Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Page 25

Fréttatíminn - 21.03.2014, Page 25
Einnig sé mikilvægt að passa upp á koffínneyslu unglinga en mikil neysla þeirra veldur seinkun á svefntíma, sérstaklega allt sem drukkið er eftir hádegi og fram á kvöld. Raftækin trufla svefn Flestir unglingar eru með raftæki í herbergjunum sínum en það hefur slæm áhrif á svefninn. „Oft eru unglingar í tölvu, spjaldtölvu eða símanum alveg þangað til þau slökkva ljósin. Ljósin í þessum tækjum valda því að melatónín- framleiðsla sem gerist í myrkri stöðvast og við verðum ekki syfjuð þrátt fyrir að kominn sé háttatími, og unglingar eru sérstaklega við- kvæmir fyrir því. Foreldrar ættu að gera eitthvað sem er örugg- lega mjög erfitt að framkvæma, að láta krakkana skilja þetta allt eftir frammi. Raftæki eiga í raun ekki að vera í svefnherbergjum,“ segir Erna Sif. Hún segir einnig mikið sjónvarpsáhorf á kvöldin trufla svefn. „Í rauninni ættum við að auka bókalestur barna og unglinga því hann hefur svo góð og róandi áhrif á líkamann. Best væri að slökkva á öllum raftækjum og bjóða börnum og unglingum að lesa í klukkutíma fyrir svefninn, og auka þar með læsi og svefn á sama tíma.“ Breytt klukka og seinkun skóla Erna Sif bendir á að við séum með innbyggða dægursveiflu í líkamanum sem í daglegu tali sé kölluð líkamsklukka. „Við erum í rauninni hönnuð til að gera ákveðna hluti á ákveðnum tíma dags. Hjartaáföll eru til dæmis algengust um miðja nótt því þá er starfsemi hjarta-og æðakerfisins í lágmarki. Eins erum við líkleg- ust til að lenda í umferðaslysi um miðja nótt því öll kerfi miðast við að við séum sofandi á þessum tíma. Hún segir mikilvægt að sam- hæfa líkamsklukkuna sólarklukk- unni, en á Íslandi sé hún skökk. „Þessi skakka klukka hefur mikil áhrif á okkur þar sem Íslendingar fara almennt einni klukkustund seinna að sofa en nágrannaþjóðir okkar en við þurfum svo að vakna snemma á morgnanna og sofum því styttra. Þegar við vöknum kl. 7 á morgnana er sólarklukkan í raun bara 5:30 og líkami okkar stilltur eftir því.“ Erna Sif segir námsárangur og mætingu unglinga erlendis, þar sem skólastarfi hafi verið seinkað á morgnana, aukast mikið ásamt bættri líðan unglinganna. „Við vitum að unglingar eru með seinkaða dægursveiflu þannig að við ættum ekki að vera að draga þau fram úr rúminu eldsnemma á morgnana. Þau vilja sofa lengur og best væri að leyfa þeim að gera það. Unglingar ættu í raun ekki að byrja skóla fyrr en klukk- an 9 á morgnanna. Í íslenskum framhaldskólum er einnig mikið óútskýrt brottfall vegna mæting- ar og hjá Svefnrannsóknafélaginu teljum við að þau ættu auðveldara með mætingu ef við seinkuðum skólatímanum. Þetta er ekki bara menningarlegur munur heldur er þetta líka líffræðilegt. Við hjá Svefnrannsóknafélaginu mælum með því að klukkunni verði breytt og teljum að það myndi vera til hagsbóta fyrir allt samfélagið.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Uppskriftir á gottimatinn.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA bökuð sítrus- ostakaka Þessi er virkilega fersk og skemmtileg. Hér er hugmynd: skiptu út 18% sýrðum rjóma fyrir nýja 36% sýrða rjómann og berðu hana fram með smá slettu af 36% rjómanum. Það verður enginn svikinn af því. NÝTT Vilja breyta klukkunni og seinka skólabyrjun Erna Sif segir þá unglinga sem sofa of lítið ekki hugsa jafn vel um sig. Þeir hreyfi sig minna og þyngist auð- veldar auk þess að sækja oftar í áhættuhegðun eins og að reykja og drekka. Mynd/Getty Kostir þess að breyta KluKKunni skv. Hinu íslenska svefnrannsóknarfélagi samhæfing sólar- hringsklukku og líkamsklukku fólk færi fyrr að sofa og næði í kjölfarið betri nætursvefni aukin birta á morgnana í 6 vikur til viðbótar á árinu HádEgi klukkan 13:28 yfir vEturinn í rEykjavík í nóvember á síðasta ári lagði Björt framtíð fram þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að klukkunni yrði breytt þar sem hún væri rangt skráð. í tillögunni segir að klukkan á Íslandi hafi verið rangt skráð, stillt á sumartíma allt árið, síðan 1968. Með breytingunni vill Björt framtíð að við fáum bjartari morgna í 6 vikur til viðbótar á ári. í stað þess að sól sé hæst á lofti um hádegisbil yfir vetrartímann klukkan 12:00 þá er hún, skv. núverandi klukku, hæst á lofti klukkan 13:28 í reykjavik en hálftíma fyrr á Egilstöðum. væri klukkunni seinkað um klukkustund yfir vetrartímann, yrði sól hæst á lofti í reykjavík að jafnaði klukkan hálfeitt og á Egilstöðum í kringum tólf. fréttaskýring 25 Helgin 21.-23. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.