Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Síða 48

Fréttatíminn - 21.03.2014, Síða 48
Calvin Klein með fyrirlestur 48 hönnun Helgin 21.-23. mars 2014  Hönnun Embla Vigfúsdóttir Er Vöru- og lEikjaHönnuður Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er styrki stoðir mannlífs á Íslandi. Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2014. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsókna- stofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá vísindamannsins skal fylgja tilnefningu. Hvatningarverðlaunin verða afhent á Rannsóknaþingi Rannís. Við val á verðlaunahafa er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og alþjóðasamstarfs, svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags á vinnustað og miðlun þekkingar til íslensks samfélags. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 15. apríl 2014. Tilnefningum ásamt ítarlegum upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað með tölvupósti til Rannís á netfangið rannis@rannis.is Nánar á www.rannis.is Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs Tilnefningar óskast! Með gráðu í listrænni leikjahönnun Hugmynda- fræðilegi veit- ingastaðurinn „Pantið áhrifin“ verður settur upp á HönnunarMars en þar pantar fólk rétti eftir áhrifum þeirra á líkamann. Embla Vigfús- dóttir er annar hönnuðurinn á bak við við- burðinn en hún er nýútkskrifuð sem leikjahönnuður frá Danmarks Designskole. Hún sá um sjónræna útfærslu á spili fyrir UNESCO sem verður notað til kennsku í grunnskólum þar ytra, og bindir vonir við að koma hand- klæða- hemp- unni Móra á markað. Þ etta verður allt öðruvísi upplifun en að fara á hefð-bundinn veitingastað. Gestir vita ekki hvað er í réttunum heldur panta forrétt sem er til dæmis góður fyrir húðina, aðalrétt fyrir heilann og eftirrétt fyrir augun,“ segir Embla Vigfúsdóttir, önnur tveggja hönnuða sem standa á bak við „Pantið áhrifin“ sem er hugmyndafræðilegur veitingastaður þar sem máltíð er valin eftir áhrifum hennar á líkamann. Veit- ingastaðurinn Satt fer í nýjan búning á Hönnunarmars og dagana 25. til 30. mars verður viðburðurinn „Pantið áhrifin“ þar í fyrirrúmi. Hugmyndin spratt upp í áfanga í Listaháskóla Íslands á sínum tíma og fékk verkefnið Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2011. Fram að þessu hefur veitingastaðurinn hins vegar aðeins verið hugmynd sem nú verður að veruleika, og undirbúningur stendur sem hæst. „Við erum að vinna með fullt af fólki, næringarfræðingum, prentsmiðum og auð- vitað matreiðslumönn- unum á Satt. Verk- efnið er því unnið í mikilli þverfaglegri samvinnu“ segir Embla og tekur fram að þó fólk viti almennt ekki hvað sé í rétt- unum geti fólk með ofnæmi vitanlega fengið undanþágu. „Líkaminn okkar er vél sem við þurfum að sýna umhyggju og allt sem við setjum ofan í hann hefur áhrif á hvernig hann starf- ar, en öll grafík staðarins er unnin út frá þessari hugmynd“ segir hún. Embla útskrifaðist sem vöruhönn- uður úr Listaháskóla Íslands árið 2010 og flutti síðan til Danmerkur þar sem hún býr enn og útskrifaðist í ársbyrjun frá Danmarks Designskole í listrænni leikjahönnun. „Útskriftarverkefnið mitt var origami borðspil, innblásið af gíröffum og þróunarkenningu Darw- ins. Í spilinu er hálsinn á gíröffum hækkaður og lækkaður með origami- broti þannig að þeir verði í sömu hæð og trén og geti borðað af þeim. Sá sem getur best aðlagað sig að umhverfinu vinnur. Þetta er spil sem vinnur með snertiskynið,“ segir Embla sem stefnir á að hanna fleiri spil í framtíðinni en á námsárunum sá hún um sjón- ræna útfærslu á spili fyrir UNESCO, WonderWars, sem snýst um að vernda heimsminjar. „Það var mjög skemmti- legt að vinna það og gaman að vera val- in í þetta verkefni. Ég var bara í kúrsi í skólanum og þangað kom leikjahönn- uður sem skoðaði það sem við höfðum gert og hann hafði svo síðar samband og spurði hvort ég vildi taka þetta að mér,“ segir hún. WonderWars-spilið fer í framleiðslu á næstunni og verður notað til að kenna grunnskólanemum í Danmörku um verndum heimsminja. Þegar eru tvær afurðir Emblu fáanlegar í verslunum, barnabókin Loðmar sem hún vann ásamt Auði Ösp Guðmundsdóttur og kom út á degi íslenskrar tungu árið 2010, og sjálf- vökvandi pottur til að rækta lífrænar kryddjurtir - GrowMe - sem Embla hannaði ásamt öðrum nemendum í Listaháskólanum og Háskóla Reykja- víkur og er handgerður af fötluðum á hæfingastöðinni Bjarkarási. Eitt af því sem Embla hefur hannað en er ekki komið á markað er hand- klæðahempan Móri en draumur Emblu er að hann fari í framleiðslu. „Mig langar mikið að fara lengra með Móra, sækja um styrki og jafnvel fara á KickStarter eða KarolinaFund og reyna að fjármagna verkefnið. Ég fékk hugmyndina að honum á fyrsta ári náminu þegar við vorum að vinna með baðmenningu Íslands. Hann er með hettu og vettlingum og mér fannst hann tilvalinn til að umvefja sig með þegar maður stígur upp úr heitri náttúrulaug eða baði. Hugmyndin er að maður líti út eins og draugur úr fortíðinni þegar það klæðist honum í gufunni við laugarnar og þess vegna heitir hann Móri, eins og gömlu draug- arnir. Það er meira að segja hægt að skipta um föt undir honum. Hann væri líka frábær þegar þú kemur út sturtu heima og getur kúrt í handklæðinu. Vonandi get ég látið framleiða hann,“ segir Embla. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Opinbert sælgæti Hönnunarmars Á Hönnunarmars verður í þriðja skiptið á boðstólum HönnunarMarsipan, opinbert sælgæti hátíðarinnar. Lakkrís- konfektkubbarnir eru stórir og litríkir nammikubbar hannaðir af Örnu Rut Þorleifsdóttur og Rán Flygenring, framleiddir í samstarfi við sælgætisgerðina Sambó. Tíu prósent af andvirði hvers selds kubbs renna til styrktar Krabbameinsfélaginu. HönnunarMarsipanið verður fáanlegt frá og með vikunni fyrir HönnunarMars, bæði í rafrænni sölu á kaupstadur.is og að auki í Spark galleríi við Klapparstíg, í Hrím og Vínberinu á Laugavegi auk Kraums í Aðalstræti, Epal í Hörpunni og Mýrinni í Kringlunni. -eh HönnunarMars fer fram í sjötta sinn dagana 27. - 30. mars 2014. Hönn- unarMarsinn spannar vítt svið, allt frá helstu hönnuðum þjóðarinnar sem sýna hvað í þeim býr, til nýútskrifaðra hönnuða sem eru stíga sín fyrstu skref. Hönnuðirnir Friðrik Steinn Friðriksson og Laufey Jónsdóttir báru sigur úr býtum í samkeppni um einkenni HönnunarMars 2014. Sigurtillagan er inn- blásin af „thaumatrope” vinsælu leikfangi frá Viktoríutímanum og retro raftækjum. Líkt og undanfarin ár markar fyrirlestra- dagurinn DesignTalks upphaf hátíðarinnar en þar flytur erindi einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta, á borð við Calvin Klein og Robert Wong hjá Google. -eh Einkenni HönnunarMars 2014 er innblásið af vinsælu leikfangi frá Viktoríutímanum og retro raftækjum. 1. Embla vonast til að koma handklæðahempunni Móra í framleiðslu en Móri hentar jafnt þegar stigið er upp úr náttúrulaugum og þegar komið er úr baði heima. Ljósmynd/ Cole Roberts 2. Pantið áhrifin gengur út á hvaða áhrif maturinn hefur á líkamann. Fólk pantar þá ekki ákveðinn mat heldur áhrif hans, til dæmis aðalrétt sem er góður fyrir heilastarf- semina. 3. Embla sá um útlitshönnum á spilinu WonderWars fyrir UNESCO sem verður notað til að kenna dönskum grunnskólabörnum um verndun heimsminja. 1 2 3 Embla Vigfúsdóttir er annar hönnuðurinn á bak við hugmyndafræðilega veitingastaðinn „Pantið áhrifin“ sem settur verður upp á Satt á HönnunarMars. Ljósmynd/Hari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.