Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 06.06.2014, Qupperneq 24
Aldur: 23 ára. Hæð: 1.84. Lið: AZ Alkmaar Leikir í vetur/mörk: 51/26 Landsleikir/mörk: 8/2 Aron JóhAnnsson hvAð segJA þeir um Aron? „Aron er mjög ófyrirsjáan- legur leikmaður. Andstæð- ingurinn veit aldrei hvað hann er að hugsa. Hann hugsar stundum tvo eða þrjá leiki fram í tímann ... Hann er forvitnilegur strákur sem mun bara verða betri í fram- tíðinni.“ Jürgen Klinsmann landsliðs- þjálfari Banda- ríkjanna. „Ég er hrifinn af Aroni Jóhannssyni. Hann hefur marga góða kosti sem gagnast liðinu, kosti sem okkur vantar þegar Land- on Donovan er ekki með. Þegar hann fær boltann er fyrsta hugsun hans alltaf að leita fram á völlinn. Þegar Aron kom inn í liðið um dag- inn kom hann með tengingu milli miðju og sóknar.“ Brian McBride fyrrum landsliðs- framherji Banda- ríkjanna. A ron Jóhannsson verður í næstu viku fyrsti Íslend-ingurinn til að leika á HM í knattspyrnu. Aron er í 23 manna hópi Bandaríkjanna á þessu stærsta sviði knattspyrnunnar. Hann hefur ekki verið fastamaður í byrjunar- liði liðsins en flestir telja að honum sé ætlað stórt hlutverk á mótinu. Ef hann er ekki í byrjunarliðinu sé ætlunin að hann komi inn og færi liðinu aðra möguleika en hinir fram- herjarnir. Uppgangur A rons hefur verið eins og í l ygasög u . Sumarið 2010 lék hann með Fjölni í næst efstu deild ís- lenska boltans. Hann var yfir- burðamaður í deildinni og var valinn besti leikmaðurinn, besti ungi leik- maðurinn og var auk þess markakóngur deildarinnar. Í kjölfarið fór hann til Danmerkur og raðaði inn mörkum með AGF í Árós- um. Í janúar í fyrra var hann svo seldur til AZ í Hollandi. Á fyrsta heila tímabili sínu með liðinu varð hann þriðji markahæsti leikmað- ur deildarinnar með 17 mörk í 32 leikjum. Hann skrifaði nýverið undir nýjan fjögurra ára samning við liðið. Aron þarf ekki að kvarta undan þjálfurum sínum um þessar mund- ir. Á HM nýtur hann leiðsagnar þýsku markavélinnar Jürgens Klinsmann og á næsta tímabili tekur sjálfur Marco van Basten við stjórn AZ. Það er ekki amalegt að fá góð ráð frá tveimur af eftirminni- legustu framherjum síðari ára. Lífið leikur við Aron um þessar mundir. Honum gengur allt í hag- inn á vellinum en það á líka við á heimavelli. Hann er á föstu með Bryndísi Stefánsdóttur og hafa þau verið saman um fimm ára skeið. Bryndís er 21 árs og er að hefja fjarnám í sálfræði við Há- skólann á Akureyri. Þau eru barn- laus en eiga saman hundinn Míu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Strákurinn okkar á HM Fyrir fjórum árum spilaði Aron Jóhannsson með Fjölni í næst efstu deild á Íslandi. Daginn fyrir þjóðhátíðardag okkar Ís- lendinga verður hann í liði Bandaríkjanna sem mætir Gana í G-riðli á HM í Brasilíu. Aron verður í treyju númer 9. Fjöl- skylda hans fylgist með af pöllunum og pabbi hans kveðst vera ótrúlega stoltur af árangri sonarins. Við erum klárir á því að við komumst áfram í riðli- num og það er markmiðið. www.odalsostar.is Þessi margverðlaunaði ostur, framleiddur í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki frá því árið 1965, rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribó-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með votti af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið. MARIBÓ HLÝLEGUR 24 úttekt Helgin 6.-8. júní 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.