dag í dag eru leikin lög í útvarpi með honum og félögum hans í MA kvar- tettnum góðkunna. Yfirskrift vortón- leikanna, Kom vornótt og syng, er sótt í kvæði hans Næturljóð sem sungið er við fallega noktúrnu Frédérics Chopin. Einsöngvarar á tónleikum kórsins þetta árið eru tveir. Annars vegar Natalía Druzin Halldórsdóttir mezzó- sópran sem er af rússneskum ættum, en hún mun fylgja kórnum á ferðalag- inu um gerska grund í haust. Natalía lauk fullnaðarprófi í söng árið 2006 og hefur komið víða fram, meðal annars í Íslensku óperunni og sem einsöngvari á útvarpstónleikum með Sinfóníuhljóm- sveit árið 2009. Karlakór Reykjavíkur væntir mikils af samstarfi við þessa raddfögru söngkonu. Hinsvegar Bene- dikt Gylfason drengjasópran en hann vakti mikla hrifningu áhorfenda er hann söng einsöng á aðventutónleikum kórsins í desember síðastliðnum, að því er fram kemur í tilkynningu hans. Anna Guðný Guðmundsdóttir er sem fyrr við flygilinn á vortónleikum Karla- kórs Reykjavíkur og stjórnandi kórsins í hartnær aldarfjórðung er Friðrik S. Kristinsson. -jh  nýlisTasafnið kVeður skúlagöTuna með „æ ofaní æ“ Innblásin af verkum Hreins og sýn hans á lífið og tilveruna Nýlistasafnið er að missa húsnæði sitt við Skúlagötu og kveður með sýningunni „æ ofaní æ“ þar sem sýnd verða verk eftir Hrein Friðfinnsson og kvikmynd sem Markús Þór Andrésson og Ragn- heiður Gestsdóttir hafa gert og er innblásin af verkum og lífi Hreins. H reinn Friðfinnsson og verk hans eru í brennidepli sýningarinnar „æ ofaní æ“ sem opnar í Nýlistasafninu á morgun og verður síðasta sýning- in sem sett verður upp í safninu í núverandi húsnæði við Skúlagötu. Þarna verður frumsýnd kvik- mynd, sem einnig ber heitið „æ ofaní æ“. Hana hafa Markús Þór Andrésson og Ragnheiður Gests- dóttir gert en Markús er jafn- framt sýningarstjóri. Myndin endurspeglar líf og lists Hreins Friðfinnssonar sem sjálfur er þar meðal leikenda. „Hún er samin út frá nokkrum verkum eftir Hrein,“ segir Markús Þór og nefnir að alveg eins og það er algengt að smásögu sé breytt í kvikmyndahandrit hafi þau búið til sögu upp úr verkum Hreins. Markús segir að þau Ragnheið- ur hafi heillast bæði af verkum Hreins og af honum sem mann- eskju og að myndin sé innblásin af sýn Hreins á lífið og tilveruna. Hann sé stöðugt að leita sér nýrra upplýsinga og viðfangsefna og hafi fræðilegan áhuga á menningu, vísindum og listum og sé mikill sögumaður og búi til ljóðræn og heimspekileg verk sem spinnast úr atburðum í hversdagslífinu. Í „æ ofaní æ“ eru verk Hreins notuð sem burðarás í spennu- þrunginni frásögn þar sem mörk veruleika og skáldskapar eru máð út og sannleiksleit vísindanna og sköpunarþrá listarinnar takast á, eins og segir í lýsingu Nýlista- safnsins. Hreinn Friðfinnsson er í röð fremstu myndlistarmanna þjóðar- innar af sinni kynslóð. Hann er sjötugur og hefur verið búsettur í Amsterdam frá því á áttunda áratugnum. Hann kemur heim til að vera viðstaddur frumsýninguna á laugardaginn. Þar verður einnig finnska leikkonan Kati Outinen sem er þekkt úr ýmsum kvik- myndum Aki Kaursimaki en hún fer með burðarhlutverk í kvik- mynd Ragnheiðar og Markúsar Þórs. Kvikmyndin verður sýnd á klukkutíma fresti í sérrými í safninu meðan sýningin stendur en verk Hreins verða sýnd í fremra rými. Þar á meðal er verk sem Hreinn hefur gert sérstaklega af þessu tilefni og er tileinkað Ný- listasafninu og húsnæðinu við Skúlagötu sem safnið kveður um leið og sýningunni lýkur þann 5. júní en síðustu tvær sýningarvik- urnar verða hluti af Listahátíð í Reykjavík. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Markús Þór Andrésson og Ragnheiður Gestsdóttir nota verk Hreins Friðfinns- sonar sem hráefni í söguna sem er sögð í myndinni „æ ofan í æ“ sem verður frum- sýnd á samnefndri sýningu Nýlistasafnsins á morgun. Ljósmynd/Hari  selTjarnarnes HáTíð í næsTu Viku Seltjarnarnesbær minnist fjörutíu ára afmælis Seltirningar ætla að fagna því í næstu viku að 40 ár eru liðin frá því sveitar- félagið fékk kaupstaðarréttindi og Sel- tjarnarnesbær varð til. Afmælishátíðin hefst á miðvikudag og er dagskráin þéttskipuð fram á laugardag. Heiðursgestur í afmælishátíð á Eiðistorgi síðdegis á miðvikudag verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, en hann bjó áratugum saman á Seltjarnarnesi áður en hann var kjörinn forseti og flutti sig yfir á Bessastaði. Jóhann Helgason mun við það tækifæri frumflytja lag sem hann hefur samið til bæjarins. Kristín Gunnlaugsdóttir og fleiri myndlistarmenn á Seltjarnarnesi munu einnig opna sýningu með nýjum verk í sýningarsalnum Eiðisskeri og síðan mun bæjarlistamaðurinn Ari Bragi Kárason trompetleikari halda tónleika með Sigríði Thorlacius, Eyþóri Gunnarssyni, Einari Schecving og Richard Anderson. Síðan rekur hver viðburðurinn annan á þéttskipaðri dagskrá fram á laugardag þar sem skiptast á fyrirlestrar, sýningar, tónleikar og sitthvað fleira. Seltirningar ætla að minnast af- mælisins með ýmsu móti allt árið. Meðal annars verður gefið út sérstakt afmælis- rit sem kemur út á Jónsmessunni. Eins hefur verið gerð sérstök afmælisútgáfa af merki bæjarins. -pg 70 menning Helgin 4.-6. apríl 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.