Fréttatíminn - 23.05.2014, Page 2
Ekki mikil gleði meðal flugfreyja
Reiðhjólin
virðast vera
að víkja
fyrir reið-
hjólunum
hjá mörgum
unglingum.
Aka á rafmagns-
vespu í íþróttatíma
Gríðarleg aukning er á því að unglingar komi á rafmagnsvespu í skólann og nota vespuna jafnvel
til að fara yfir í íþróttahúsið í íþróttatíma. Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður íþrótta- og
heilsufræðifélags Íslands, segir að í sumum skólum virðist reiðhjólin vera að víkja fyrir vespunum
og börnin fái því minni hreyfingu en áður. Hún reiknar með því að staðan verði rædd á endur-
menntunardegi íþróttakennara í haust.
Þ að hefur verið gríðarleg aukning á því að unglingar komi á vespum í skólann. Mér finnst þetta ekki
jákvæð þróun,“ segir Guðrún Valgerður
Ásgeirsdóttir, formaður Íþrótta- og heilsu-
fræðifélags íslands, áður Íþróttakenn-
arafélags Íslands. Víða við grunnskóla
og íþróttahús á skólatíma má sjá fjöldann
allan af rafmagnsvespum og þannig er það
líka við Hörðuvallaskóla í Kópavogi þar
sem Guðrún Valgerður er íþróttakennari.
„Þetta virðist hafa verið fermingargjöfin
í ár. Það eru mjög margir krakkar hér í 8.
bekk komnir á vespur,“ segir hún.
Á undanförnum árum hefur færst í vöxt
að foreldrar skutli börnum sínum í skól-
ann í stað þess að þau gangi eða hjóli sem
leiðir til þess að þau hreyfa sig minna. Nú
er í flestum skólum á hverju ári sérstakt
átak sem miðar að því að hvetja börn og
unglinga til að ganga í skólann, og annað
átak til að hvetja þau til að hjóla í skólann.
„Reiðhjólin virðast vera að víkja fyrir vesp-
unum hjá mörgum unglingum. Ég held að
foreldrar geri sér ekki grein fyrir hvaða
áhrif þetta hefur á börnin því þau þurfa
á hreyfingu að halda,“ segir Guðrún Val-
gerður sem telur að ef til vill hafi foreldrar
í einhverjum tilvikum hugsað með sér að
þeir spari sér tíma við skutl með því að
gefa börnunum rafmagnsvespu.
Hún segir göngu og aðra hreyfingu
mikilvæga fyrir börn og unglinga, eins og
alla og best væri ef allir gætu byrjað dag-
inn á því að ganga í skólann því regluleg
hreyfing veitir þeim meiri andlegan og
líkamlegan styrk til að takast á við verk-
efnin í skólanum. „Þannig koma þau
hressari inn í daginn. Við íþróttakennarar
höfum talað um þessa aukningu á vespum
og velt því fyrir okkur hvort grípa þurfi
til einhverra ráðstafana,“ segir hún en
fjölmörg dæmi eru um að krakkarnir noti
vespurnar ekki aðeins til að fara í og úr
skóla heldur einnig til að fara á milli skóla-
byggingar og íþróttahúss eða sundlauga
sem oft er nánast næsta hús við. Ég hef
kennt við marga skóla og alltaf er gefinn
tími í stundaskránni til að komast á milli
húsa svo þau hafa nægan tíma til að ganga
á milli,“ segir hún.
Rafmagnsvespurnar flokkast í um-
ferðinni sem reiðhjól, á þær þarf ekkert
próf og það er ekkert aldurstakmark ef
hámarkshraðinn er 25 km/klst en sam-
kvæmt leiðbeinandi viðmiðum Samgöngu-
stofu um vespurnar er ekki mælt með
því að börn undir 13 ára aki þeim. Offita
barna og unglinga er vaxandi vandamál
á Íslandi sem og annars staðar og telur
Guðrún Valgerður að rafmagnsvespurnar
muni geta ýtt undir þann vanda frekar en
hitt. „Ég reikna með því að við íþrótta-
fræðingar tökum þetta mál upp á endur-
menntunardeginum okkar í haust og
skoðum hvort þörf sé á samstilltu átaki,“
segir hún.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Þessi mynd er tekin fyrir utan íþróttamiðstöðina Ásgarð í Garðabæ á skólatíma í vikunni en víða við grunnskóla og íþróttahús
má sjá fjölda vespa. Ljósmynd/Hari
Fleiri hundar og kettir
voru fluttir frá landinu á
síðasta ári en voru fluttir
inn. 167 hundar og 36 kett-
ir, mest blendingshundar
og heimiliskettir, voru
fluttir til Íslands í fyrra en
gefin voru út útflutnings-
vottorð fyrir 184 hunda og
57 ketti. Þetta kemur fram
í nýrri ársskýrslu Matís
fyrir árið 2013.
Ekki hafa fleiri hundar
verið fluttir til landsins
síðan 2008 en í fyrra
komu 150 hundar til
landsins. Auk þess var
flutt inn sæði úr einum
hundi. Að jafnaði eru um
30 kettir fluttir til landsins
árlega en í fyrra voru þeir
þó 4.
Innfluttir hundar
og kettir eru haldnir í
sértækum einangrunar-
stöðvum í 4 vikur þar
sem tekin eru sýni til
skimunar á snýkjudýrum
bæði við komu og fyrir
brottför. - eh
DýrahalD algengast að flytja inn blenDinga og heimilisketti
Fleiri hundar og kettir fara en koma
Kettir
Heimilisköttur
Main Coon
Russian Blue
Abbysinian
Bengal
Cornish Rex
Persneskur
Síams
25
4
2
1
1
1
1
1
Hundar
Blendingar
Labrador
Chihuahua
Dverg Schnauzer
Pug
Franskur bolabítur
Þýskur fjárhundur
Golden retriever
Enskur Cocker Spaniel
Stóri Dani
18
12
10
7
7
6
5
3
3
2
Samningar í kjaradeilum
flugmanna hjá Ice-
landair og félagsmanna
í Sjúkraliðafélagi Íslands
náðust í gær, fimmtudag.
Kjaradeila Flugfreyju-
félags Íslands stendur
enn yfir en í gær fundaði
félagið með Samtökum
atvinnulífsins hjá Ríkis-
sáttasemjara.
Kjarasamningur
sjúkraliða nær til félags-
manna í Sjúkraliðafélagi
Íslands og SFR sem vinna
hjá SFV, Samtökum
fyrirtækja í velferðar-
þjónustu. Samningurinn
felur í sér tæplega
8% launahækkun og
bætur á réttindamálum
sjúkraliða. Launahækk-
unin felst annars vegar í
2,8% hækkun í samræmi
við almennar launahækk-
anir og 4,8% hækkun í
samræmi við jafnlauna-
átak ríkisstjórnarinnar
á heilbrigðisstofnunum.
Kristín Á. Guðmundsdótt-
ir, formaður Sjúkraliða-
félags Íslands, segir sátt
ríkja um niðurstöðuna.
Icelandair Group og
Félag íslenskra atvinnu-
flugmanna skrifuðu
einnig undir samning
í gær sem gildir til 30.
september 2014. Samn-
ingurinn, sem er í takt
við aðra kjarasamninga
sem gerðir hafa verið á
almennum vinnumarkaði
á árinu, er nú farinn í
kynningu hjá flugmönn-
um Icelandair og rafræna
kosningu sem tekur
sjö daga. Fram til loka
samningstímans munu
Icelandair Group og FÍA
vinna sameiginlega að
langtímasamningi.
Flugfreyjur Icelandair
hafa boðað til vinnu-
stöðvunar þriðjudaginn
27. maí á milli klukkan 06
og 24 náist samningar
ekki fyrir þann tíma.
Þar að auki hafa þær
boðað til vinnustöðvunar
dagana 27. maí, 6. júní og
12. júní. Allsherjarverkfall
flugfreyja hefst svo 19.
júní náist samningar ekki
fyrir þann tíma. Hljóðið í
flugfreyjum er þungt. „Ég
veit ekki nákvæmlega
hver þróun mála hefur
verið á fundinum en ég
veit að hljóðið er ekki
gott,“ segir Sigríður Ása
Harðardóttir, formaður
Flugfreyjufélags Íslands,
sem er stödd erlendis á
flugráðstefnu. Hún segist
ekki vera mjög bjartsýn
á framhaldið. „Nei, það
virðast vera sett lög á
alla. Það virðist búið að
taka réttinn af fólki til
að láta semja fyrir sig.
Það ríkir ekki mikil gleði
meðal okkar eins og
er.“ -hh
Ákærð fyrir manndráp af gáleysi
og brot á hjúkrunarlögum
Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur sem
þar starfar eru ákærð fyrir manndráp af
gáleysi, og hjúkrunarfræðingurinn enn-
fremur ákærður fyrir brot á hjúkrunar-
lögum. Þetta kemur fram í ákæruskjalinu
sem hefur verið birt á vef ríkissaksóknara.
Þar segir að á kvöldvakt haustið 2012 hafi
hjúkrunarfræðingnum láðst að tæma loft
úr kraga í barkarraufarrennu þegar hún
tók karlkyns sjúkling úr öndunarvél og
setti talventil á rennuna, en ákærðu hafi
verið vel kunnugt um mikilvægi þess. Í
ákæruskjalinu segir að vegna þessarar
vanrækslu gat sjúklingurinn aðeins andað
að sér en ekki frá sér, fall varð á súrefnis-
mettun og blóðþrýstingi, og maðurinn lést
skömmu síðar. Ekkja mannsins fer fram
á 7,5 milljónir í miskabætur en fram hefur
komið í fjölmiðlum að hún vildi ekki að
hjúkrunarfræðingurinn yrði ákærður. -eh
lýðheilsa Unglingar á rafmagnsvespUm í stað reiðhjóla
2 fréttir Helgin 23.-25. maí 2014