Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 16
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
K Kreppt hefur að öllum á undanförnum árum, launamönnum á almennum vinnu-markaði, opinberum starfsmönnum, þorra fyrirtækja og ekki síst ríkissjóði. Nýverið var gengið frá hófsömum skammtímasamn-
ingi á almennum vinnumarkaði, undirbún-
ingi í raun að samningi til lengri tíma. Á
niðurskurðartímum hefur þrengt að flestu í
ríkisrekstri. Heilbrigðiskerfið hefur fundið
verulega fyrir því og var
komið að þolmörkum þegar
ákveðið var að veita meira fé
til þess. Áfram verður væntan-
lega haldið á þeirri braut, að
því gefnu að hagur ríkissjóðs
batni, enda samstaða í samfé-
laginu að vernda heilbrigðis-
kerfið og forgangsraða með
hagsmuni þess að leiðarljósi.
Svipaða sögu má segja af
öðru grunnkerfi samfélags-
ins, menntakerfinu. Dregið
hefur úr framlögum til þess, ekki síður en
heilbrigðiskerfisins. Það með öðru leiddi til
verkfalls framhaldsskólakennara í viku-
byrjun. Fimm ára menntunarkrafa er gerð
til framhaldsskólakennara. Að vonum líta
þeir til samanburðarstétta þegar bornar
eru saman menntunarkröfur og störf að
námi loknu. Kennaraforystan sagði, áður en
til verkfallsins kom, að stéttin myndi ekki
sætta sig við launahækkun á borð við þá sem
náðist í skammtímasamningnum á almenna
vinnumarkaðnum. Fram kom hjá formanni
Félags framhaldsskólakennara að launakjör-
in væru orðin dragbítur í skólastarfi.
Verkfall er lögleg aðgerð í vinnudeilu en
strangar kröfur verður að gera til þeirra
sem ábyrgð bera, beggja vegna borðs.
Kennaraforystan berst fyrir kjarabótum
en hefur um leið nefnt að hún sé opin fyrir
útfærslum og hafi ekki einblínt á að fá
launahækkanir í einu vetfangi. Sé sam-
staða um það í samfélaginu að bæta þurfi
hag framhaldsskólakennara umfram aðra
þarf að forgangsraða í ríkisrekstri svo hægt
sé að mæta slíku en það verður að gerast í
áföngum og ekki leiða til þess að almenn
skriða fari af stað. Verðbólga og verðhækk-
anir fylgja þá í kjölfarið og allir tapa.
Það er eðlileg krafa framhaldsskóla-
kennara að standa jafnfætis samanburðar-
stéttum en forysta þeirra gerir sér um leið
grein fyrir því að leiðrétting verður varla
nema í áföngum. Á viðsemjandanum hvílir
að jafna muninn á gefnum tíma – en taka
um leið tillit til annarra kjarasamninga
og stöðu ríkissjóðs. Á þeim grunni lagði
samninganefnd ríkisins fram tilboð þar
sem reynt var að taka tillit til sjónarmiða
kennara en um leið þess sem hún vill fá
fram, meðal annars styttingu náms til
stúdentsprófs. Til lengri tíma litið verður
ekki hjá því komist að huga að þeim þætti
þótt breyting í þá veru verði að fá að þróast
í umræðu og rannsókn á skólakerfinu. Sú
rannsókn á ekki einvörðungu að beinast
að framhaldsskólanum heldur einnig efstu
bekkjum grunnskóla sem eru að mörgu
leyti vannýttir, að því er fram kom í máli
starfandi rektors Menntaskólans í Reykja-
vík. Fjölbrautaskólar bjóða upp á mismun-
andi námslengd, Kvennaskólinn hefur að
undanförnu boðið upp á þriggja ára nám og
stefnt er að hinu sama hvað varðar Verzl-
unarskóla Íslands.
Nám til stúdentsprófs tekur í meginat-
riðum lengri tíma hér á landi en í öðrum
OECD-ríkjum. Íslendingar ljúka háskóla-
prófi seinna en þær þjóðir sem við miðum
okkur við. Verkefnastjórn Samráðsvett-
vangs um aukna hagsæld fram til ársins
2030 lagði áherslu á það í skýrslu í maí síð-
astliðnum að stytta nám í grunn- og fram-
haldsskóla, jafnframt því sem skólum yrði
fækkað og þeir stækkaðir – og kjör kennara
bætt. Þjóðhagslegur ávinningur væri af
því að íslenskir nemendur útskrifuðust á
sama tíma úr framhaldsskóla og jafnaldrar
þeirra í nágrannalöndunum – að teknu tilliti
til þess þó að sami námshraði hentar ekki
öllum.
Að loknum átökunum nú verður að gera
þá kröfu til forystu kennara á grunn- og
framhaldsskólastigi og yfirvalda mennta-
mála að litið verði fram á veginn. Þar stilli
menn saman strengi og nái ásættanlegri
niðurstöðu um námslengd til stúdentsprófs
– og að kennarar megi bærilega una við sín
kjör. Óhjákvæmilega tekur sú vinna tíma.
Kjör kennara og stytting náms til stúdentsprófs
Sameiginleg vinna
að átökum loknum
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Fram kom hjá formanni Félags framhaldsskólakennara að
launakjörin væru orðin dragbítur í skólastarfi.
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
8BLSBÆKLINGURNETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP
NR40
RISA
PÁSKA
EGG
HEPPIN
N FACE
BOOK V
INUR
VINNUR
3KG P
ÁSKAE
GG
FRÁ FR
EYJU:)
FRÍTT
SENDUM
ALLAR VÖRURTIL PÁSKA
– fyrst og fre
mst
– fyrst og fre
mst
ódýr!
99 kr.stk.
Verð áður 2
35 kr.stk.
Krónubrau
ð, stórt og
gróft
DÚNDUR
57%
afsláttur
TILBOÐ!
GÆÐA STEINSKÍFA
Graphite 30x60x1cm
Verð kr. 4.690 pr m2
Hljóðeinangrandi undirlag, Weber flísalím og fúga.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
Kemur næst út 11. apríl
16 viðhorf Helgin 21.-23. mars 2014