Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Qupperneq 66

Fréttatíminn - 06.06.2014, Qupperneq 66
Á sýningunni eru portrett eftir 70 listamenn. Þetta er eftir Karl Jóhann Jónsson. Börn og unglingar geta fengið útrás fyrir sköpunargleðina í dans-og kvikmyndasmiðjum SHÄR listahópsins. Hér sést hluti hóps- ins, Carlo Cupaiolo, Sofia Harryson, Hrafnhildur Einarsdóttir og Ellen Harpa Kristinsdóttir, en þau eru núna stödd á Húsavík.  SumarSýning ÍSlenSk SamtÍðarportrett Í liStaSafni akureyrar Glíma 70 listamanna við portrett Sumarsýning Listasafnsins á Akur- eyri verður opnuð á morgun, laugar- daginn 7. júní klukkan 15 og ber hún yfirskriftina Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Á sýning- unni sést hvernig 70 listamenn hafa glímt við hugmyndina um portrett frá síðustu aldamótum til dagsins í dag. „Hugmyndin um portrett felst í því að draga fram á listilegan hátt það sem öðrum er almennt hulið. Að ein- skorða sig við portrett er ein leið til að skoða á hvaða hátt íslenskir listamenn fjalla um samtíðina. Á þessari sýningu birtist áhorfendum samtíðarsýn 70 listamanna sem hafa tekist á við hugmyndina í víðum skilningi og í áhugaverðu samspili ólíkra birtingar- mynda fást svör,“ segir meðal annars í tilkynningu. Á meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni má nefna Erró, Ragnar Kjartansson, Kristínu Gunnlaugs- dóttur, Hallgrím Helgason, Steinunni Þórarinsdóttur, Hugleik Dagsson, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Baltasar Samper og Ólöfu Nordal. Sýningin stendur til 17. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga klukk- an 10-17. Aðgangur er ókeypis.  DanS alþjóðlegur liStahópur ferðaSt um ÍSlanD Vilja dreifa dansi um landið Alþjóðlegi listahópurinn SHÄR er á ferðalagi um landið til að dreifa dansmenningunni sem víðast. Hópurinn, sem setur upp danssmiðjur fyrir börn og unglinga um allt land í samstarfi við Evrópu unga fólksins og bæjarfélögin sem taka þátt, segist finna fyrir miklum áhuga á dansi á lands- byggðinni. V ið Ellen kynntumst flestum úr hópnum þegar við vorum í BA-námi í dansi í London. Við sem að verkefninu komum erum flest úr litlum samfélögum og eigum það sameiginlegt að vilja efla dansmenningu á stöðum sem dansinn nær venjulega ekki til,“ segir Hrafnhildur Einarsdóttir sem, auk Ell- enar Hörpu Kristinsdóttur, er stofnandi íslenska danshópsins Raven sem er hluti af alþjóðlega listahópnum SHÄR. SHÄR samanstendur af dönsurum, tónlistar- og kvikmyndagerðarmönnum frá Svíþjóð, Ítalíu og Íslandi og markmið hópsins er að dreifa dansi og skapandi gleði. Lista- hópurinn, sem hefur verið starfandi frá árinu 2011 og er styrktur af Evrópu unga fólksins, hefur nú þegar framkvæmt verk- efnið í Svíþjóð, Noregi og Ítalíu. Hópurinn er núna á ferðalagi um Ísland og býður upp á danssmiðjur fyrir börn og unglinga um allt land. „Þegar svo sett var á vina- bæjarsamband milli Kópavogs, Norrköp- ing og Þrándheims árið 2011 fengum við kjörið tækifæri til að stofna hópinn. Síðan hefur samstarfið þróast og þetta er orðið að miklu stærra verkefni. Þegar við heim- sóttum gestavinnustofu í Flórens árið 2013 bættist svo ítalskur kvikmyndahóp- ur inn í samstarfið. Núna er kvikmynda- smiðjan hluti af danssmiðjunni og dansví- deóverk sem við vinnum með krökkunum orðið partur af vinnustofunum.“ Holl hreyfing sem veitir gleði og útrás Hópurinn vill sérstaklega ná til staða sem venjulega fá ekki að upplifa dans- inn. „Eftir að hafa verið með vinnu- smiðjur á höfuðborgarsvæðinu erum við núna að ferðast hringinn í kringum landið,“ segir Hrafnhildur en hópurinn er núna staddur á Húsavík. „Þetta hefur gengið rosalega vel og við finnum fyrir miklu áhuga á dansinum, sérstaklega hérna úti á landi þar sem enginn dans er kenndur. Það er ótrúlega gaman að vinna með þessum krökkum sem hafa ekki haft tök á því að kynnast dansi fyrr. Það versta er að þurfa að yfirgefa svo krakkana sem vilja flestir að við bara flytjum í bæinn,“ segir Hrafnhild- ur og hlær. „Þetta er svo holl og góð hreyfing og dansinn veitir svo mikla gleði og útrás. Markmið okkar er að geta ferðast enn meira og bjóða lands- byggðinni upp á reglulegar vinnustofur. Þetta tíðkast ekki hérlendis en bæði í Svíþjóð og Noregi er mjög algengt að skólarnir fái gestakennara og listafólk inn í skólana. Okkar draumur er að vinna að því hér.“ Hægt er að nálgast dagskrána á facebook-síðu hópsins. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is SHÄR saman- stendur af dönsurum, tónlistar- og kvikmynda- gerðar- mönnum frá Svíþjóð, Ítalíu og Ís- landi Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Síðustu sýningar BLAM (Stóra sviðið) Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Ferjan (Litla sviðið) Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Fös 13/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fim 12/6 kl. 20:00 Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar BLAM! - síðasti séns að næla sér í miða SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 66 menning Helgin 6.-8. júní 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.