Fréttatíminn - 21.03.2014, Side 34
Stolt íslenskrar náttúru
Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir
MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM
Íslenskt heiðalamb
VELDU GÆÐI, VELDU KJARNAFÆÐI
WWW.KJARNAFAEDI.IS
og berjast nánast eins og dýrin í
skóginum. Þetta hefur ekki breyst
nema til hins verra ef eitthvað er. Ég
er í heimspeki til að reyna að skilja
þetta.“
Umræðan líkist oft kappleik
„Ég valdi heimspekina því hún
reynir að leita svara um hegðun
manneskjunnar og tengsl hennar við
náttúrulögmál, hvatir og annað. Til-
hneigingin er alltaf sú að einhverjir
aðrir vilji stýra annarra manna lífi og
troða sínum skoðunum upp á aðra.
Kannski hef ég gert það sjálfur. Það
er stöðugt áreiti og menn virðast
ekki geta talað um hlutina með
almannaheill í huga eða tekið þátt
í rökræðum sem leiða mál til lykta
heldur virðist umræðan helst líkjast
kappleik þar sem stefnan er tekin á
sigur, kappleik sem snýst um að hafa
aðra undir. Nú þegar ég hef aðeins
dregið mig í hlé er góður tími til að
velta þessu fyrir sér. Hvað veldur
þessu? Var ég svona líka? Það er
ágætt að velta þessu öllu upp.“
Þetta er í annað sinn sem Ellert er
við nám í Háskóla Íslands en þaðan
útskrifaðist hann með lögfræðipróf
1966 og fékk héraðsdómsréttindi ári
síðar. „Ég var að gantast með það í
kosningunum til Stúdentaráðs í vet-
ur að það eru 50 ár síðan ég var sjálf-
ur formaður Stúdentaráðs, og tók
svo þátt í kosningunum núna. Mig
minnir að það hafi verið um 1300
nemendur í skólanum þegar ég var
hér, mun færri greinar voru kenndar
og þá voru ekki komnar allar þessar
byggingar. Kennslan fór fram í Aðal-
byggingunni og síðan höfðum við að-
stöðu við Aragötu til að lesa. Það er
gleðiefni hvað háskólasvæðið og há-
skólasamfélagið hefur stækkað enda
er hér lagður grundvöllur að þekk-
ingu og kunnáttu sem fólk hefur með
sér út í lífið.“
Stundar ýmsa heilaleikfimi
Ellert segir háskólann vera dásam-
legan vettvang. „Það er yndislegt
að vera hér í heimspekideildinni,
innan um ungt fólk, í akademísku
umhverfi, og fá tækifæri til að hlusta
á viti borna flotta kennara. Það eru
mikil forréttindi því viti bornir menn
eru sjaldgæfir,“ segir hann íbygginn.
Þá hafa samnemendur tekið honum
afar vel. „Þetta unga fólk er allt sam-
an kurteist og glatt og spjallar þegar
þannig stendur á. Það er gaman að
vera innan um það og gaman að sjá
hvað unga fólkið er greint og klárt.“
Ein af ástæðunum fyrir því að
Ellert fór aftur í skóla er sú að hann
hefur meiri tíma aflögu nú þegar
hann er ekki lengur á vinnumark-
aðnum. „Mér fannst eftirsóknarvert
að komast í ögrandi og fræðandi um-
hverfi og reyna að skilja bæði mína
tilveru og tilganginn með þessu öllu,
fræðast um hegðun mannskepnunn-
ar og fá að einhverju leyti sýn á mitt
eigið lífshlaup. Það vakna upp spurn-
ingar hvort ég hafi breytt rétt eða
rangt, hvort ég hafi gert gagn og út á
hvað þetta hefur allt saman gengið.
Ég er ekki að segja að það sé komið
að leikslokum en það er allavega
farið að halla í seinni hálfleik og
þá er gott að líta yfir farinn veg. Ég
held líka að pælingar af þessu tagi,
hugsun og heilabrot geti komið sér
vel þegar aldurinn færist yfir. Ekki
svo að segja að ég sé orðinn mjög
gamall. En á þessum aldri er mikil-
vægt að halda sér hugsandi, vakandi
og lifandi, og nota heilann. Alls kyns
vandamál fylgja elliárunum, hrörnun
og gleymska. Það er bara lífsins
gangur.“
Og Ellert hefur sannarlega nóg
fyrir stafni. „Ég glími við krossgátur,
spila bridds og les mikið. Ég á margs
konar tómstundir, bæði þegar kemur
að ræktun hugar og líkama og held
að ég sé tiltölulega duglegur við
það. Ég fer í ræktina og tek á þeim
tækjum sem þar eru, lyfti og hoppa,
og á sumrin spila ég golf. Síðan á ég
börn og barnabörn og er nýbúinn að
eignast mitt fyrsta barnabarnabarn.
Ég er því orðinn langafi og ég vil
alls ekki missa af því að sjá og sinna
öllum þessum börnum. Ég á líka
stórt áhugamál sem er Ágústa konan
mín. Hún er heimspeki út af fyrir sig.
Þetta er allt saman í takt við að lifa
lífinu lifandi.“
Þegar við stöndum upp frá borðinu
á Háskólatorgi kemur Ellert auga á
tvo samnemendur sem ólmir vilja
fá hann í næsta partí en Ellert gefur
ekkert endanlegt svar. Þegar við höf-
um kvatt nemendurna spyr ég hann
líka hvort hann mæti ekki örugglega
í partíið. Ellert hugsar sig um í ör-
skotsstund og svarar síðan hlæjandi:
„Ef Ágústa leyfir mér það.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Mér fannst eftir-
sóknarvert að komast
í ögrandi og fræðandi
umhverfi og reyna
að skilja bæði mína
tilveru og tilganginn
með þessu öllu.
Ellert var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir 50 árum. Hann situr hér við enda borðsins.
34 viðtal Helgin 21.-23. mars 2014