Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Síða 18

Fréttatíminn - 21.03.2014, Síða 18
En hvar er hann? Hann er lausnamiðaður og mikill hugsuður. Sigrún Magnúsdóttir, þing- flokksformaður Framsóknar, talar um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Enda lausnamiðaður, leiðtoginn Vel til fundið hjá forsætis- ráðherra að fara svo óhefð- bundna leið í Mottumars! Helgi Seljan um fréttir af því að Sigmundur Davíð kallaði sendiherra ESB á teppið af því að sendiherrann sagði fjölmiðlum frá því að ESB væri ekkert að ýta á eftir Íslendingum að slíta aðildar- viðræðum eins og forsætis- ráðherrann hafði haldið fram. Nýtt líf Ég hef aldrei áður upplifað vera skipað að vera í her- bergi þar sem mannsandinn leggst í svaðið og veltir sér uppúr því. Þráinn Bertelsson lýsir reynslu sinni af þingmennsku í viðtali við Sigurlaugu M. Jónasdóttur á Rás 1. Ég á þetta, ég má þetta Hvernig nennirðu að taka upp símann? Hver er fréttin? Hvað er fréttnæmt við þetta? Að húsgögn sem þurfa annars að vera í geymslu séu lánuð? ... Fyrirgefðu, eru félagar í Blaðamannafélaginu og Egill Helgason, búnir að slá eign sinni á tjáningarfrelsi í landinu? Erna Bjarnadóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Bænda- samtakanna, þegar Vísir spurði hana út í húsgögn sem bændur lánuðu Heimssýn. Ekki á minni vakt Ég mun standa vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði RÚV og mun aldrei á minni vakt ganga erinda nokkurs í þessum efnum. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri var spurður að því í Kastljósi hvort hann væri að reka Óðin Jónsson fréttastjóra vegna óánægju ákveðinna sjálfstæðismanna með fréttastofu RÚV. Ég er ekki ómögulegt foreldri - barnið mitt er bara meira krefjandi en flest önnur börn Nýjasta verkefnið: ADHD N ú er ég komin með nýtt verkefni í lífinu. Reyndar fékk ég verkefnið upp í hendurnar fyrir átta árum – en það hefur nú hins vegar verið endurskilgreint. Strax eftir fæð- ingu næstyngsta barnsins míns fann ég að hún myndi seint læðast með veggjum. Hún var farin að mjaka sér áfram á gólfinu þriggja mánaða og skríða á fjórum fótum fimm mánaða! Hin börnin í mömmuklúbbnum voru enn að rembast við að einbeita sér við að grípa í hluti þegar hún var komin á fulla ferð um húsið. Hún hefur alltaf verið skapmikil og dugleg en líka ótrúlega skapandi og sjarmerandi. Tveggja ára kunni hún alla stafina og fjögurra ára var hún farin að lesa stutt orð án þess að nokkur hafi kennt henni það. Hún bara spurði – og fékk svör – og lærði þannig að lesa. Reyndar krotaði hún ennþá á veggi þegar hún var fjögurra ára og neitaði að klæða sig í jólafötin á aðfangadag á sama aldri og setjast við jóla- borðið – en það hlyti að eldast af henni. En þegar hún þurfti að fara að lesa heima fyrir skólann – og æfa sig á píanóið (því hún vildi endi- lega fá að fara í píanótíma eins og stóru systurnar) – þá fóru málin að flækjast allverulega. Eftir því sem kröfurnar á heimilinu og í samfélaginu jukust – því meira krefjandi varð barnið. Oft á tíðum vorum við foreldrarnir algjörlega ráðþrota. Hvernig bregst maður við því þegar barnið manns segir bara: „Nei”! og fæst ekki haggað? Hvað er ég að gera svona rangt? Það vantar ekki ráðleggingarnar frá fólki með börn sem hægt er að tjónka við: „Þið verðið bara að gefa henni tvo valkosti“, segja vinkonurnar af góðum hug. Eins og ég hafi ekki reynt það. Það bara virkar ekki. „Þið verðið bara að beita refsingum – taka af henni eitthvað sem henni þykir skemmtilegt þegar hún verður svona ósamvinnuþýð.“ Það virkar heldur ekki. Henni er alveg sama. „Þið verðið bara að setja upp umb- unarkerfi. Hún fær stjörnu þegar hún stendur sig vel og þegar hún er komin með tíu stjörnur fær hún verðlaun.” Neibbs... virkar ekki heldur. Við ákváðum að leita okkur hjálpar hjá sérfræðingum – því til þess eru þeir. Skólasálfræð- ingurinn tók málið í sínar hendur, setti barnið í greiningu og komst að því að hún er með ADHD röskun. Niðurstaðan kom engan veginn á óvart – og mikið var ég fegin að vera komin með papp- íra í hendurnar sem sönnuðu það fyrir sjálfri mér að ég væri ekki ómögulegt foreldri. Og við fengum alls kyns leiðbeiningar og tæki og tól til að hjálpa okkur að hjálpa barninu. Og við fórum á námskeið hjá ADHD samtök- unum fyrir foreldra barna með ADHD. Og allt í einu voru hlut- irnir komnir í samhengi. Ég veit núna af hverju hefð- bundið umbunarkerfi virkar ekki fyrir hana. Af því að mörg börn með ADHD röskun eru ekki tilbúin að fórna skamm- tímahagsmunum fyrir langtíma- hagsmuni. Við þurftum að aðlaga uppeldisaðferðirnar að hennar þörfum og taka eitt atriði fyrir í einu. Erfiðastir voru morgn- arnir og því byrjuðum við á þeim. Ráðleggingar og leiðbeiningar skólasálfræðingsins virkuðu eins og galdur. Í staðinn fyrir fimm sturlaða morgna í viku erum við nú með fjóra fyrirmyndarmorgna. Við stillum klukku sem hringir á ákveðnum tímum þegar hún á að gera ákveðin verkefni (klæða sig, borða morgunmat, bursta tennur, fara í útiföt) og ef hún gerir það sem hún á að gera fær hún að fara í spjaldtölvuna eða horfa á sjónvarpið. Umbunin kemur sem sagt strax, ekki seinna í dag eða seinna í vikunni. Þetta er fyrsta skrefið. Svo verður hægt að kenna henni smám saman að fá verðlaun seinna. En eins og er erum við hæstánægð með árangurinn og hlökkum til að taka á næsta máli af mörgum: kvöldmatartímanum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjóNarhóll Mikið var ég fegin að vera komin með pappíra í hend- urnar sem sönnuðu það fyrir sjálfri mér að ég væri ekki ómögulegt foreldri. Minja er gjafavöruverslun með áherslu á íslenska og erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja K raftaverk Skafkorti› Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hefur heimsótt og útbýrð þannig persónulegt heimskort. 82 X 58 cm • Kr. 2.990  VikaN sem Var VikAn í tölum 250 milljónir króna lögðu Bændasamtök Íslands Hótel Sögu til í nýtt eigið fé auk þess sem skuldir voru felldar niður í fjárhagslegri endurskipu- lagningu hótelsins. 20 ár eru liðin síðan Liverpool- klúbburinn á Ís- landi var stofn- aður. Goðsögnin Robbie Fowler mætir í afmælisveisluna um helgina. 600.000 krónur og rétt rúmlega það er uppsett verð fyrir eina stöng á dýrasta deginum í Selá í Vopnafirði í sumar. Nánast er uppselt í Selá í sumar. 18 viðhorf Helgin 21.-23. mars 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.