Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 50
Helgin 21.-23. mars 201450 tíska É g byrjaði snemma að nota fatn-að sem tjáningarform og það hefur líklega leitt mig þangað sem ég er í dag,“ segir Sigga Maija sem leggur mikla áherslu á textíl, liti og munstur í sinni hönnun. Hún sækir innblástur í hversdagsleikann og fólkið sitt en nýja línan hennar er innblásin af súrrealisma. „Ég hef verið að skoða mörkin á því sem er raun- verulegt og óraunverulegt í samtíma okkar og hvernig þau mörk eru sífelt að verða óljósari. Þetta er viðfangsefni súrrealismans og ég er mjög innblásin af umhverfinu eins og það var í París árið 1920, einmitt þegar súrrealistarn- ir eru að móta sína hugmyndafræði. Ég fæst við þetta undir formerkjum nútíma konunnar og hennar þarfa,“ segir Sigga Maija. Framleiðsla varanna er henni líka hugleikin. „Það stendur ým- islegt til boða og ég er að velja það sem hugnast mér best. Ég vil starfa með framleiðendum sem hafa samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Þetta er vandasamt ferli og krefst mikillar rannskóknar og eftirfylgni.“ Sigga Maija segir RFF vera eina vettvanginn fyrir íslenska fatahönn- uði til að koma verkum sínum vel á framfæri. „Þetta getur ekki leitt nema gott af sér. Þetta er vaxandi iðnaður og því mjög spennandi tímar framundan.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Reykjavík Fashion Festival Horfir til súrrealistanna Sigga Maija útskrifaðist í fata- hönnun frá Listaháskólanum eftir að hafa lært til klæð- skera. Hún ber djúpstæða virðingu fyrir verkkunnáttu og fagmennsku. Sigga Maija sækir í brunn súrrealistanna í nýrri línu sem er hönnuð með þarfir nútímakonunnar í huga. Ljósmynd/Hari Línan innblásin af þýskum vinnufatnaði  Reykjavík Fashion Festival M agnea segist fá innblástur frá ólíkleg-ustu stöðum. „Ég er í rauninni alltaf með augun opin fyrir innblæstri. Síð- asta lína var til dæmis innblásin af bandarískum körfuboltamönnum og egypskum múmíum en ég hafði fundið gamlan kassa frá því ég var lítil þar sem myndir af þessum ólíku hlutum leyndust og svo blandaði ég saman smáatriðum úr báðum áttum. Línan sem ég sýni á RFF í næstu viku er hinsvegar innblásin af byggingarsvæðum og vinnufatnaði en sú hugmynd kviknaði þegar ég heimsótti Berlín í haust.“ Magnea framleiðir fötin á Íslandi og segir það hafa gengið vel. „Það er ekki sama úrvalið hér og annars staðar en ég hef tekið því sem áskorun og notað hugmyndaflugið til að leysa vandamálin.“ Magnea segir RFF vera flott tækifæri fyrir hönnuði og íslenska fatahönnun og nauðsynlegan vettvang til að efla iðnaðinn og vekja athygli á tískusenunni hér. „Íslensk fatahönnun er ung og ennþá í mótun og er þess vegna mjög fersk og spennandi en það gefur henni sérstöðu og gerir hana eftirsóknarverða. RFF býr til glæsilegan ramma utan um okkur hönnuðina en við höfum öll mjög ólíkan stíl svo að gestir fá að sjá alla flóruna á einum degi. Þetta er fyrsta skiptið sem ég tek þátt en undirbúningurinn hefur verið mjög skemmtilegur. Það eru ótrúlega margir hlutir sem þarf að huga að svo að allt smelli saman í lokin en ásamt frábæru starfsfólki RFF er ég með gott fólk sem vinnur að þessu með mér.“ Magnea Einarsdóttir fatahönnuður útskrifaðist frá Central Saint Martins í London þar sem hún lærði fatahönnun með áherslu á prjónavöru. Magnea Einarsdóttir fatahönnuður selur fötin sín í versluninni JÖR við Laugarveg. Þá línu segir hún vera klæðilega útgáfu af útskriftarverki sínu frá London. Mynd/Hari Magneu finnst gaman að blanda saman ólíkum efnum en fötin eru úr ull og gúmmíi. Sölustaðir: Lyfja, Apótekið, Heilsuhúsin, Lifandi markaður, Heilsutorg Blómavals, Heimkaup.is, o.fl. verslanir ÁN AUKAEFNA NÁTTÚRULEGT B R Ú N K U K R E M Smáralind S: 511 2020 Leðurjakki 39.990 kr. Taska 9.490 kr. WE LOVE SHOES ibuxin rapid 400 mg hraðvirkt ibuprofen 30 töflur 20% afsláttur til 14. mars
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.