Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 36
Hvað er svo glatt sem góðir endurfundir? Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Þ SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 12.03.14 - 18.03.14 1 2 Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker Hljóðin í nóttinni Björg Guðrún Gísladóttir 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson 5:2 Mataræðið - með Lukku í Happ Unnur Guðrún Pálsdóttir 5:2 Mataræðið Michael Mosley / Mimi Spencer Kroppurinn er kraftaverk Sigrún Daníelsdóttir Marco áhrifin Jussi Adler Olsen Konungsmorðið Hanne-Vibeke Holst HHhH Laurent Binet Skrifað í stjörnurnar John Green Eingöngu selt á hársnyrtistofum Betra hár Víkurbraut 62, Grindavík, 426-9800, Björt Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði, 565-3065, Brúskur Höfðabakka 9, Reykjavík, 587-7900, Caró Miðvangi 6, Egilsstöðum, 471-2980, Classic Hárstofa Smiðjuvöllum 32, Akranesi, 431-4000, Fagfólk Fjarðargötu 9, Hafnarfirði, 565-3949, Grand Grandavegi 47, Reykjavík, 562-6162, Gresika Suðurgötu 7, Reykjavík, 552-2430, Hárfaktorý Hafnargötu 20, Reykjanesbæ, 421-3969, Hárhús Kötlu Stillholti 14, Akranesi, 431-3320, Hárið sf. Engihjalla 8, Kópavogi, 554-4645, Hárlínan Snorrabraut 22, Reykjavík, 551-3830, Hársmiðjan Smiðjuvegi 4 (græn), Kópavogi, 557-3232, Hárstofa Olgu Stórakrika 48, Mosfellsbæ, 696-8500, KlippArt Lóuhólum 2-6, Reykjavík, 557-2653, Króm Skipholti 70, Reykjavík, 553-9770, Lína Lokkafína Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði, 565-4424, Madonna Garðaflöt 16-18, Garðabæ, 565-6620, Möggurnar í Mjódd ehf. Álfabakka 12, Reykjavík, 557-7080, Pílus ehf. Þverholti 2, Mosfellsbæ, 566-6090, Prímadonna Grensásvegi 50, Reykjavík, 588-5566, Yfir Höfuð Búðagerði 10, Reykjavík, 533-5050 Meðal söluaðila eru: Það er ekki það að mér finnist ég endilega svo gamall. Það er bara þetta með alla afmælisdagana og brúðkaupsafmæli öll jólin. Börnin stækka á ógnarhraða og mér finnst talan 40 á afmæliskökunni nálgast full geist. - Jú, kannski finnst mér ég vera að verða pínu gamall. Ekki skánuðu aldurskomplexarnir þegar upp poppuðu hugmyndir á Facebo- ok um að halda partí. Ekki að mér leiðist gleði á góðri stund í góðu partíi. Heldur var það um hvurskonar teiti var að ræða. Reunion! Já, það ku víst vera 22 ár síðan ég, að ég vonaði tiltölulega ungur maðurinn, kláraði grunnskóla. Nú er það svo, eins og ætla mætti með mann sem hefur áhyggjur af aldrinum og ekki orðinn fertugur, að ég er ekkert sérstaklega þroskaður. Í það minnsta með málefni sem skipta máli í stóra samhenginu. Staða í pólítík og þess háttar hugmyndir um hvað gerir fólk full- orðið eiga ekki endilega við mig. Ég vil helst ræða hárblástur og æðar á upphand- leggsvöðvum. Borða helst bara kókópöffs og pítsur í öll mál. Auk þess sem mér finnast prumpubrandarar ennþá fyndnari en flest annað. Það var því skemmtilegt raunveruleikatékk að hitta þessa fyrrum sam- nemendur mína. Suma hafði ég ekki hitt frá útskrift- inni sem var árið 1992. Til að setja í samhengi hversu langt er síðan þá fæddist vinsæl- asta poppstjarna Íslands, Ásgeir Trausti, það ár. Þessir gömlu vinir og kunn- ingjar voru hins vegar öll orðin svona í meira lagi þroskuð. Orðin kennarar, skrif- stofufólk, verslunarmenn og tölvufræðing- ar. Allt störf sem fólk gengur til þegar það verður stórt. Reyndar er einn slökkviliðs- maður, en það er önnur saga. Í upphaflega kurteisishjalinu var farið yfir listann: hversu mörg börn hver ætti og hversu gömul. Hvar híbýlin séu og allt þetta helsta. Hlutir sem venjulegt þroskað fólk gerir þegar það hittist eftir margra ára aðskilnað. Ég var hins vegar í losti. Hvernig gat fólk sem var með mér í grunnskóla verið svona þróað. Sumir áttu meira að segja börn sem voru búin með þetta fyrsta stig skólakerfisins. - Jafnvel langt komin með framhalds- námið líka. Þar sem ekki var samfélags- lega ásættanlegt að leggjast í fóstur- stellinguna úti í horni og sjúga á sér þumalinn lét ég meintan þroska sam- nemenda minna ekki mikið á mig fá. Kinkaði kolli á réttum stöðum milli þess sem ég barðist við þessa sömu fyrrum grunnskólanema úr Kópavogi um að stjórna tónlistinni í salnum. Eftir sem Bon Jovi og Guns ‘n’ Roses lögunum fjölgaði og málbeinið liðkaðist með hjálp áfengra drykkja kom nátt- úrlega á daginn að ekkert hafði í raun breyst. Ekkert okkar var deginum þrosk- aðra en þennan vordag sem við héldum út af skólalóðinni. Jafnvel þveröfugt því á þeim árum reyndu kannski nokkrir að sýnast fullorðnari en efni stóðu til. En þegar endurfundirnir stóðu hæst var sem ekkert hefði breyst. Fyrir mér, í það minnsta, hefur tíminn staðið kyrr. Kennslukonurnar og versl- unarmennirnir sem voru þarna með mér í salnum voru bara stelpurnar og strák- arnir í hverfinu. Fólk sem ég þekkti frá fyrsta deginum í 6 ára bekk fram að því þegar hópurinn tvístraðist á leið sinni upp menntaveginn. Þessi vitneskja róaði aldurskomplexana mína aðeins og þegar ég lagði hausinn á koddann fannst mér þetta jafn vel verða bara allt í lagi. Daginn eftir var mér þó kirfilega kippt niður úr draumalandinu. Því ég vaknaði með þá stærstu timburmenn sem ég man eftir lengi og ekki eru þeir merki um eilífa æsku. Te ik ni ng /H ar i 36 viðhorf Helgin 21.-23. mars 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.