Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 2
Skoðið laxdal.is/Yrhafnir • facebook.com/bernhard laxdal
VORFRAKKARNIR KOMNIR
Metþátttaka í
forritunarkeppni
framhaldsskólanna
Gunnar Bragi Sveinsson
utanríkisráðherra og
aðstoðarmenn hans,
Margrét Gísladóttir og
Sunna Gunnars Marteins-
dóttir, létu skipta út PC
tölvum á skrifstofum
sínum og létu þess í stað
kaupa fyrir sig Apple
tölvubúnað fyrir um eina
og hálfa milljón.
Utanríkisráðherra og að-
stoðarmenn fengu Apple
búnað fyrir 1,5 milljón
Stjórnmál létu Skipta út pC búnaði
G unnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og að-stoðarmenn hans, Mar-
grét Gísladóttir og Sunna Gunnars
Marteinsdóttir, létu kaupa fyrir sig
Apple tölvubúnað fyrir um eina og
hálfa milljón. Þau fengu hvort um
sig nýjan iPhone, iPad spjaldtölvu
og Apple MacBook fartölvu. Þetta
fékkst staðfest hjá utanríkisráðu-
neytinu.
Athygli vakti, þegar Margrét og
Sunna voru ráðnar í starf aðstoðar-
manna utanríkisráðherra í vor og
haust, hve litla reynslu og menntun
þær hafa á sviði utanríkismála.
Sunna er 29 ára og með BA gráðu
í almannatengslum og hefur
stundað nám í hagnýtri menning-
armiðlun. Hún var skrifstofustjóri
þingflokks Framsóknarflokksins
frá 2010 og aðstoðarmaður kosn-
ingastjóra. Þegar hún var ráðin
var bent á fjölskyldutengsl hennar
við forsætisráðherra, en hún er
mágkona Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar, í sambúð með bróður
hans.
Margrét er 26 ára og er ekki með
háskólagráðu. Hún er hins vegar
með diploma í almannatengslum
frá Opna háskólanum í HR. Hún er
fædd og uppalin í Skagafirði.
Launakostnaður aðstoðarmann-
anna tveggja ásamt launatengdum
gjöldum er rúmlega tvær milljónir
á mánuði, um 25 milljónir á ári.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Utanríkisráðherra, Gunnar
Bragi Sveinsson, er hrifinn
af Apple búnaði og lét skipta
út öllu á skrifstofu sinni og
tveggja aðstoðarmanna
sinna. Samsett mynd/HariAldrei hafa fleiri lið verið skráð til þátt-
töku í forritunarkeppni framhaldsskól-
anna en nú þegar 44 lið keppa. Keppnin
fer fram í Háskólanum í Reykjavík um
helgina. Þema keppninnar í ár er The
Matrix og deildirnar þrjár sem keppt er
í heita Neo-deildin, Trinity-deildin og
Morpheus-deildin. Þrautir og viðfangsefni
eru mismunandi eftir deildum. Í fyrri
keppnum hafa liðin til dæmis þurft að
skrifa forrit sem leysa verkefni á borð
við hversu oft á næstu 10 þúsund árum
13. dagur mánaðar er föstudagur og
finna leið til að færa riddara frá einum
enda skákborðs yfir á hinn endann í sem
fæstum skrefum. Það eru HR og Nýherji
sem standa að keppninni og líkt og fyrri
ár verða verðlaun fyrir besta lið hverrar
deildar, fyrir frumlegustu lausnina og
besta lógóið.
Á myndinni eru þau Elísabet Guð-
rúnar- og Jónsdóttir og Bjarki Ágúst
Guðmundsson, nemendur í grunnámi
við tölvunarfræði HR sem semja þrautir
fyrir keppnina, og Hjalti Magnússon
sem einnig kemur að þrautasmíð og svo
dómgæslu en hann starfar sem kennari í
grunnáminu. -eh
Söfnun fyrir bólusetn-
ingu gegn stífkrampa
Á níundu hverri mínútu deyr nýbökuð móðir
eða nýburi úr þessum kvalafulla sjúkdómi.
Engu að síður má með bólusetningu koma
í veg fyrir hvert einasta dauðsfall af hans
völdum. Vegna þessa hafa UNICEF á Íslandi
og Kiwanisumdæmið Ísland Færeyjar tekið
höndum saman og hvetja fólk til að leggja
alþjóðlegri baráttu gegn stífkrampa lið. Það
kostar aðeins 210 krónur að bólusetja barns-
hafandi konu og ófætt barn hennar gegn
þessari ömurlegu veiki. „Það er furðuleg
tilhugsun að svo lág upphæð geti skilið á milli
lífs og dauða,“ segir Stefán Ingi Stefánsson,
framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Með því að senda sms-skilaboðin STOPP í
símanúmerið 1900 gefur fólk 630 krónur
eða sem nægir fyrir bólusetningu fyrir þrjár
mæður og ófædd börn þeirra. - eh
Smyglvarningurinn sem fannst í
rækjutogara.
Ætlaði að smygla
fíkniefnum frá Íslandi
Tollverðir hafa lagt hald á 1,5 kíló af fíkni-
efnum um borð í dönskum rækjutogara.
Um er að ræða 1,3 kíló af maríujúana og
200 gr. af hassi sem fundust á íslenskum
sjómanni sem var skipverji á umræddum
togara. Skipið hafði verið tollafgreitt
þegar tollverðir höfðu afskipti af mann-
inum, sem átti að sigla með togaranum
til Grænlands nokkrum dögum síðar.
Grunur leikur á um að efnin hafi verið
ætluð til útflutnings frá Íslandi til Græn-
lands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
fer með rannsókn málsins, sem er á
lokastigi.
DýravernD ný löG um velferð Dýra
Geldingar leikmanna ólöglegar
Samkvæmt nýjum lögum um velferð
dýra er leikmönnum óheimilt að gelda
dýr og gildir einu um hvaða dýrateg-
und er að ræða. Hér eftir mega aðeins
dýralæknar fremja geldingar en hingað
til hefur það viðgengist að bændur
geldi sjálfir svín, kálfa og lömb, þrátt
fyrir að samkvæmt gömlum lögum
máttu aðeins dýralæknar framkvæma
geldingar.
Þar að auki skulu allar sársauka-
fullar aðgerðir dýralækna á dýrum hér
eftir vera framkvæmdar eftir deyfingu
og geldingar grísa því ólöglegar nema
dýralæknir framkvæmi verkið undir
deyfingu eða svæfingu. Svínabændur
munu því þurfa að gera það upp við
sig hvort þeir sleppi geldingu og slátri
grísum fyrir kynþroskaaldurinn, eða
fái dýralækni til að gelda eða bólusetja
grísina, sem er önnur leið til að losna
við bragð og lykt.
Í nýju lögunum eru ákvæði um við-
brögð við brotum á lögunum. Komist
Matvælastofnun til að mynda að því að
dýr hafi verið gelt mun hún kalla eftir
staðfestingu frá eiganda um að dýra-
læknir hafi framkvæmt aðgerðina, en
ef svo er ekki og lög hafa verið brotin,
getur Matvælastofnun aukið eftirlit
með tilteknu búi og beitt sektum allt að
1.000.000 kr.
Það er mat dýraeigenda hvort nauð-
synlegt teljist að gelda dýr, en gelding-
ar eru oftast framkvæmdar á grísum,
kálfum og lömbum. Kálfar eru geldir
til að koma í veg fyrir slagsmál í hópum
en grísir og lömb eru geldir til að koma
í veg fyrir sterka lykt og bragð af kjöti
kynþroska karldýra. Nú munu bændur
þurfa að kalla á dýralækni kjósi þeir
að gelda sín dýr og á það einnig við um
geldingar með Burdizzo geldingar-
töngum sem hafa verið seldar í stórum
stíl undanfarin misseri.- hh Grísir eru geldir til að losna við tiltekna lykt af kjöti kynþroska karl-
dýra.
2 fréttir Helgin 21.-23. mars 2014