Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 66

Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 66
Á sýningunni eru portrett eftir 70 listamenn. Þetta er eftir Karl Jóhann Jónsson. Börn og unglingar geta fengið útrás fyrir sköpunargleðina í dans-og kvikmyndasmiðjum SHÄR listahópsins. Hér sést hluti hóps- ins, Carlo Cupaiolo, Sofia Harryson, Hrafnhildur Einarsdóttir og Ellen Harpa Kristinsdóttir, en þau eru núna stödd á Húsavík.  SumarSýning ÍSlenSk SamtÍðarportrett Í liStaSafni akureyrar Glíma 70 listamanna við portrett Sumarsýning Listasafnsins á Akur- eyri verður opnuð á morgun, laugar- daginn 7. júní klukkan 15 og ber hún yfirskriftina Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Á sýning- unni sést hvernig 70 listamenn hafa glímt við hugmyndina um portrett frá síðustu aldamótum til dagsins í dag. „Hugmyndin um portrett felst í því að draga fram á listilegan hátt það sem öðrum er almennt hulið. Að ein- skorða sig við portrett er ein leið til að skoða á hvaða hátt íslenskir listamenn fjalla um samtíðina. Á þessari sýningu birtist áhorfendum samtíðarsýn 70 listamanna sem hafa tekist á við hugmyndina í víðum skilningi og í áhugaverðu samspili ólíkra birtingar- mynda fást svör,“ segir meðal annars í tilkynningu. Á meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni má nefna Erró, Ragnar Kjartansson, Kristínu Gunnlaugs- dóttur, Hallgrím Helgason, Steinunni Þórarinsdóttur, Hugleik Dagsson, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Baltasar Samper og Ólöfu Nordal. Sýningin stendur til 17. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga klukk- an 10-17. Aðgangur er ókeypis.  DanS alþjóðlegur liStahópur ferðaSt um ÍSlanD Vilja dreifa dansi um landið Alþjóðlegi listahópurinn SHÄR er á ferðalagi um landið til að dreifa dansmenningunni sem víðast. Hópurinn, sem setur upp danssmiðjur fyrir börn og unglinga um allt land í samstarfi við Evrópu unga fólksins og bæjarfélögin sem taka þátt, segist finna fyrir miklum áhuga á dansi á lands- byggðinni. V ið Ellen kynntumst flestum úr hópnum þegar við vorum í BA-námi í dansi í London. Við sem að verkefninu komum erum flest úr litlum samfélögum og eigum það sameiginlegt að vilja efla dansmenningu á stöðum sem dansinn nær venjulega ekki til,“ segir Hrafnhildur Einarsdóttir sem, auk Ell- enar Hörpu Kristinsdóttur, er stofnandi íslenska danshópsins Raven sem er hluti af alþjóðlega listahópnum SHÄR. SHÄR samanstendur af dönsurum, tónlistar- og kvikmyndagerðarmönnum frá Svíþjóð, Ítalíu og Íslandi og markmið hópsins er að dreifa dansi og skapandi gleði. Lista- hópurinn, sem hefur verið starfandi frá árinu 2011 og er styrktur af Evrópu unga fólksins, hefur nú þegar framkvæmt verk- efnið í Svíþjóð, Noregi og Ítalíu. Hópurinn er núna á ferðalagi um Ísland og býður upp á danssmiðjur fyrir börn og unglinga um allt land. „Þegar svo sett var á vina- bæjarsamband milli Kópavogs, Norrköp- ing og Þrándheims árið 2011 fengum við kjörið tækifæri til að stofna hópinn. Síðan hefur samstarfið þróast og þetta er orðið að miklu stærra verkefni. Þegar við heim- sóttum gestavinnustofu í Flórens árið 2013 bættist svo ítalskur kvikmyndahóp- ur inn í samstarfið. Núna er kvikmynda- smiðjan hluti af danssmiðjunni og dansví- deóverk sem við vinnum með krökkunum orðið partur af vinnustofunum.“ Holl hreyfing sem veitir gleði og útrás Hópurinn vill sérstaklega ná til staða sem venjulega fá ekki að upplifa dans- inn. „Eftir að hafa verið með vinnu- smiðjur á höfuðborgarsvæðinu erum við núna að ferðast hringinn í kringum landið,“ segir Hrafnhildur en hópurinn er núna staddur á Húsavík. „Þetta hefur gengið rosalega vel og við finnum fyrir miklu áhuga á dansinum, sérstaklega hérna úti á landi þar sem enginn dans er kenndur. Það er ótrúlega gaman að vinna með þessum krökkum sem hafa ekki haft tök á því að kynnast dansi fyrr. Það versta er að þurfa að yfirgefa svo krakkana sem vilja flestir að við bara flytjum í bæinn,“ segir Hrafnhild- ur og hlær. „Þetta er svo holl og góð hreyfing og dansinn veitir svo mikla gleði og útrás. Markmið okkar er að geta ferðast enn meira og bjóða lands- byggðinni upp á reglulegar vinnustofur. Þetta tíðkast ekki hérlendis en bæði í Svíþjóð og Noregi er mjög algengt að skólarnir fái gestakennara og listafólk inn í skólana. Okkar draumur er að vinna að því hér.“ Hægt er að nálgast dagskrána á facebook-síðu hópsins. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is SHÄR saman- stendur af dönsurum, tónlistar- og kvikmynda- gerðar- mönnum frá Svíþjóð, Ítalíu og Ís- landi Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Síðustu sýningar BLAM (Stóra sviðið) Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Ferjan (Litla sviðið) Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Fös 13/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fim 12/6 kl. 20:00 Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar BLAM! - síðasti séns að næla sér í miða SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 66 menning Helgin 6.-8. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.