Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 88

Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 88
KYNNING fermingar Helgin 21.-23. mars 201416 KYNNING Gjafir sem hlýja! Fermingin er stór þáttur í lífi flestra og markar ákveðin kafla- skil. Hefð er fyrir því að ættingjar og vinir heiðri fermingarbarn- ið með eftirminni- legum gjöfum. Helga María Bragadóttir hjá Lín Design segist taka eftir auknum áhuga á íslenskri hönnun og vönduðum sængur- fatnaði í fermingar- gjöf, enda sé þar á ferðinni gömul hefð. Þ að er oft svolítil íhaldssemi í gjöfunum frá nán-ustu ættingjunum. Hér áður fyrr vildu ömmur gjarnan gefa vandaðar dúnsængur og góð rúmföt og sauma út upphafsstafi fermingarbarnsins í sængurverið. Þá var gert ráð fyrir því að sængurföt myndu duga fram á fullorðins ár,“ segir Helga María hjá Lín Design. „Í dag er þetta orðin tískuvara í mörg- um tilvikum. Fólk skiptir þessu svo fljótt út enda eru íslenskar konur ekki eins mikið að sýsla í höndunum og hér áður fyrr.“ Helga María segir rúmfötin frá Lín Design sérstaklega endingargóð og að íslensk hönnun falli vel í kramið hjá unga fólkinu sem vilji hafa her- bergin sín sem flottust. „Það hefur ákveðin breyting átt sér stað í barna- og unglingsherbergjum. Það er verið að hittast meira heima í tölvuleikjaspil og spjall og þá eru rúmin oft undirlögð. Þá skiptir máli að vera með töff rúmföt, þar sem rúmábreiður eru að detta út,“ segir Helga María en hún segir rúmfötin frá Lín Design sérstaklega hönnuð til þess að njóta sín ábreiðulaust í rúmunum. Bæði strákar og stelpur eru spennt fyrir smekk- legum rúmfötum að sögn Helgu Maríu. „Strákarnir eru oft hrifnir af hönnun með hreindýrum eða íslenska ránfuglinum, svona dökkt og töff. Annars eru líka friðar- og ástarmerkin vinsæl fermingargjöf. Það er mjög skemmtilegt að hanna fyrir þennan hóp, það eru svo sterkar kröfur í gangi. Náttúran og menningin er það sem krakkarnir vilja í herbergin sín,“ segir Helga María og telur umhverfisvitund vera að aukast hjá ungu fólki í dag. Fyrirtækið Lín Design var stofnað árið 2007 og hefur eftispurn eftir íslenskri hönnun á rúmfatnaði aukist jafnt og þétt síðan. Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á umhverfisvernd og endurnýtingu. „Fólk getur komið og skilað rúmfötum og fengið 15% afslátt upp í ný. Rauði Kross Íslands tekur á móti öllu líni hjá okkur og gefur það áfram,“ segir Helga María. Hún segir viðhorfs- breytingu hafa orðið á fermingargjöfum eftir hrun. „Það skiptir svo miklu máli að gefa hlýjar og endingar- góðar gjafir.“ Spennandi gjafir og borðbúnaður Húsgögn og skrautmunir endurspegla bæði smekk og áhugamál unglingsins, sem verða sífellt mikilvægari á mótunarárunum. Fermingin markar tímamót þar sem ungt fólk gerir oft auknar kröfur á herbergin sín. Í Tekk Company má finna úrval af vönduðum húsgögnum og fylgihlutum frá Habitat, House Doctor og Umbra ásamt fleirum. Í versluninni í Kauptúni má einnig finna fallegan borðbúnað og góð ráð fyrir sjálfa fermingarveisluna. V örurnar frá Habitat hafa verið vinsælar fermingargjafir í mörg ár. Við erum með skrifborð, lampa og rúmföt sem dæmi,“ segir Elín María Sigurjónsdóttir hjá Tekk Kompaní. „Nýjung hjá Habitat í ár eru hátalarar til að tengja við iPhone, sem er mjög sniðug fermingargjöf. Línan er fallega litrík í ár; mintugrænt, kóralrautt, gult og túrkísblátt. Í Habitat línunni eru líka glös og stell sem henta fyrir sjálfa veisluna.“ Skartgripastandar og veggskraut frá Umbra hafa verið vinsælar fermingargjafir að sögn Elínar Maríu. „Þetta er kanadískt merki og þarna eru flottir myndarammar og textar með heilræðum sem hægt er að setja upp á vegg. Svo erum við með danskt merki sem heitir House Doctor. Þar er margt skemmtilegt fyrir veisluna. Kertastjakar, vasar og aðrir skrautmunir. Mjög fallegar pappa- kúlur sem eru hengdar upp eða látnar liggja á borði sem skraut.“ Elín María segir starfsfólkið í versluninni tilbúið að aðstoða viðskiptavini með góðum hugmyndum fyrir bæði veisluhöld og gjafir. „Við eigum sjálf börn á fermingaraldri og þekkjum þetta svo vel,“ segir Elín María og brosir. „Svo vinnur hún Katri Raakel Tauriaien hjá okkur, hún er finnskur stílisti sem var eitt sinn í innlit/útlit þáttunum. Við erum alltaf að laga til í búðinni og stilla upp hugmyndum fyrir fólk til að nýta sér sem innblástur.“ Hægt er að poppa upp fermingarveisluna með skemmtilegu meðlæti og fylgihlutum að sögn Elínar Maríu. „Við erum með allskyns gourmet mat frá Nicholas Wahe. Sultur, súkkulaði, pasta, paté, snakk og fleira sem hægt er að nota með. Það má skapa ýmsa stemningu sem passar við smekk ferm- ingarbarnsins og þær veitingar sem verða í boði. Pastellitir eru áberandi núna.“ Tekk Company er staðsett í Kauptúni í Garða- bænum á móti Ikea. „Við erum með allt undir einu þaki í Kauptúninu og tökum vel á móti ykkur þar. Við erum akkúrat núna að selja allt út í SIA línuni, kerti servíettur og skrautmuni. Það verður allt úr SIA á 30 - 40% afslætti þessa dagana,“ segir Elín María. Uppruni fermingar Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjöl- skyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroska- tímabilinu og táknar það að einstaklingur- inn er ekki lengur barn heldur ungmenni sem mætir viðfangsefnum hinna full- orðnu og öðlast bæði réttindi og skyldur. Það er eins og innbyggt sé í samfélög manna að þessi tímamót verði eftir- minnileg. Alvaran sem fylgir vígslunum undirstrikar félagslegt mikilvægi þeirra en þeim fylgir einnig hátíð og samfagn- aður sem fjölskyldan og samfélagið sem slíkt á aðild að. Upplýsingar af Vísindavef HÍ Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogdur.is Glæsilegt fermingartilboð www.siggaogtimo.is Verð kr 7.500,- stk Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 My style
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.