Fréttatíminn - 21.03.2014, Síða 30
fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420
Heimilistæki
Með einfalda leið til að miðla
greiðslum án kostnaðar fyrir ríkið
Katrín María Lehmann, við-
skiptafræðingur og frumkvöðull
í fyrirtækinu Nordic Payments,
er sérhæfð í greiðslumiðlun. Hún
sér viðskiptatækifæri í því að
nýta sérstök greiðslukort til að
innheimta gjöld ferðamönnum á
vinsælum ferðamannastöðum.
Katrín er búin að útfæra kerfi sem hún
segir að gangi upp ríkinu að kostnaðar-
lausu. Fyrir erlendu ferðamennina þurfi
þá að búa til sérstakt greiðslukort með
fyrirframgreiddri inneign sem geti í
leiðinni nýst sem öflugt markaðstól fyrir
ferðaþjónustufyrirtæki. Rafeindabún-
aður og sjálfvirkir teljarar verði nýttir
við innheimtuna þannig að ekki myndist
biðraðir og ekki þurfi að ráða fjölmennt
starfslið á helstu ferðamannastaði til
þess þess að stjórna innheimtunni. Ríkið
mundi fá sitt gjald í gegnum greiðslu-
miðlunina án þess að þurfa að ráða
starfslið til þess að halda utan um gjald-
tökuna.
Katrín Anna er búin að koma hugmynd
sinni á framfæri við fjölmarga aðila
innan ferðaþjónustunnar og í stjórn-
sýslunni og segist hafa fengið góðar
undirtektir. Óljóst er þó hvort
hugmynd hennar verður ofan
á enda er málið í pólitísku upp-
námi og eftir er að svara ýmsum
spurningum um málið á vettvangi
stjórnmálanna og stjórnsýslunnar
áður en það skýrist hver pólitíski
viljinn er varðandi gjaldtöku af
ferðamönnum.
En Katrín Anna staðhæfir að ef niður-
staðan verður sú að fara í að innheimta
sérstakt gjald eigi hún til einfalt kerfi til
þess að vinna það verk á mun skilvirkari
og þægilegri hátt fyrir alla aðila en
raunin er þessa dagana á Geysi. Eins
og kunnugt er af fréttamyndum vinnur
nú starfsfólk, klætt í kuldagalla og með
posa á lofti, við það að búa til biðröð þar
sem ferðamenn bíða eftir að greiða 600
króna aðgangseyri fyrir að ganga inn á
Geysissvæðið. Ysti hluti svæðisins er í
sameign ríkisins og einkaaðila, en hver-
irnir sjálfir og svæðið næst þeim er hins
vegar allt í eigu ríkisins. Ríkið er andvígt
því að sameigendur þess að landinu
taki gjald af gestum en sýslumaðurinn
á Selfossi neitaði ríkinu um að leggja
lögbann á gjaldtökuna.
Held að þetta sé
mikið óheillaspor
Páll Ásgeir
Ásgeirsson,
útivistarmaður
og rithöf-
undur, segir
að gjaldtakan
við Geysi brjóti
almannarétt
sem gilt hefur
í landinu frá
landnámi og
varar við að
áform ríkis-
stjórnarinnar
geti opnað
fyrir víðtæka
einkavæðingu
í íslenskri
náttúru.
M eð því að heimila landeigendum gjaldtöku á einstökum svæðum er verið að ganga gegn óskrif-
uðum reglum sem þjóðin hefur haft með
sér um samband okkar við landið,“ segir
Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur, fjalla-
leiðsögumaður og kunnur áhugamaður um
náttúruvernd og útivist. Hann er einn þeirra
sem bregst harkalega við fréttum af gjald-
tökunni við Geysi og áformum um gjaldtöku
af ferðamannastöðum. Hann lýsir áhyggjum
af þetta kunni að vera fyrsta skrefið í átt að
hugsanlegri einkavæðingu náttúrunnar og
telur eðlilegast að ríkið afli tekna til nátt-
úruverndar og úrbóta á ferðamannastöðum
með því að hækka gistináttagjaldið.
Skýlaust brot á lögunum
„Ég held að þetta sé mikið óheillaspor og
ýtir undir þann átakakúltúr sem fer vaxandi
í samfélagi okkar. Stjórnvöld virðast algjör-
leg vanbúin til að stöðva þetta framferði og
þetta mun aðeins leiða til stjórnleysis og
öngþveitis í ferðaþjónustunni,“ segir Páll
Ásgeir. Náttúruverndarfólk, landverðir og
útivistarfólk telji að gjaldtakan sé skýlaust
brot á ákvæði í náttúruverndarlögunum um
almannarétt. Það er réttur sem hefur verið
í gildi frá upphafi Íslandsbyggðar. „Í lög-
unum er kveðið á um frjálsa för almennings
um náttúru Íslands og þó að þar sé vissu-
lega veitt heimild til landeigenda til að loka
landi sínu ef það liggur undir skemmdum
vegna ágangs þá er ekkert fjallað í náttúru-
verndarlögunum um gjaldtöku heldur er
þar bara grein sem varðveitir almannarétt-
inn. Og teljum að þetta framferði við Geysi
og hjá öðrum sem þetta ætla að stunda sé
skýlaust brot á lögunum.”
Minnir á aðdraganda kvótakerfisins
„Mér finnst nokkuð augljóst að landeigendur
sjá sér nú leik á borði,“ bætir Páll Ásgeir við.
„Þeir eru búnir að átta sig á því að þessi ríkis-
stjórn er vanhæf til þess að leysa þessi mál og
inn í þetta tómarúm vilja landeigendur stíga
og hefja gjaldtöku til þess að geta skapað sér
bótarétt á hendur hins opinbera þegar mið-
læg gjaldheimta í þágu náttúrunnar hefst.
Þetta er svipað og í aðdraganda kvótakerf-
isins þegar menn lögðu kapp á að afla sér
veiðireynslu.“
Hann segist telja að áform iðnaðarráðherra
um að tekjur af náttúrupassanum renni inn í
sjálfseignarstofnun og í sérstakan sjóð sem
ekki er hluti af fjármálum ríkisins og lýtur
eigin lögmálum sé trúlega liður í „ einhvers
konar einkavæðingaráformum þessarar
sömu ríkisstjórnar á íslenskri náttúru.“
Rétta leiðin er þekkt, gistináttagjald
og virðisaukaskattur
„Það efast enginn um nauðsyn þess að afla
fjár til náttúruverndar og uppbyggingar í
ferðamannaþjónustu,“ segir Páll Ásgeir.
„Leiðirnar til þess að ná í þann pening eru
til, þær eru vel valdar og einfaldar í fram-
kvæmd og rétta leiðin er hvorki gjaldtaka
á einstaka stöðum né þær hugmyndir sem
iðnaðarráðuneytið er með í undirbúningi
um náttúrupassann. Einfaldasta leiðin
væri að lagfæra innheimtu gistinátta-
gjaldsins og hugsanlega láta ferðaþjón-
ustu borga virðisaukaskatt eins og aðrar
atvinnugreinar. Allt þras um amerísku
leiðina, eða nýsjálensku leiðina eða þessa
leið eða hina leið er bara til þess að drepa
málinu á dreif.”
Páll Ásgeir Ásgeirsson óttast að gjaldtakan
við Geysi geti gefið fordæmi fyrir stórfelldri
einkavæðingu í náttúru Íslands. Mynd/Hari
Pétur Gunnarsson
petur@frettatiminn.is
FerðaMennska Gjaldtaka aF FerðaMönnuM Gæti orðið Fyrsta skreFið í víðtækri einkavæðinGu
Ljósm
ynd/N
ordicphotos - G
ettyim
ages
Farið er að krefja ferðamenn við Geysi um
600 króna aðgangseyri fyrir að skoða hverina.
Ríkið á hverina en landeigendur eiga sameigin-
lega landið sem ferðamenn verða að ganga
um til þess að komast að hverunum. Það eru
meðeigendur ríkisins að því landi sem standa að
gjaldtökunni í óþökk ríkisins.
30 úttekt Helgin 21.-23. mars 2014