Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 42
 GOLD PLATED SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM Þ að er ennþá vetur og skítviðrið hér sunnan heiða sannar það. Svo ekki sé minnst á snjóþungann þegar yfir heiðarnar kemur nánast í allar áttir frá höfuðstaðnum. Það eru þó ekki allir sem kvarta yfir snjóþyngslum enda nú gósentíð fyrir skíðafólk og alla þá sem unun hafa af vetraríþróttum. Allir sem vettlingi geta valdið flykkj- ast nú í fjallið sem aldrei fyrr og þeir hörðustu nota ekki lyftuna. Fjallaskíði hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi um nokkurt skeið. Iðkendur notast við eigið afl til þess að ganga upp fjöll og hlíðar. Sérstök skinn eru fest undir skíðin endilöng til þess að fólk renni ekki aftur á bak niður brekkuna. Skíðin eru líka mun breiðari en hefðbundin skíði sem gera aftur kleift að ganga upp merkilega brattar hlíðar og í djúpum snjó. Bindingarnar eru lausar í hælinn á leiðinni upp og svo festar við skíðið aftur þegar kemur að niðurleiðinni. Eins og á venjulegum svígskíðum. Fjallaskíðamennskunni eru því engin takmörk sett nema sem nemur hugrekki og þreki þess sem ætlar sér að klífa fjöll að vetralagi. Takast á við möguleg snjóflóð og renna svo niður snarbratta hlíðina í leit að hinni fullkomnu ferð. Bolvíkingurinn Hávarður Olgeirsson skíðar niður Veðrarárfjall í Önundarfirði. Mynd/Rúnar KarlssonFífldirfska á fjöllum Fjallaskíðamennska hefur rutt sér mjög til rúms á undanförnum árum hér á landi. Ástæðurnar geta verið margar, meðal annars að skíðafólk hefur ekki notið tryggra snjóalaga víða um land síðustu ár og vill því í staðinn geta skíðað óháð lyftumannvirkjum. Eins spilar inn í að þetta er tíska og hver vill ekki tolla í tískunni? Helsti munurinn á hefðbundnum svigskíðum og fjallaskíðabúnaði, er að hægt er að losa hælinn á bindingunni til að auðvelda uppgöngu. Sett eru sjálf- límandi skinn undir skíðin sem tryggja að skíðamaðurinn renni ekki afturábak. Síðan þegar fjallið er sigrað, er hælnum læst niður og hægt að renna sér á hefð- bundin hátt. Það er óhætt að segja að það hafi orðið sprenging í komu erlends fjallaskíða- fólks til landsins á undanförnum árum og nú er landinn að fylgja í kjölfarið. Eins og svo oft áður, þá eru fáir spámenn í eigin föðurlandi. Vinsælustu svæðin til að stunda þessa skemmtilegu íþrótt eru Tröllaskaginn og norðanverðir Vestfirðir auk fjalllendisins í kringum höfuðborgina þegar snjórinn lætur sjá sig. Við hjá Borea Adventures höfum síðan 2006 boðið upp á sex daga skíðaferðir í Jökulfirði á Hornströndum þar sem gist er um borð í seglskútunni Auroru og erum að bæta við fleiri tegundum fjallaskíðaferða. Það gilda aðeins önnur lögmál þegar skíðað er utanbrautar og fjarri manna- byggðum og því er nauðsynlegt að afla sér þekkingar á snjóflóðum og lágmarks þekkingar í fjallamennsku. Maður þarf ekki að vera nein fjallageit til að geta haft gaman af fjallaskíða- ferðum, en nauðsynlegt er að kunna skil á helstu öryggisþáttum og vera alltaf með snjóflóðaýli á sér og skóflu og stöng í bakpokanum. Rúnar Karlsson, einn eigenda Borea Adventures á Ísafirði. Fjallaskíði eru breiðari en venjuleg og kosta frá 57.995 kr.* Lögmál fjallaskíðamennskunnar Höfundur klífur hlíðina með búnaðinn á bakinu. Fjallaskíðaskór eru grófari en venjulegir og kosta frá 79.995 kr.* Hægt er að hafa hælinn lausan í fjallaskíðabindingum sem kosta frá 26.995 kr.* Það er nauðsynlegt að setja skinn undir skíðin til að renna ekki aftur á bak þegar gengið er upp fjöll. Kosta frá 33.995 kr.* *Öll verð eru fengin frá fjallakofinn.is og tengjast ekki myndunum beint. 42 frítíminn Helgin 21.-23. mars 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.