Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Síða 8

Fréttatíminn - 21.03.2014, Síða 8
Leggur grunn að góðum degi Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1 Ísafirði • Sími 456 4566 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Betra Bak. 20,32% afsláttur af öllum vörum Tax Free Dagar aðeins í 3 daga – fimmtudag – föstudag – laugardag – D†NUR OG KODDAR S lysum á börnum fjölgaði um tæp 20 prósent á milli áranna 2003 og 2011 og slysum á 75 ára og eldri fjölgaði um 10 prósent á tímabilinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Edda Björk Þórð- ardóttir hefur unnið að. Í skýrsl- unni má sjá að drengir, allt frá fyrsta æviári, eru drengir í meiri slysahættu en stúlkurnar. Slysum fjölgaði á tímabilinu í öllum aldurshópum en mest í þessum tveimur. Hún segir þróunina mikið áhyggjuefni. „Það þarf að rýna nánar í þessar tölur og reyna að komast að því hvers vegna svona mikil aukning í tíðni slysa er frá hruni. Eftir að kreppan skall á hefur orðið mikil aukning í slysatíðni hjá öldruðum og yngsta aldurshópnum,“ bendir hún á. Spurð hvort hún hafi skýringar á aukningunni segist hún hafa spurt sig sjálf að því hvernig á þessu standi og hvort fjölgun á slysum aldraðra hafi eitthvað að gera með það að þeir séu frekar einir heima en áður og komist ef til vill síður á hjúkrunarheimili og fái þá ekki næga þjónustu. „Þessi greining er aðeins fyrsta skrefið í áttina að því að greina þetta. Við sjáum raunverulega aukningu á slysatíðni á bráðasviði Landspítal- ans. Við þurfum í framhaldinu að skoða hvort sú aukning endur- spegli slysaaukningu yfir allt landið og taka þá inn heilsugæsl- una,“ segir Edda Björk. Herdís Storgaard, verkefna- stjóri á Miðstöð slysavarna barna, segir þessar niðurstöður sam- hljóma hennar upplifun undan- farin ár. „Ég fæ tilkynningar frá foreldrum og leikskólum um slys á börnum og held um þær skrár sem gefa mér grófa mynd af ástandinu,“ segir Herdís. „Því miður virðist slysum í leikskólum hafa fjölgað. Ég hef rætt um það við skólastjórnendur sem hafa ekki á því skýringu. Hugsanlega spilar þar inn í niðurskurður og að færri fagmenntaðir starfsmenn eru starfandi á leikskólunum nú en fyrir fáeinum árum,“ segir Herdís. Hún bendir jafnframt á að með auknum niðurskurði í heilsu- gæslu minnki sá tími sem hægt er að nýta í ungbarnavernd til að fræða foreldra um slysavarnir barna. Samkvæmt rannsókn Eddu hefur slysum á öldruðum einnig fjölgað og slasast konur í mun meira mæli en karlar. „Það er ekki vegna þess að fleiri konur eru á lífi en karlar, þessar tölur eru óháð því. Konur eru hugsan- lega líklegri til að brotna vegna beinþynningar sem leggst á eldri konur og slasast þá ef til vill frek- ar en karlar við föll,“ segir Edda. „Ég tel hins vegar fulla ástæðu til að rannsaka þetta nánar,“ segir hún. Herdís segir að ekkert hafi verið gert í slysavörnum aldraðra hér á landi þrátt fyrir að skýrsla sem þáverandi landlæknir, Sig- urður Guðmundsson, hafi látið gera fyrir rúmum áratug hafi sýnt fram á þessa þróun. „Við þurfum stöðugt að vera á tánum og vinna í forvörnum. Ef einhvern tímann hefur verið þörf á að fara í skipu- lagðar aðgerðir þá er það núna,“ segir Herdís. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  SlySavarnir rannSókn Sýnir fram á fjölgun á SlySum Eftir hrun varð talsverð aukning á slysum á börnum og öldruðum að því er fram kemur í nýrri rannsókn. Herdís Storgaard segir að slysum á leikskólum hafi fjölgað en enginn hafi skýringu á því hvers vegna. Þá skorti verulega forvarnir gegn slysum aldraðra. Fjölgun slysa barna áhyggjuefni Aðeins á sjötta þúsund Reykvíkinga 16 ára og eldri tóku þátt í íbúakosninguni Betri hverfi 2014 en í þeim forgangsraða íbúar smærri nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum í hverfum borgarinnar. Í ár tóku 5.272 þátt eða 5,7% sem er fækkum frá fyrra ári þegar 6,3% tóku þátt. Vegna þess hversu fáir taka þátt hefur hvert atkvæði meira vægi. Í kosningunum völdu Reykvíkingar 78 verkefni í hverfum borgarinnar sem koma til framkvæmda á þessu ári og verður 300 milljónum varið til þeirra eins og síðustu tvö ár. Kosningarnar eru bindandi fyrir Reykja- víkurborg. Kosningaþátttaka var hæst í Hlíð- unum, næstmest í Vesturbæ og Grafarholti- Úlfarsárdal. Konur eru alls staðar fleiri í hópi þátttakenda en karlar. Þau verkefni sem farið verður í er til að mynda að gróðursetja tré við Háaleitisbraut, setja upp hraðahindranir í Lönguhlíð sunnan Miklubrautar, fjölga ruslastömpum víða um borgina og setja upp frisbígolfvöll neðan við Fella- og Hólakirkju/Keilufell. Í kosningunni var valið á milli hugmynda sem bárust frá borgarbúum sjálfum um um- bætur í hverfunum. Á vef Reykjavíkurborgar er hægt að kynna sér öll þau verkefni sem koma til framkvæmda. -eh  ríflega fimm þúSund mannS tóku þátt í íbúakoSningu um framkvæmdir í hverfunum Aðeins 5,7% kusu um Betri hverfi Færri tóku þátt í íbúa- kosningunni Betri hverfi í Reykjavík en í fyrra. Fleiri konur en karlar kusu um fram- kvæmdir. NordicPhotos/ Getty 8 fréttir Helgin 21.-23. mars 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.