Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Side 66

Fréttatíminn - 21.03.2014, Side 66
TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opnunartímar 12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi Óli G. Jóhannsson – In Memoriam – 13. mars - 5. apríl 2014 Elly Vilhjálms er einn flytjenda á safnplötu með bestu lögum SG hljómplatna.  TónlisT safnplaTa með 75 lögum SG hljómplötur á toppnum á ný Hálf öld er nú liðin frá því að Svavar Gests hóf plötuútgáfu undir merkjum SG-hljóm- platna kom út. Af þessu tilefni hefur Sena gefið út veglegan safnpakka með 75 lögum sem Svavar gaf út. SG gaf út plötur í tutt- ugu ár, frá því í júní 1964 og fram í árslok 1984. Í ævisögu Svavars Gests, sem kom út árið 1992, kom fram að á þessum tíma hafi hann gefið út um 2.400 lög. Útgáfutíðnin samsvaraði því að hann hefði gefið út eina plötu á mánuði að meðaltali. Svavar Gests lagði sig fram um að gefa út góðar, áhuga- verðar og vandaðar hljóm- plötur og skilaði miklum fjársjóði í hendur þjóðar- innar. Það má merkja á því að margar þeirra platna sem hann gaf út undir merkjum SG-hljómplatna njóta enn mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Nýja safnplatan hefur sömuleiðis fengið góðar viðtökur. Hún tyllti sér beint á topp Tónlistans þegar hún kom út. Á plötunni er að finna 75 vinsæl lög úr katalóg SG út- gáfunnar, flutt af ástsælustu söngfuglum og hljómsveit- um þjóðarinnar á borð við Fjórtán fóstbræður, Þorvald Halldórsson, Helenu Eyjólfs- dóttur, Savanna tríóið, Þrjú á palli, Ómar Ragnarsson, Lúdó sextett, Sextett Ólafs Gauks og Svanhildi, Einar Júlíusson, Upplyftingu, Hauk Morthens, Elly og Vilhjálm Vilhjálms, Ragnar Bjarnason, Hljóma, Hörð Torfa og fleiri og fleiri. Kemur næst út 11. apríl Sýning á myndverkum eftir Karl Kvaran og hljóm- tækjum sem meðal annars voru í hans eigu verður opnuð í Studio Stafni á laugardag. Karl Kvaran hafði mikinn áhuga á tónlist og að geta notið hennar í sem full- komnustu hljómgæðum. Með þessari sýningu er gefinn kostur á að sjá og heyra. Sýnd verða hljómtæki sem að áliti margra fagmanna hafa verið talin með þeim betri í heimi á hverjum tíma. Elstu hljómtæki sýningar- innar eru frá árinu 1954. Áhrif tónlistar má lesa úr mörgum verka Karls Kvaran, að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna sýningarinnar. Hann aðgreindi þó vinnu frá hlustun og vann ekki myndverk sín með hljómlist. Að hans mati voru þetta tveir heimar. Sýningin er í Studio Stafni, Ingólfsstræti 6, og stendur til 30. mars. Hún er öllum opin endur- gjaldslaust til skoðunar alla daga frá klukkan 14-17. Á meðan á sýningunni stendur verður boðið upp á sérstaka áheyrnartíma á tækjum frá klukkan 20- 21.30, alla virka daga. Tímapantanir eru í síma 552 4700 og aðgangseyrir er 2.500 krónur.  myndlisT sýning í sTudio safni Tveir heimar Karls Kvaran  TónlisT elsTi sTarfandi kammerkór landsins fagnar ferTugsafmæli Þriðja kynslóð söngvara í Hljómeyki s önghópurinn Hljómeyki fagnar fjörutíu ára afmæli sínu með veglegum tón-leikum í Norðurljósa- sal Hörpu á sunnudag klukkan 17. Þann dag eru nákvæmlega fjörutíu ár síðan hópurinn hélt fyrstu tónleika sína í Norræna húsinu. Hópurinn hefur starfað nær óslitið síðan og nú syngur þriðja kynslóð söngvara með hópnum. Hljómeyki var í upphafi fjölskyldukór og hefur haldist sem slíkur þótt margir sem bæst hafa í hópinn séu ekki skyldir stofnmeð- limunum. Á tónleikunum á sunnudag flyt- ur sönghópurinn að nýju nokkur þeirra verka sem hljómað hafa á tónleikum Hljómeykis í gegnum tíðina. Auk Hljómeykis koma fram þau Hallveig Rúnarsdóttir söng- kona, Stefán Jón Bernharðsson hornleikari og Hrönn Þráins- dóttir. Stjórnandi Hljómeykis er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Sönghópurinn Hljómeyki var stofnaður árið 1974. Hópurinn starfaði fyrstu árin undir stjórn Rutar L. Magnússon og flutti þá aðallega veraldlega tónlist frá ýmsum löndum. Árið 1986 var tekin upp samvinna við Sumartón- leika í Skálholti og hefur kórinn síðan þá lagt megináherslu á flutn- ing nýrrar íslenskrar tónlistar. Hljómeyki hefur komið fram víða, hérlendis og erlendis, sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, á Myrkum músíkdögum, Kirkju- listahátíð, á Sumartónleikum í Skálholti, sungið með alls kyns poppgrúppum og tekist á við fjöl- breytt verkefni með sveitum og listamönnum á borð við Todmo- bile, Skálmöld, Dúndurfréttir, Jóhann Jóhannsson og fleiri og fleiri. Tónleikarnir á sunnudag hefj- ast klukkan 17 og miðaverð er frá 3.000 krónum. Hljómeyki fagnar fertugsafmæli sínu í Hörpu um helgina. 66 menning Helgin 21.-23. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.