Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 24

Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 24
Aldur: 23 ára. Hæð: 1.84. Lið: AZ Alkmaar Leikir í vetur/mörk: 51/26 Landsleikir/mörk: 8/2 Aron JóhAnnsson hvAð segJA þeir um Aron? „Aron er mjög ófyrirsjáan- legur leikmaður. Andstæð- ingurinn veit aldrei hvað hann er að hugsa. Hann hugsar stundum tvo eða þrjá leiki fram í tímann ... Hann er forvitnilegur strákur sem mun bara verða betri í fram- tíðinni.“ Jürgen Klinsmann landsliðs- þjálfari Banda- ríkjanna. „Ég er hrifinn af Aroni Jóhannssyni. Hann hefur marga góða kosti sem gagnast liðinu, kosti sem okkur vantar þegar Land- on Donovan er ekki með. Þegar hann fær boltann er fyrsta hugsun hans alltaf að leita fram á völlinn. Þegar Aron kom inn í liðið um dag- inn kom hann með tengingu milli miðju og sóknar.“ Brian McBride fyrrum landsliðs- framherji Banda- ríkjanna. A ron Jóhannsson verður í næstu viku fyrsti Íslend-ingurinn til að leika á HM í knattspyrnu. Aron er í 23 manna hópi Bandaríkjanna á þessu stærsta sviði knattspyrnunnar. Hann hefur ekki verið fastamaður í byrjunar- liði liðsins en flestir telja að honum sé ætlað stórt hlutverk á mótinu. Ef hann er ekki í byrjunarliðinu sé ætlunin að hann komi inn og færi liðinu aðra möguleika en hinir fram- herjarnir. Uppgangur A rons hefur verið eins og í l ygasög u . Sumarið 2010 lék hann með Fjölni í næst efstu deild ís- lenska boltans. Hann var yfir- burðamaður í deildinni og var valinn besti leikmaðurinn, besti ungi leik- maðurinn og var auk þess markakóngur deildarinnar. Í kjölfarið fór hann til Danmerkur og raðaði inn mörkum með AGF í Árós- um. Í janúar í fyrra var hann svo seldur til AZ í Hollandi. Á fyrsta heila tímabili sínu með liðinu varð hann þriðji markahæsti leikmað- ur deildarinnar með 17 mörk í 32 leikjum. Hann skrifaði nýverið undir nýjan fjögurra ára samning við liðið. Aron þarf ekki að kvarta undan þjálfurum sínum um þessar mund- ir. Á HM nýtur hann leiðsagnar þýsku markavélinnar Jürgens Klinsmann og á næsta tímabili tekur sjálfur Marco van Basten við stjórn AZ. Það er ekki amalegt að fá góð ráð frá tveimur af eftirminni- legustu framherjum síðari ára. Lífið leikur við Aron um þessar mundir. Honum gengur allt í hag- inn á vellinum en það á líka við á heimavelli. Hann er á föstu með Bryndísi Stefánsdóttur og hafa þau verið saman um fimm ára skeið. Bryndís er 21 árs og er að hefja fjarnám í sálfræði við Há- skólann á Akureyri. Þau eru barn- laus en eiga saman hundinn Míu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Strákurinn okkar á HM Fyrir fjórum árum spilaði Aron Jóhannsson með Fjölni í næst efstu deild á Íslandi. Daginn fyrir þjóðhátíðardag okkar Ís- lendinga verður hann í liði Bandaríkjanna sem mætir Gana í G-riðli á HM í Brasilíu. Aron verður í treyju númer 9. Fjöl- skylda hans fylgist með af pöllunum og pabbi hans kveðst vera ótrúlega stoltur af árangri sonarins. Við erum klárir á því að við komumst áfram í riðli- num og það er markmiðið. www.odalsostar.is Þessi margverðlaunaði ostur, framleiddur í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki frá því árið 1965, rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribó-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með votti af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið. MARIBÓ HLÝLEGUR 24 úttekt Helgin 6.-8. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.